Sagan endalausa.

Á árunum í kringum Hrunið var eðlilega mikil umræða bæði hér á landi og erlendis vegna síhækkandi ofurlauna þeirra, sem sitja í efstu stöðum hjá fyrirtækjum og stofnunum. 

Í aðdraganda Hrunsins voru þessi ofurlaun réttlætt með því að störfunum fylgdi svo gríðarlega mikil ábyrgð. 

Í samræmi við það hefði mátt ætla, að launin lækkuðu umtalsvert þegar hið hátimbraða efnahagskerfi lenti í mestu hremmingum um áraraðir. 

En það var nú öðru nær víðast hvar. Og gullfiskaminnið er mikið, samanber það, hvernig ofurlaun í efstu lögum launastigans hækkuðu mjög í aðdraganda síðustu kjarasamninga. 

Nú virðist það allt vera gleymt og grafið hjá öllum, nema kannski forseta Íslands. 


mbl.is Ólga vegna ofurlauna í skugga kjaraviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrbætur í húsnæðismálum hafa dregist allt of lengi.

Hvað ætli það séu mörg ár síðan ástandið í húsnæðismálum var augljóslega í óviðunandi lamasessi? 

Það stig, sem hefur fengið heitið umræðustig, og virðist geta enst endalaust í mörgum svona málum án þess að úr rætist. 

Og enn er verið að vandræðast á flesta lund þótt allt í kringum okkur séu lönd, þar sem skoða mætti ýmsar hliðar mála og hefði átt að vera búið að ljúka því fyrir löngu. 


mbl.is „Yrði bylting á húsnæðismarkaði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband