Vegvísunum fjölgar.

Í grein í Fréttablaðinu fyrsta sumardag voru nefndir tíu vegvísar í íslenskum orkumálum og náttúruverndarmálum, sem hafa birst undanfarin ár. Orkupakki 4 bætist nú við. Lítum á listann. Hann er ekki djók, að baki öllum atriðunum standa helstu valdaöfl þjóðfélagsins: 

1. Gefin út sú orkustefna stjórnvalda að tvöfalda beri orkuframleiðslu landsins á næstu tíu árum , þannig að í staðinn fyrir að framleiða fimm sinum meiri raforku en íslensk fyrirtæki og heimili þurfa, skuli framleidd tíu sinnum meiri orka fyrir erlendu stóriðjuna en íslensk fyrirtæki og heimili þurfa. 

2. Forsætisráðherrar Íslands og Bretlands handsala sameiginlega athugun varðandi lagningu sæstrengs til Íslands. Öflugir fjárfestar fara þegar á fullt í málinu.  

3. Upplýst er af hálfu fyrrum iðnaðarráðherra, sem skoðaði það mál fyrir 25 árum, þurfi sæstrengirnir að verða minnst tveir. Kostnaður hlaupi á þúsundum milljarða. 

4. Forstjóri Landsvirkjunar lýsir því yfir að ekki sé spurning um hvort, heldur hvenær sæstrengirnir komi. 

5. Forsætisráðherra stillir sér upp í miðju hóps, sem ætlar að reisa álver norðan við Blönduós. 

6. Umhverfisráðherra upplýsir, að ef ekki verði leyft að reisa virkjun við Skrokköldu inni á miðju hálendinu, jafngildi það því að opna Pandórubox varðandi aðrar virkjanir. Les: virkjanir í verndarflokki annars staðar fari í virkjananýtingaflokk, til dæmis á Norðurlandi. 

7. Landsnet sækir hart að láta gera "mannvirkjabelti" þvert yfir hálendið og risalínur um allt land. 

8. Í rammaáætlun plús þær virkjanir sem fyrir eru, eru virkjanakostirnir bara á því sviði orðnir um hundrað. 

9. Orkustofnun gumar af hundrað tíu megavatta virjunum i viðbót. 

10. Rætt er um hundrað virkjanir á Tröllaskaga einum. 

11. HS orka og margir fleiri sækjast hart eftir að virkja um allt land. 

12. Orkupakki 3 samþykktur og sá aðili, væntanlega Landrreglari, verður væntanlega núverandi orkumálastjóri, sem hefur sagt, að landsmenn muni dæma sig til fátæktar ef ekki verði virkjað til hins ítrasta. 

13. Auðmenn sanka að sér eyðijörðum og landareignum til þess að koma af stað næsta virkjanaæðinu, risavindorkuverum. Alger óreiða ríkir í því stórmáli, engin yirsýn, heldur er allt landið frá hálendinu og út á sjó undir.  

14. Orkupakki 4 er þegar kominn á dagskrá í hinni óstöðvandi sókn eftir því að virkja allt virkjanlegt, sem finnst á Íslandi, og fórna til þess mestu náttúruverðmætunum. 

15. Virkjanakostirnir skipta þegar mörgum hundruðum, og þegar sæstrengirnir koma verður engu eirt neins staðar.


mbl.is Næsta orkupakkaumræða í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins rafknúið léttbifhjól á markað hér á landi!

Síðustu tvö ár hefur verið reynt á þessari bloggsíðu að benda á þá möguleika, sem rafhjól með útskiptanlegum rafhlöðum gefa og eru að ryðja sér til rúms víða.  

Greint hefur verið frá Goggoro rafhjólabyltingunni í Tæpei á Tævan (efri myndin á síðunni)  og hliðstæðum, sem eru að skjota upp kollinum um Evrópu.  Gogoro. SkiptistöðRafvélhjólið hefur nefnilega þann stóra kost fram yfir rafbílinn, hve það er létt, því að það gefur möguleikann á útskiptanlegri rafhlöðu á áugabragði á skiptistöðvum og hleðs rafhlaðna nánast hvar sem er, en útskipti eru óhugsandi á rafbílunum. 

Þar að auki eru rafhjól með 45 km hámarkshraða, srm er alveg nóg í þéttri borgarumferð, sjöfalt ódýrari en ódýrustu rafbílarnir og smjúga í gegnum umferðarteppur á þann hátt sem sjá má í borgum Evrópu. 

Fyrir vel innan við eina milljón króna er hægt að kaupa rafhjól erlendis, sem ná 80 kílómetra hraða á útskiptanlegum rafhlöðum, svo sem Niu GT og Kumpan. Ducati Super Soco

Rafhjólin nýju, sem auglýst voru í sérstöku auglýsingablaði i dag, kosta aðeins 467 þúsund krónur, og með því að bæta á þau farangursgrind fyrir 45 lítra faranugrskassa og kaupa auka rafhlöðu og hafa hana meðferðis á hjólinu ef menn vilja tvöfalda drægnina, svo að hún nái hátt í 100 kílómetra. 

Af óþekktum ástæðum er þess ekki látið getið, að hinar þekktu Ducati verksmiðjur framleiða Super Soco hjólin, en Ducati er þekkt vélhjólaverksmiðja í Mótordalnum á Ítalíu og ekkert slor þar á ferð. 


mbl.is Sala á rafbílum næstmest á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða borg er þessi Súrig?

Enn einu sinni erum við minnt á ofurveldi enskunnar gagnvart öðrum tungumálum hér á landi. 

Að minnsta kosti myndi enginn fréttamaður láta það henda sig að segja að eitthvað væri að gerast í Nefjork. 

En hins vegar er fjöldi borga á meginlandi Evrópu sem nær því alltaf verða að hlíta því að heiti þeirra sé sífellt borið rangt fram. 

Í fréttum í útvarpi snemma í hádeginu var sagt að vél Icelandair á leið til Súrig hefði verið snúið við. 

Það á ekki aðeins við um heiti borga og staða, sem rangur framburður er notaður, jafnvel með því að nota ensku útgáfuna um borgir eins og Köln og Torino, heldur hefur árum saman verið simsvari hjá Volkswagenumbuðinu, þar sem nafn bílsins er borið fram vólksvagen með afar veiku vaffi í upphafi orðs. 

 


mbl.is Þotu Icelandair snúið við vegna bilunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband