Rafhleðslan er afar mikilvægt atriði í orkuskiptunum.

Nú er kominn fram rafhreyfill sem vegur aðeins 70 kíló en afkastar samt 107 hestöflum. 

Fyrir litlar flugvélar myndi svona rafhreyfill hafa yfirburði yfir bensínknúna hreyfla og vera um þrjátíu prósent léttari en þeir. Tesla 3

En hvers vegna er rafvæðingin ekki komin í flugið og hvers vegna er hún ekki hraðari í bílunum?  

Ástæðuna ættu flestir að þekkja; þyngd rafhlaðnanna og vandamál varðandi hleðslu þeirra. 

Þrátt fyrir hugsanlega léttari rafhlöður verður þyngdarmunurinn á þeim og eldsneyti margfaldur áfram og því mikil hindrun. 

Á báðum þessum sviðum, þyngd og hleðsluhraða, eru þó framfarir í gangi og veitir ekki af. 

Það er ekki aðeins fjöldi hleðslustöðvanna og útbreiðsla þeirra, sem skiptir máli, heldur ekki síður sú fjölbreytni, sem þær þurfa að hafa varðandi mismunandi mikla og hraða hleðslu. 

Því að það kostar peninga að hafa búnað til hraðrar hleðslu á rafbílunum, og nú þegar eru framleiðendur þeirra farnir að laga stærð rafhlaðnanna og val á hleðsluhraða og stærð rafhlaðna eftir mismunandi þörfun fyrir akstur um þéttbýli og dreifbýli. 

Sem dæmi má nefna, að Honda stillti sig um að hafa rafhlöðu hins nýja e-Honda stærri en 36 kílóvattstunda á þeim forsendum, að stærð og þyngd hins nýja bíls miðaðist frekar við borgarakstur en akstur á lengri leiðum. Tazzari á hleðslustöð

Eftir því sem rafbílar eru stærri, þyngri, hraðskreiðari og langdrægnari þarf öflugri hleðslustððvar, svonefndar ofurhleðslustöðvar. 

Sem dæmi um mismuninn á milli stærri og dýrari bílanna og þeirra minni og ódýrari, má nefna, að hjá Tesla getur straumurinn verið 120 kílóvött, en á minnsta rafbíl landsins, hinum smáa tveggja manna Tazzari, er hann annað hvort 1 kílóvatt eða 1,7 kílóvött, og er þá miðað við 10 eða 16 ampera rafkerfi fyrir húsnæði. 

Síðan er möguleiki á 2,7 kílóvatta þriggja fasa straumi, þar sem hann er að fá, og tekur þá samt 6 klukkustundir að fullhlaða bílinn, en hægt að ná 70 prósenta hleðslu á 2-3 stundum. 

Af þessum sökum hefur ekki verið farið í ferðalög út úr bænum á þessum bíl lengra en upp í Borgarnes og austur á Selfoss. 

Framleiðandinn býður að upp á aukabúnað með enn hraðari hleðsllu, en þann búnað verður helst að setja strax í bílinn við smíði hans og kostar samt mikla peninga; nokkuð sem er í ósamræmi við það að þetta var lang ódýrasti rafbíllinn á landinu þegar hann bauðst 2016. VW e-Up! Hleðslustöð 

Nú er að koma til sögunnar ódýrasti bíllinn á markaðnum, Volkswagen e-Up, sem fæst fyrir þrjár millur og tekur fjóra í sæti auk ágæts farangursrýmis, miðað við stærð. 

Áður hefur verið fjallað hér á síðunni um þann möguleika sem útskiptanlegar rafhlöður skapa, en þar er í gangi afar athyglisverð þróun. 

 

 

 


mbl.is Fleiri Tesla-stöðvar opnaðar á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kyotoheilkennið?

Í pistli hér á síðunni fyrir þremur dögum var greint frá þeirri fyrirætlan bandarískra herforingja 1945 að setja borgina Kyoto efst á lista yfir borgir, sem fyrstu kjarnorkusprengjum sögunnar yrði varpað á á þeim  forsendum, að eyðilegging þeirra borgar myndi valda langmestu minningarlegu og trúarlegu áfalli hjá japöskus þjóðinni, þannig að henni félli allur ketill í eld. 

Þáverandi varnarmálaráðherra Kana hafnaði þessari fyrirætlan algerlega á þeim forsendum, að þvert á móti myndi slíkur gerræðisgerningur stappa stálinu í japönsku þjóðina, svona svipað eins og ef gerð hefði verið árás á Péturskirkjuna í Róm jafnframt innrásinni á Sikiley í júlí 1943 á þeim forsendum að Mussolini væri sannanlega illþýði og harðstjóri.  

Nú sést það fullyrt hjá sumum, að það illþýðði og harðstjórar sem íranskisr ráðamenn sannanlega séu, hafi þvingað íranskan almenning með ofbeldi til að fjölmenna út á götur þessa dagana.

En þvi miður sýnist hitt líklegra, að vaxandi óánægja með þessa ráðamenn að undaförnu vegna lakra kjara hafi gufað upp eins og dögg fyrir sólu og að stigmögnun aðgerða á báða bóga í togstreitu Bandaríkjamanna og Írana henti írönskum valdhöfum vel.  

 

 

 


mbl.is Tugir tróðust til bana við jarðarför Soleimani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband