Áfall fyrir myndartökutæknina? Rétt mynd?

Tilkoma myndatökutækni til þess að skera úr um vafaatriði í knattspyrnu átti að bæta dómgæslu og koma í veg fyrir ranga dóma. 

En ef myndin, sem sýnd hefur verið í fjölmiðlum verið af meintri rangstöðu í leik Everton og Liverpool, er sú, sem dæmt var eftir, hefði alveg eins mátt láta rangan dóm með gamla laginu duga; svo fráleit er útkoman. 

Í stað setningarinnar "dómarinn er hluti af leikvellinum" fer bráðum að koma "dómarinn og myndavélin eru hluti af leikvellinum."  


mbl.is Mörkin: Millímetra spursmál í Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnlegt við sóttvarnir að ímynda sér reykingar?

Það er ekki víst að fjarlægðin ein ráði úrslitum um COVID-19 smit utanhúss. Frá tímum mikilla reykinga má rifja upp, hvernig tóbaksreykur gat borist furðu langt undan vindi frá viðmælendum, jafnvel marga metra, en ekki einasta sást úðinn oft vel, til dæmis í hægri golu, heldur fannst lyktin greinilega af honum. Léttfeti Borgarfirði

Veirusmitúði er hins vegar lyktarlaus og ósýnilegur. Því þarf hugsanlega að hafa fjarlægðina jafnvel marga metra ef staðið er þannig, að vindur eða gola berist í milli manna. 

Í gær mætti síðuhafi hundruðum fólks á leið sinni á rafknúnu léttbifhjóli upp í Borgarfjörð. 

En ferðin var skipulögð þannig, að á leiðinni var bæði verið með grímu og lokaðan hlífðarhjálm og engin þörf var að fara á bensínstöð eða í sjoppu, heldur aðeins verið með grímuna í nægri fjarlægð frá eina manninum, sem komið var nálægt við að ýta flugvél út úr skýli og inn aftur með grímur og minnst tveggja metra fjarlægð.  

Við flugum síðan flugvélinni sitt í hvoru lagi í einliðaflugi tli þess að njóta blíðunnar bæði á jörðu niðri og í lofti og taka myndir af "blíðunni og bæjunum í kring," til dæmis af Hvanneyri handan við spegilsléttan Borgarfjörðinn. 


mbl.is Hittir fólk utandyra og er hætt að knúsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur atriði sem má kannski hafa í huga varðandi ævidagana.

Þegar velt er vöngum yfir eins konar exelskjali, sem gengur eins og rauður þráður í vegnum þjóðfélag okkar, 75 ára aldur, getur verið ágætt að skoða málið ekki aðeins frá þeirri hlið að dauðsfall sé skráð sem ótímabært dauðsfall, ef viðkomandi er 74 ára eða yngri. 

Exelskjalið gildir heldur betur í slysabótum. Við 75 ára aldur færast allir niður í svonefndan hrakvirðisflokk. 

Hin hliðin á þeirri staðreynd með ótímabæran og tímabæran dauðdaga er ekki nefnd, að fyrst svona er, verður dauðsfallið tímabært ef manneskjan er orðin 75 ára, og það jafnvel vel tímabært!  Að minnsta kosti hér á landi. 

"Dagur í senn" orti gamli biskupinn, og benti með því á þá staðreynd að ævidaga okkar lifum við bara einn og einn í senn, ævin er röð af augnablikum og röð af ævidögum. 

Lífið er alltaf núna. 

Enginn getur fyrirfram fullyrt um það hvort og hvenær hvert okkar getur lifað góðan dag, dag í senn. 

Það er ekkert sem segir að við getum ekki lifað góða eða dýrlega daga jafnt á níræðisaldri sem tvítugsaldri. 

Og ein staðreynd er óhrekjanleg: Hver ævidagur okkar á það sameiginlegt með fæðingardegi okkar, að vera fyrsti dagur þeirra ævi, sem við eigum ólifaða.  

Munurinn er þó sá, að við vorum í engri aðstöðu til að njóta fæðingardagsins í neinni líkingu við bestu ævidagana eftir hann.   


mbl.is Andlát af völdum Covid-19 á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband