Loksins! Keldnaland fyrir spítala rímar viđ norska reynslu.

Nú eru fjórtán ár síđan síđuhafi skođađi og kynnti sér spítalana í Osló og Ţrándheimi, sem ţá voru nýbyggđir međ tveimur ólíkum ađferđum: Í Osló á auđri lóđ, alveg frá grunni, en í Ţrándheimi međ bútasaumsađferđinni sem hér er í gangi viđ Hringbraut. 

Í Noregi var ţađ manna mál 2005 ađ spítalinn nýi í Osló mćtti teljast flottasti spítali í Evrópu, en ađ hins vegar vćri bútasaumsspítalinn í Ţrándheimi "víti til varnađar."

Fréttaflutningur um ţessi spítalamál Norđmanna var kćfđur međ mjög úthugsuđum ađferđum ţeirra, sem af einhverjum ástćđum höfđu gert Hringbrautarspítalann ađ eina kostinum hér heima. 

Á ţeim tíma hefđi hugsanlega veriđ skárra ađ byggja viđ Borgarspítalann vegna meira landrýmis, en í stađinn var landrýminu eytt í nýja íbúđabyggđ, sem ađ mestu leyti var fyrir eldri kynslóđina. 

Keldnalandiđ fékkst aldrei rćtt, en ţó liggur ţađ skammt frá stćrstu krossgötum landsins og höfuđborgarsvćđisins.  

Loksins nú örlar á framtíđarsýn, sem betur hefđi veriđ látin ráđa ferđ fyrir 15 árum og er ástćđa til ađ fagna ţví. 

 


mbl.is Vill skođa Keldnaland undir nýjan spítala
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Helmingur allra banaslysa á vélknúnum hjólum er vegna vímu.

Ef menn kynna sér gögn um slys á vélhjólum og bera ţau saman viđ gögn um slys á bílum, kemur í ljós, ađ ríflega helmingur banaslysa og alvarlegra slysa á vélknúnum hjólum er vegna ţess ađ ökumađurinn er í vímu af völdum áfengis eđa annarra vímuefna. 

Ţetta er meira en ţrefalt hćrri tala en raunin er hjá ökumönnum bíla. 

Rafhlaupahjól og rafreiđhjól eru vélknúin farartćki og ţví einkennilegt ađ lesa í fréttum, ađ einhver undrist og finnist "mikiđ gert úr ţví" ađ árekstur og slys hafi orđiđ vegna hugsenlegrar ölvunar ökumanns á rafhlaupahjóli.   


mbl.is Ţótti mikiđ gert úr hlaupahjólsárekstrinum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Dýrlegur sumardagur í gćr. Skaflinn merki um kalt sumar?

Dýrlegt sumarveđur var á stórum hluta landsins í gćr og sem dćmi um blíđuna eru myndir, sem teknar voru í Hvalfirđi og verđa settar á síđuna, en Hvalfjörđur er ekkert sérstaklega ţekktur fyrir ađ vera spegilsléttur í norđaustanátt. Saurbćr á Hvalfj strönd 29.9.19

Öll hćstu fjöllin á suđvesturhorninu voru snjólaus á ţeim hliđum, sem sneru ađ sól, og sum raunar snjólaus međ öllu eins og Skjaldbreiđur, sem er 1060 metra hár. 

Ţađ er óhćtt ađ segja ađ sínum augum líti hver á silfriđ hvađ snertir ţrćturnar um hlýnandi loftslag. 

Nýjasta innleggiđ hjá einum af ţeim, sem síđuhafi rakst á í fyrradag, var athyglisvert. 

Hann sagđi ţađ vćri augljóst merki um ţađ ađ sumariđ hefđi veriđ kalt, hvađ ţađ tók skaflinn í Gunnlaugsskarđi í Esjunni langan tíma ađ hverfa međ öll. Hvammsnes í Hvalfirđi 29.9.19

Ef sumariđ hefđi veriđ hlýtt hefđi hann horfiđ mun fyrr í stađ ţess ađ hverfa ekki alveg fyrr en í blálokin á september!  


mbl.is Skaflinn í Gunnlaugsskarđi aftur horfinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 30. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband