Stórvirkjanirnar sex í Þjórsá-Tungnaá eru löngu komnar.

Þegar byrjað var á að virkja Þjórsá og Tungnaá fyrir meira en hálfri öld skorti íslensk fyrirtæki og heimili raforku, og sagt var að með því að fá stóriðju með í spilið, yrði gnægð ódýrrar raforku til fyrir okkur um alla framtíð. 

Einnig myndi rísa hér stórfelldur afleiddur iðnaðu við úrvinnslu úr álinu. 

Það stóð aldrei annað til en þetta ef Jón Gunnarsson skyldi ekki vita það og út í hött fyrir hann að fara að ræða um ef og hefði, sem aldrei gat orðið. 

Stóriðjan svonefnda var nú reyndar ekki nema 33 þús tonn í byrjun í Straumsvík og afleiddi álvöruiðnaðurinn kom aldrei, en nú hefur álframleiðslan til útflutnngs þrítugsfaldast síðan þá og það blasir auðvitað við, að það er hinn gríðarlegi vöxtur stóriðjunnar sem svelgir í sig 83 prósent af raforkuframleiðslu landsins en ekki friðanir á svæðum í verndarflokki. 

Öllu er snúið á haus með því að fullyrða, að orkuskortur til íslenskra fyrirtækja og heimila sé afleiðing af friðunum í samræmi við rammaáætlun og fráleitt að heimta stjórnarslit með slíkum rökum. 

 


mbl.is Þingmaður hótar stjórnarslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband