"Vararafstöðvar" fyrir heimili á boðstólum?

Á dögunum kom það í ljós í snöggu innliti hjá Yamaha umboðinu og Arctic trucks, sem eru með sameiginlega verslun uppi á Kletthálsi, að hægt er að kaupa litlar bensínknúnar rafstöðvar, með 50 cc vélum, sem gefa 220 volta straum og eru af þremur stærðum. 

Sú minnsta og nettasta er tíu kíló og afkastar einu kílóvatti, kostar um 200 þúsund krónur.  Bensíngeymir hennar rúma tvo lítra af bensíni. 

Sú í miðið er næstum tvfalt þyngri, afkastar um tveimur kílóvöttum og kostar um 300 þúsund.

Síðan er sú þriðja enn stærri og öflugri, en af því að þessi stutta skoðun á þessum möguleika miðaðist við það að geta haft meðferðis til öryggis nokkurs konar "extended range" möguleika til að hlaða minnsta rafbíl landsins, kom sú stærsta varla til greina fyrir svona lítinn bíl. 

En nú vaknar spurningin um möguleika fyrir einstök heimili eða fyrirtæki til þess að eiga svona vararafstöð og grípa til hennar þegar rafmagnslaust er. 


mbl.is Bæir rafmagnslausir frá klukkan 3 í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Stríðið til að stöðva öll stríð"?

Þegar Trump Bandaríkjaforseti segist gera sérlega harkalega árás til að stöðva stríð, minnir orðalagið dálítið á það sem einstaka ráðamenn höfðu ár orði um Fyrri heimsstyrjöldia, að hún hefði verið háð sem "stríð til að stöðva öll stríð." 

Hafi það verið ætlunin er leitun að aðgerð, sem reyndist aðeins forleikur að nær tvöfallt mannskæðari heimsstyrjöld. 

Fyrri heimsstyrjöldin hófst reyndar á morði á tveimur persónum, og enda þótt um ríkiserfingja hefði verið ræða, óraði engan fyrir því næsta dag að afleiðingarnar gætu orðið heimsstyrjöld í kjölfar stigmagnandi aðgerða. 

Ýmis skemmdarverk, skærur og átök, sem telja mátti Soleimani hafa verið skipuleggjandi að, hafa að sönnu verið framin í Miðausturlöndum, en stærð drápsins á Soleimani er hins vegar augljós stigmögnun á aðgerðum, sem því miður gerir það að verkum að setningin "stríð til að stöðva öll stríð" verður langlíklegast fljótlega með holum hljómi. 


mbl.is Alþjóðasamfélagið bregst við árás Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband