Úrbætur í húsnæðismálum hafa dregist allt of lengi.

Hvað ætli það séu mörg ár síðan ástandið í húsnæðismálum var augljóslega í óviðunandi lamasessi? 

Það stig, sem hefur fengið heitið umræðustig, og virðist geta enst endalaust í mörgum svona málum án þess að úr rætist. 

Og enn er verið að vandræðast á flesta lund þótt allt í kringum okkur séu lönd, þar sem skoða mætti ýmsar hliðar mála og hefði átt að vera búið að ljúka því fyrir löngu. 


mbl.is „Yrði bylting á húsnæðismarkaði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er snúið þegar nýir kaupendur vilja að það sé auðvelt án aukavinnu og fórna að kaupa nýja íbúð á besta stað. Leigjendur sem vilja leigja undir kostnaðarverði. Sveitarfélög sem eru treg til að gefa lóðir og bæta sér tekjutapið með skattahækkunum. Bankakerfi sem er ekki tilbúið til að tapa á lánveitingum. Byggingaverktaka sem ekki eru að byggja í sjálfboðavinnu og forðast að lenda í sömu klemmu og Félag eldri borgara. Verkalýðsfélög og hagsmunaaðila sem segja hálfsannleik um ástandið og kerfin í nágrannalöndunum. Og skattagreiðslur almennings sem valdaöflin vilja helst ekki nota til að niðurgreiða húsnæðiskostnað með beinum greiðslum og niðurfellingu skatta.

Vagn (IP-tala skráð) 19.9.2019 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband