"Sama hvort smáþorpið heitir Sauðárkrókur eða Reykjavík."

Ofangreinda setningu hafði Einar K. Guðfinnsson hér um árið eftir útlendingi, sem hafði flust frá einni af stórborgum Evrópu til Sauðárkróks, og var spurður, hvers vegna í ósköpunum hann hefði flust til Sauðárkróks en ekki Reykjavíkur, úr því að hann flutti til Íslands á annað borð. 

Í orðum útlendingsins lá svipuð meining og i viðtalinu á mbl.is við japanskan ítala frá New York, sem flutti til Seyðisfjarðar frá New York. 

Munurinn á stórborgunum á þéttbýlustu svæðum meginlandanna austan hafs og vestan og íslenskum bæjum og þorpum er einfaldlega svo gríðarlegur, að munurinn liggur í því lifað sé á eyju "fjærst í eilífðar útsæ" eða í þrengslum milljónaborga meginlandanna. 


mbl.is „Tek Seyðisfjörð fram yfir New York“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skosk Bónusleið, ein þjóð í einu landi.

Síðuhafa minnir að fyrir nokkrum árum hafi það viðmið verið sett í innanlandssamgöngum að hvergi á landinu þyrfi ferðatími til Reykjavíkur að vera meiri en þrjár klukkustundir. 

Þetta var nú gott og blessað, en hins vegar lítils virði ef ferðakostnaðurinn kæmi í veg fyrir að viðkomandi ferðamáti væri nýttur. 

Nú fyrir fáum dögum var minnst á það í fjölmiðli að flugfar frá Egilsstöðum til Reykjavíkur gæti verið ódýrara en ákveðið flug til fjarlægrar borgar í Evrópu.  

Hvað, sem því líður, er augljóst að mismunurinn á ferðakostnaði landsmanna innanlands ýtir undir það fyrirbæri, sem stundum hefur verið kallað að það búi fleiri en ein þjóð í landinu þegar ýmis kjör landsmanna eru skoðuð, svo mikill geti aðstöðumuruinn verið. 

Bónus hefur löngum auglýst að sama verð sé á vörum verslunarinnar alls staðar á landinu. 

Ef fyrirtæki getur staðið að slíku, hljóta stjórnvöld landsins að geta gert svipað og gert er í Skotlandi. 


mbl.is Skoska leiðin strax á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband