Fróðlegt verður að fylgjast með belgíska orkupakkamálinu.

Innnleiðing reglugerða og setning laga í samræmi við lög ESB hefur verið talin mikilvæg til þess að EES-samstarfið gangi vel og helsts alveg snurðulaust. 

Þess vegna verður fróðlegt að fylgjast með málaferlum ríksins, sem fóstrar stöðvar ESB við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vegna þriðja orkupakkans. 

Að vísu er engin hætta á því að ágreiningur um gas muni rísa við Íslendinga, en reglugerðirnar, sem um ræðir, eru lika um rafmagn og auk þess væntanlega um almennt prinsippmál að ræða. 


mbl.is Stefnir Belgíu vegna þriðja orkupakkans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Við eigum von á góðu með handónýta, heimasmíðaða fyrirvara og grunnhyggna ráðherra í ríkisstjórn Íslands.
Kjósendur á Íslandi munu þó ekki láta blekkjast til lengdar. 

Júlíus Valsson, 6.8.2019 kl. 06:48

2 identicon

Það er freistandi fyrir stjórnvöld að vilja gera eftirlitsstofnanir almennings valdlausar eða óstarfhæfar. Að leggja þær sem fylgjast með aðgerðum stjórnvalda niður eða svelta þær fjárhagslega er okkar leið. Belgar stofna þær en veita þeim engin völd til að gera neitt. Hvort hefur yfirhöndina, vald stjórnvalda eða hagsmunir almennings, verður vissulega forvitnilegt að sjá.

Vagn (IP-tala skráð) 6.8.2019 kl. 09:05

3 identicon

Ísland að öllu óbreytu verður dæmt inn í Evrópusambandið meðan hin fræga umsókn sem engin ber ábyrgð á liggur í dvala þar til kallið kemur í þingsal ,,Það er ekkert annað í stöðunni en að skrifa undir.''

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 8.8.2019 kl. 08:43

4 identicon

Þetta mál sýnir vel hvað við erum í betri stöðu að hafna þessu með því að taka þetta ekki í EES-samninginn til að byrja með. Það verður erfitt að fá undanþágu þegar þetta er komið inn.

Gunnar Sigfússon (IP-tala skráð) 8.8.2019 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband