Hvílík breyting á sumrin á nokkrum árartugum!

Ef lesinn væri upp listi yfir allar þær menningar- og bæja- og byggðahátíðir, sem nú eru orðnar fastur liður í lífinu hér á landi á sumrin, myndi sá langi og stóri listi stinga heldur betur í stúf við sams konar lista frá því fyrir 30 til 40 árum. 

Sumarið virðist raunar vera heldur stutt til þess að mæta eftirspurninni, helgarnar of fáar. 

Ekki er munurinn minni varðandi þátttöku fólksins, þar sem á fjölda stærstu hátiðanna koma hátt í hundrað þúsund manns.  

Svona á þetta að vera! Nauðsyn þess að kunna að gera sér dagamun er mikil í önn og erli nútíma þjóðfélags, ekki síður en hvíldardagurinn var nauðsyn á dögum Krists. 

 


mbl.is Mikil gleði í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupum fossa og fjöll...?

Flosi Ólafsson söng eitt sinn þessar ljóðlínur sínar í orðastað íslenskra valdamanna: 

 

"Seljum fossa og fjöll; 

föl er náttúran öll, 

og landið mitt taki tröll!"

 

Viðskipti af þessu tagi virðast Bandaríkjaforseta afar hugleikin, þannig að af hans hálfu og hans manna gætu upphafslínur Flosa hljóðað svona: 

 

"Kaupum fossa og fjöll! 

Föl er náttúran öll, 

segir Trump, valdatröll.

 


mbl.is Repúblikanar selja Grænlandsboli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband