Sagan um rafbílinn, sem sökudólg í eldsvoða, seldist vel í fyrstu.

Það er oft auðvelt að koma af stað tröllasögum um ný fyrirbrigði og uppfinningar á borð við rafbíla. Til dæmis að öryggi þeirra sé ekki aðeins ábótavant, heldur séu þeir hættulegir. Blaðsíðan, sem myndine er af hér á síðunni er úr splunkunýju heftinu "Bilrevyen 2020", og þegar eldrauðu stjörnurnar neðst til vinstri á síðunni tákna "öryggi" e-Golf rafbílsins, eru þær ekki svona rauðar og margar, af því að þær hljóta að tákna eldhættu og öryggisleysi af hennar völdum?  Það er ekki að ástæðulausu, sem svona er spurt, því að áhrif   

E-Golf öryggiog umfang svonefndra samfélagsmiðla á netinu hafa orðið til þess að magnaðar sögur hafa oft breiðst út éins og eldur í sinu, svo að notað sé viðeigandi orðalag varðandi stórbruna í Stavanger þegar margra hæða bílageymsluhús eyðilagðist. 

Lítum nánar á málið.  

Á undanförnum misserum hafa hálfgerðar hryllingssögur fengið byr undir báða vængi þegar þær hafa haft á sér yfirbragð "nýrra staðreynda" um þetta fyrirbæri, sem flestir vita ekki mikið um.

Ein þessara "staðreynda" fékk vængi við það að raðað var saman nokkrum atriðum og þeim komið í umræðuna, en öll hnigu að því að með rafbílum væri komið til sögunnar stórhættulegt fyrirbrigði varðandi nýja ógn vegna eldhættu. Tröllasögurnar komu til sögunnar ein og ein: 

Rafbílarnir stórskemmast í frostum og til að koma í veg fyrir það, þarf að "hafa þá í gangi" á næturnar til þess að halda hita á rafhreyflinum, rafhlöðunum og tengdum búnaði. 

Rafbílarnir gata verið stórhættulegir þegar verið er að tengja þá við rafmagn í húsum eða hleðslustöðvum. 

Rafbílar eru stórhættulegir í árekstrum vegna eituráhrifa rafhlaðnanna ef þær springa. Sem sagt: Standast ekki öryggiskröfurnar sem bensin- og dísilbílar standast.  

Eyða þarf miklu fé og fyrirhöfn í að taka slökkviliðsmenn í alveg nýja og sérstaka þjálfun við að fást þá nýju ógnm sem rafbílarnir eru og endurspeglast í stórfjölgun eldsvoða af þeirra völdum eins og tölur sanna. Námskeiðin hjá slökkviliðunum sýna stærð og alvarleika málsins. 

Því fleiri rafbílar, því fleiri eldsvoðar og meiri hætta af þeirra völdum.  

Þegar þessi atriði raðast saman í mögnuðum flökkusögum, sem fljúga um netið og manna á milli er ekki að sökum að spyrja hvað varðar það ógagn og ógn, sem af rafbílum geti stafað. 

Í fyrstu fréttum af stórbrunanum í 1600 bíla bílageymsluhúsi í Stavanger, sem eyðilagðist í tugmilljarða tjóni í griðarlegum eldsvoða, fylgdi það fréttinni að það hefði verið eldur í rafbíl, sem hafði valdið eldsvoðanum. 

Og þar með var komin fram enn nýtt atriði til að bæta í sagnasafnið um rafbílana,  sönnun þess, hvert skaðræði þeir væru, því að Norðmenn, þessi mesta rafbílaþjóð heims, yrðu auðvitað fyrsta þjóðin, sem fengju hættuna af þeim bókstaflega eins og sprengju framan í sig. 

Sagan af rafbílnum sem sökudólg breiddist því með ógnarhraða út og seldist vel. 

Það er fyrst nú sem það er að renna upp fyrir mönnum, að rafbílar komu nær ekkert við sögu í þessum stórbruna, heldur var það bensínbíll af gerðínni Opel Zaphira, sem var sökudólgurinn, og höfðu slíkir bílar verið illræmdur fyrir brunahættu.  

Og í lýsingum af brunanum er áberandi, að það sem gerði hann svo illvígan og skæðan var fyrst og fremst eldhættan af bensín- og dísilknúnu bílunum, sem olli mestum usla og hættu. 

Og hvers vegna skyldi það nú vera? Það skýrist af eðli orkugjafans og aflgjafans. 

Aflgjafinn heitir sprengihreyfill. Aflið fæst við sprengingu í svonefndu brunahólfi. Í bensínbílum er kveikjukerfi til þess að bera eld að eldsneytinu. Hliðstæða rafhlöðu í rafbíl heitir eldsneytisgeymir í bílum knúnum jarðefnaELDSneyti. 

Nokkrum dögum eftir að mikil umræða hafði farið fram hér á landi um miklar æfingar slökkviliðs og alveg nýja og stórkostlega eldhættu af rafbílum voru tölurnar sem lúta að þessu birtar í Fréttablaðinu: 

Það getur að vísu kviknað í rafbílum, en eldsvoðarnir í þeim eru tíu sinnum færri en í eldsneytisknúnum bílum. 

En hvað með stórfelldar æfingar slökkviliðs vegna rafbíla? Jú, það hefði verið meiri frétt ef slökkviliðið sleppti því alveg að nota sem bestar aðferðir við að fást við eld við aðstæður, sem eru öðruvísi en í eldsneytisknúnum bílum, nánar tiltekið varðandi rafknúna bíla. 

Það leiðir hugann til orkuskipta hér á landi fyrir rúmlega öld. Fram til 1914 fékkst orkan úr hestum og ekki þurfti slökkvilið til að slökkva í þeim. Að minnsta kosti er ekki vitað til þess að það hafi kviknað í hestum á þeim tíma frekar en nú. 

Þegar bensínbíllinn kom til sögunnar breyttist þetta og slökkviliðið þurfti að þjálfa sig til þess að slökkva í þeim. Eða var það ekki?E-Golf öryggi

Að lokum: Hvað með það að rafbílar standist alþjóðlegar öryggiskröfur í árekstrum miklu verr en bensín- og dísilbílar? 

Það sést vel þegar flett er safnritum með upplýsingar um bíla á markaðnum. Ef eitthvað er, fá rafbílarnir fleiri stjörnur en hinir og fjölmargir þeirra fimm stjörnur, hæstu einkunn, eins og e-Golfinn. 


mbl.is „Hélt að einhver væri að reykja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komið var fárviðri upp úr klukkan tvö á veðurstöðvum suðvestur af ferðaleiðinni.

Þegar litið er á veðurathuganir á Lyngdalsheiði og Skálafelli í gær, sést, að þar brestur á fárviðri með 28-36 m/sek hviðum strax upp úr klukkan tvö, aðeins klukkustund eftir að farið var af stað í afdrifaríka skoðunarferð í íshelli í jaðri Langjökuls með 39 manns. 

Frá þessum veðurstöðvum tekur það loftmassann, sem þar er kominn á fárviðrisstig, aðeins innan við hálftíma að komast upp að Skálpanesi fyrir suðaustan Langjökul, þar sem ferðahópuinn óheppni var á ferð. 

Að sögn talsmanns ferðaþjónustufyrirtækisins átti það að verða aðeins klukkustundar skreppur, sem verður að teljast afar knappt áætlað, þegar miðað er við það, að það tekur ekki minna en 20 mínútur að skreppa inn í sjoppu í blíðskaparveðri á þjóðvegi að sumarlagi til að fá sér kaffibolla og pylsu með þeim orðum, að þetta taki aðeins  5 mínútur. 

Og þetta óveður var búið að geysa í 5-6 klukkustundir þegar björgunarsveitir voru kallaðar út. 

Einnig sést á gögnum á vedur.is að veður hafði verið skárra í nokkra tíma áður en hópurinn fór loks af stað. 

 

 


mbl.is Segir mannleg mistök hafa átt sér stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spá "betri veðurstofur" betra veðri?

Í hliðstæðum tilfellum fyrr á árum og nú kom upp í vélsleðaferð á Langjökul, hefur komið fram sú skýring á vélsleðaferðalögum upp á hálendi og jökla, að með því að skoða sem flestar veðurspár erlendra veðurstofa á netinu, megi oft finna "betri veðurspár" en þá íslensku. 

Þegar svo sé, geti verið eðlilegt að miða frekar við hagstæðari erlenda veðurspá en sú íslenska er. 

Og víst sýndi íslenska veðurspáin í fyrradag og í gærmorgnun ekki frýnlegt veður eins og rakið var þá á mbl.is og víðar og rakið er í bloggpistlinum hér á undan. Spáin gekk algerlega eftir. 

Við það er ýmislegt að athuga þegar því er haldið fram að rétt sé að taka frekar mark á þeim spám, sem spá "betra" veðri. 

Í fyrsta lagi hlýtur sú veðurspá að vera best, sem best rætist, en ekki einhverjar aðrar spár, til dæmis norsk eða frönsk, sem spá skárra veðri en því en sú íslenska.

Í öðru lagi er það ekki hlutverk erlendra veðurstöðva, norskra, franskra eða annarra, að gefa út viðvaranir eins og sú íslenska er skyld til að gera. 

Í þriðja lagi er hægt með því að hringja í sjálfvirkan símsvara íslensku veðurstofunnar númer 9020600, til að hlusta á flugveðurspá, þar sem meðal annars er gefinn upp áætlaður vindhraði í 1500 metra hæð, sem segir mikið veðrið á fjöllum og hálenndi. Ekki er síðuhafa kunnugt um að svipaðar upplýsingar sé hægt að fá sjálfvirkt hjá erlendu veðurstöðvum. 

Í fjórða lagi er sýnt á veðurkortunum á vedur.is hvert rakastigið er á hverjum tíma á hátt í hundrað veðurstöðvum á landinu, en rakastigið segir heilmikið um veðurskilyrði, því að sé mettun loftsins 90-100 prósent, er skyggni yfirleitt orðið mjög lítið. 

Ein óbein spá um skilyrðin í gær var líka óumdeild, spain um sólarupprás og sólsetur og skilgreinda nótt, þar sem miðað er við sól 6 gráðum undir sjóndeildarhring. 

Um slíkt spáir engin veðurstofa "betur" en önnur. 

Ferðir, einkum - í skammdeginu, hljóta meðal annars að taka mið af dagsbirtu og að öðru jöfnu er best að hefja ferðina sem fyrst hvað birtu snertir. 

Ef ferð er hafin klukkan þrettán, eru þegar liðnar meira en tvær klukkustundir af birtutímanum, og hádegi er á þeim tímapunkti áðeins um hálftíma eftir upphaf ferðar og aðeins um þrjár stundir eru þá eftir af birtutímanum í stað 4-5 klukkustunda. 

 


mbl.is Lögregla rannsaki hvers vegna farið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fróðlegt að skoða veðurspárnar, sem stóðust. .

Þegar óveður á borð við þau, sem geysað hafa fyrir og eftir áramótin getur verið fróðlegt að skoða, hverju íslenskir veðurfræðingar spáðu. Hríð á glugga 1.

Jú, í mikla óveðrinu fyrir jól var gefin út fyrsta rauða aðvörunin í sögu þess fyrirbæris og það gekk eftir eins og enn er í fersku minni. 

Athyglisvert er að skoða veðurspár fyrir allt landið fyrir hádegi í gær, þar sem gular viðvaranir voru í gildi um allt land og víða spað meðalvindrhaða uppá 28 metra. 

Þessar spár rættust lygilega vel, nánast upp á metra á sekúndu.

En það var fleiru spáð, því að það fylgdi með í spánum, að í svona vestan óveðri gæti vindhraðinn orðið talsvert meiri í éljunum sjálfum, sem spáð var, auk hugsanlegra eldinga á suðvvesturhorni landsins. 

Hríð á glugga  2 

Sem þýddi nokkurn veginn það ástand, sem verið hefur á hálendinu síðan í gær og er enn, vindrhraða upp á 35-36 metra á sekúndu í hviðum, sem er vel yfir fárviðrismörkum, og skyggnið núll í sex stiga frosti á Hveravöllum og víðar. 

Myndirnar hér á síðunni voru teknar út um glugga á þriðju hæð í blokk í austanverðri Reykjavík um miðnætti á milli élja, þannig að skilyrðin væru með skásta móti. 

P.S. Þessi pistill var uppfærður nú í morgunsárið. 

 

 


mbl.is Enginn alvarlega slasaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband