Dýrlegur sumardagur í gær. Skaflinn merki um kalt sumar?

Dýrlegt sumarveður var á stórum hluta landsins í gær og sem dæmi um blíðuna eru myndir, sem teknar voru í Hvalfirði og verða settar á síðuna, en Hvalfjörður er ekkert sérstaklega þekktur fyrir að vera spegilsléttur í norðaustanátt. Saurbær á Hvalfj strönd 29.9.19

Öll hæstu fjöllin á suðvesturhorninu voru snjólaus á þeim hliðum, sem sneru að sól, og sum raunar snjólaus með öllu eins og Skjaldbreiður, sem er 1060 metra hár. 

Það er óhætt að segja að sínum augum líti hver á silfrið hvað snertir þræturnar um hlýnandi loftslag. 

Nýjasta innleggið hjá einum af þeim, sem síðuhafi rakst á í fyrradag, var athyglisvert. 

Hann sagði það væri augljóst merki um það að sumarið hefði verið kalt, hvað það tók skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni langan tíma að hverfa með öll. Hvammsnes í Hvalfirði 29.9.19

Ef sumarið hefði verið hlýtt hefði hann horfið mun fyrr í stað þess að hverfa ekki alveg fyrr en í blálokin á september!  


mbl.is Skaflinn í Gunnlaugsskarði aftur horfinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband