Hlutfallslegt met í ívilnun fyrir stóriðju. Kolavinnsla hafin á ný.

Það fór ekki hátt á sínum tíma, en ef teknar eru fyrir allar þær aðgerðir, sem voru gerðar sem ívilnanir fyrir kísilverið á Bakka, og þær lagðar saman, voru þær líklega hlutfallslega meiri en nokkur stjórn Sjalla og Framsóknar hafði gefið álverum landsins. 

Fimmm milljarðar í viðbót nú gerir það enn líklegra að svona sé í pottinn búið. 

Og í öllum aðdragandanum fór það alveg framhjá öllum, að með kísilverinu var hafin brennsla kola á ný hér á landi svo næmi mörgum tugum þúsunda tonna á ári og líklega langt yfir 100 þúsúnd tonnum með áframhaldandi vegferð af þessu tagi. 


mbl.is Björt Ólafsdóttir: „Ég varaði við þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr átakahernaður landvinninga að hefjast.

Alla Íslandssöguna hafa verið átök um yfirráð yfir landi, fólki og auðlindum, bardagar á Landnámsöld, Söguöld, Sturlungaöld, við Siðaskipti.  

Á Alþingi hafa mál verið flutt og deilt um þau og þannig virðist það ætla að verða áfram varðandi virkjanamál á þinginu, sem nú er að hefjast. 

Sagnaslóð Dalasýslu geymir margar frásagnir um átök og bardaga og nú er sá nýjasti í uppsiglinu, togstreita um landareignir sem henta vel til að reisa vindorkuver. 

Nú þegar er forsmekkurinn kominn fram í landakaupum fjárafla- og valdamanna við Búðardal, Sólheima í Laxárdal og í Garpsdal. 

Þau vindorkuver, sem þar eiga að rísa munu ein og sér blasa við sjónum ferðafólks alla leiðina frá Laxárdalsheiði og um Hvammssveit, og frekari landakaup við Gilsfjörð munu líka verða áberandi á því svæði. 

Um leið og búið verður að dreifa risaorkuverum um hundrað kílómetra langa akstursleið verður útþenslan tryggð og þar með völd og auður nýrra landgreifa. 

Meðal fjárfesta glyttir í Framsóknarráðherra og gamalkunna valdamenn frá tímum Finns Ingólfssonar. 

Áður hefur verið rakið heilsteypt ferli vegvísa sem sýna að framtíðarsýnin byggist á sæstrengjum til landsins í kerfi orkupakkanna margumræddu. 

Þá munu uppkaup á verðlitlum eyðijörðum skapa þúsundfaldan gróða fyrir hina nýju orkugreifa. 

 


mbl.is Þingið sett í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband