Spá að rætast: Vatnið vaxandi ófriðarefni.

Það er ekkert sérstaklega langt síðan margir fundu léttvægar spár um vatnsskort sem ástæður styrjalda á næstu áratugum. Viðkvæði eins og "enn ein heimsendaspáin" heyrðust. 

En hröð fjölgun jarðarbúa og tilheyrandi kröfur um aukna neyslu valda því, að helstu auðlindir jarðar fara að ganga til þurrðar vegna rányrkju og bruðls. 

Í viðbót við olíu, kol og aðrar orkugjafa, sem fara að ganga til þurrðar, eru efni, sem fáir leiða hugann að, eins og fosfór, sem er afar mikilvægt efni í búskap jarðarbúa.  


mbl.is Vatnsskortur yfirvofandi í 17 löndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þarfir samfélagsins" víkja fyrir þörfum stóriðjunnnar.

Þeir sem tala mest fyrir því að halda áfram virkjanasókn, sem að stórum hluta byggist á rányrkju á háhitasvæðum, verður tíðrætt um "þarfir samfélagsins"; íslenskra heimila og fyrirtækja. 

Staðreyndin er hins vegar sú, að hlutur stóriðju i eigu útlendinga fer sívaxandi á kostnað íslenskra heimila og fyrirtækja. 

Hlutur stóriðjunnar hækkar sífellt og er kominn í 83 prósent, en aðeins 17 prósent fara til íslenskra heimila og fyrirtækja.

Ofan á þetta bætist, að raforkuvinnslan á jarðhitasvæðunum er að stærstum hluta miðuð við það að orkan endist aðeins í 50 ár, en slík nýting er hrein rányrkja, víðsfjarri sjálfbærri þróun. 

Forstjóri Landsvirkjunar sagði við opnun Þeystareykjavirkjunar að þar yrði stigið varlegar til jarðar en áður hefði verið gert og gaf með því í skyn að orkutölurnar í upphafi hefðu verið allt of háar. 

Stefán Arnórsson hefur fært skýr rök fyrir því að gerbreyta þurfi um stefnu varðandi gufuaflsvirkjanir, fara afar rólega af stað í smáum aföngum og fylgjast samfellt grannt með því að orkan endist á sjálfbæran hátt. 

Ólafur Flóvenz og Guðni Axelsson viðruðu svipað í greinaflokki sínum um þessi mál fyrir nokkrum árum. 


mbl.is Vilja ekki virkja minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fróðlegt verður að fylgjast með belgíska orkupakkamálinu.

Innnleiðing reglugerða og setning laga í samræmi við lög ESB hefur verið talin mikilvæg til þess að EES-samstarfið gangi vel og helsts alveg snurðulaust. 

Þess vegna verður fróðlegt að fylgjast með málaferlum ríksins, sem fóstrar stöðvar ESB við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vegna þriðja orkupakkans. 

Að vísu er engin hætta á því að ágreiningur um gas muni rísa við Íslendinga, en reglugerðirnar, sem um ræðir, eru lika um rafmagn og auk þess væntanlega um almennt prinsippmál að ræða. 


mbl.is Stefnir Belgíu vegna þriðja orkupakkans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband