Nýr átakahernaður landvinninga að hefjast.

Alla Íslandssöguna hafa verið átök um yfirráð yfir landi, fólki og auðlindum, bardagar á Landnámsöld, Söguöld, Sturlungaöld, við Siðaskipti.  

Á Alþingi hafa mál verið flutt og deilt um þau og þannig virðist það ætla að verða áfram varðandi virkjanamál á þinginu, sem nú er að hefjast. 

Sagnaslóð Dalasýslu geymir margar frásagnir um átök og bardaga og nú er sá nýjasti í uppsiglinu, togstreita um landareignir sem henta vel til að reisa vindorkuver. 

Nú þegar er forsmekkurinn kominn fram í landakaupum fjárafla- og valdamanna við Búðardal, Sólheima í Laxárdal og í Garpsdal. 

Þau vindorkuver, sem þar eiga að rísa munu ein og sér blasa við sjónum ferðafólks alla leiðina frá Laxárdalsheiði og um Hvammssveit, og frekari landakaup við Gilsfjörð munu líka verða áberandi á því svæði. 

Um leið og búið verður að dreifa risaorkuverum um hundrað kílómetra langa akstursleið verður útþenslan tryggð og þar með völd og auður nýrra landgreifa. 

Meðal fjárfesta glyttir í Framsóknarráðherra og gamalkunna valdamenn frá tímum Finns Ingólfssonar. 

Áður hefur verið rakið heilsteypt ferli vegvísa sem sýna að framtíðarsýnin byggist á sæstrengjum til landsins í kerfi orkupakkanna margumræddu. 

Þá munu uppkaup á verðlitlum eyðijörðum skapa þúsundfaldan gróða fyrir hina nýju orkugreifa. 

 


mbl.is Þingið sett í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

væri það ekki frábær framtíðarsýn vindmyllur á hvern bæ og stór kapalverksmiðja fyrir sæstreng í höfn í hornafyrði með 800.mans í vinnu meðan verkefnið er í vinnslu, seljum fiskinn hæstbjóðanda flytjum alt rusl EVRÓPU til íslands og flytjum sjálf á ríkisjötuna á kanarí þá getur þjóðin verið á fylleríi um ókominn ár . en ekki bara 1% fólkið minnist þess nú ekki að aðrir flokkar hafi verið mikið á móti vindmyllugörðum. né landakaupum útlendinga meðan það hentaði þeim græni englendíngurinn var frábær þangað til að hann bankaði að dyrum í þystilfirðinum    

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 11.9.2019 kl. 10:56

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þèr, Ómar. Að þessu stefna orkuvíkingarnir fláttmálgu -- og orkupakkið (sumir blekktir þar, aðrir alls ekki).

Sjá fullveldi.blog.is

Jón Valur Jensson, 11.9.2019 kl. 14:10

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

.

.

.

Orkupakkanum angri með

öll andmælum vér styggt með geð.

Verði þeim aldrei að óskum sínum

sem ætla að níðast á löndum þínum.

Jón Valur Jensson, 11.9.2019 kl. 14:26

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hinn þjóðholli Ómar Ragnarsson, glöggur að sögulegri yfirsýn, setti þessi mál öll hér í sitt rétta samhengi. Allt er þetta þáttur í sókn manna með auð og völd eftir meiri landvinningum. En ljót verður ásjóna landsins með þessu áframhaldi, og það sama er nú þegar byrjað í Noregi (í krafti orkusölu gegnum sæstrengi): "vindorkugarðar" með vindmyllum allt upp í fjöll, að sögn hins kunnuga Magnúsar Þórs Hafsteinssonar í Útvarpi Sögu í morgun.

Jón Valur Jensson, 11.9.2019 kl. 15:40

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, hér er við hæfi að bölva Evrópusambandinu, kerfinu sjálfu þó fremur en fjendum okkar þar í röðum Brussel-bossa.

Jón Valur Jensson, 11.9.2019 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband