Spurning um andóf gegn rangindum og að vinna tíma.

Á tíu ára afmæli blysfarar að Bessastöðum vegna Icesave-málsins rifjast upp það sem síðuhafi skrifaði um það mál á sínum tíma. 
Margir hafa gleymt því hvernig þær þjóðir, srm við höfum talið standa okkur næst, sneru við okkur bakinu, nema þá kannski helst Færeyingar. 

Bretar settu á hryðjuverkalög yfir okkur, Norðurlandaþjóðirnar brugðust okkur og síðar hefur verið upplýst að Seðlabankastjóri Bandaríkjanna hefði sagt það fyrir Hrunið, að alþjóða fjármálakerfið væri búið að ákveða að láta Lehman-bræður og Íslendinga rúlla. 

Mikil áhersla var lögð á það í skrifum á þessari bloggsíðu, hve hrikalegt óréttlæti fælist í þeim kröfu Breta og Hollendinga að Íslendingar, Bretar og Hollendingar skyldu borga brúsann á þann þátt að hver íslenskur skattborgari borgaði 25 sinnum hærri upphæð en hver skattborgari í hinum löndunu tveimur. 

Þetta var draugur, ný útgáfa af ofbeldi Versalasamninganna, sem urðu undirrót Seinni heimsstyrjaldarinnar. 

Fyrstu misserin eftir Hrunið var samningamönnum Íslendinga stillt upp andspænis rosalegum hótunum Breta og Hollendinga, og áróðri út á við þar sem Íslendingar voru rægðir miskunnarlaust. Það verður að taka þessa hörmulegu stöðu og ástand með í reikninginn þegar reynt er að meta þessi mál.  

Andóf og öflug málafylgja til varnar, þar sem Ólafur Ragnar Grímsson reyndist drjúgur, ekki síst vegna þess tíma, sem hægt var að vinna í málinu, en það var algert höfuðatriði, sneri taflstöðunni smám saman við og í lokin gerðist það meira að segja að EFTA-dómstóllinn fann atriði í málsvörninni, sem okkur sjálfum hafði ekki hugkvæmst að gæti duga. 

Mest munaði um 26. grein stjórnarskrárinnar um málskotsrétt forseta Íslands, sem er einstakur, og er haldið inni í frumvarpi stjórnlagaráðs. 

Hún er hluti af stefnunni "checks and balances" sem snýr að því að tryggja valdreifingu og jafnvægi á milli hinna þriggja greina valdsins. 

Feneyjanefndinni var illa við þessa grein og taldi hana geta leitt til upplausnar og óróa. 

Þar skýst þeim ágætu mönnum yfir þá staðreynd, að forseti Íslands er eini stjórnmálamaður landsins, sem er kjörinn beint af þjóðinni, og að slíkt er hluti af því höfuðatriði að allt vald komi og eigi að koma frá þjóðinni. 


mbl.is Fékk fálkaorðu vegna InDefence
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrátt fyrir sáttmálann í Ríó fyrir 30 árum má náttúran helst ekki njóta vafans.

Flestar þjóðir heims undirrituðu Ríósáttmálann 1990, sem var tímamótaviðburður í sögunni, fyrsta stóra ráðstefnan og sáttmálinn af þessu tagi. 

Eitt atriði stefnunnar, sem þá var mörkuð, var að þegar vafi léki á um þær gjörðir manna, sem snertu náttúruverðmæti og náttúruna sjálfa, skyldi náttúran og umhverfið njóta vafans. 

Skemmst er frá því að segja að eftir ótal stórar ráðstefnur og samninga um umhverfismál, sem farið hafa fram síðan, hafa ríkt undanbrögð í smáu og stóru varðandi þetta grundvallaratriði. 

Öllum mögulegum brögðum er beitt til þess að halda áfram þeirri stórfelldu rányrkju á mörgum af helstu auðlindum jarðar, sem enn er í fullum gangi, meðal annars með því að tína til og blása upp alls kyns vafaatriði, sem eigi að nægja til að láta rányrkjuna og ósjálfbæra þróun njóta vafans, þvert ofan í heitorðin í Ríó. 

Eru atriðin í pistlinum á undan þessum, með nær útblásturslausa bíla Ameríku og strætisvagnana íslensku, sem blása út á við 5700 einkabíla hver, gott dæmi um þetta. 

Dæmin hér heima um tregðuna gegn því að láta náttúruna njóta vafans hafa verið óteljandi í bráðum þrjátíu ár, þrátt fyrir hátíðlega undirskrift íslensk umhverfisráðherra í Ríó.  


mbl.is „Hættan er hinum megin við hæðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband