Vindorkuæðið er hafið, en allt skipulag og framtíðarsýn hefur vantað.

Tvenns konar virkjanaæði virðist nú vera í gangi hér á landi. Annars vegar streyma til Orkustofunar áform um 10 megavatta vatnsaflsvirkjanir í slíku tugatali, að samtals stefnir í orkuframleiðslu á við allar stórvirkjanirnar samanlagt á Þjórsár- Tungnaársvæðinu. 

Hins vegar er nú byrjaður enn stærri straumur um risa vindorkuver, sem samtals myndu skrúfa virkjanaaukninguna upp í fjórfalt meiri orku en fæst úr Þjórsár- Tungnaársvæðinu. 

Bæði þessi hamfaraflóð virkjana byggjast á því að alveg hefur láðst fram að þessu að huga neitt að því að hafa skynsamlegt skipulag og reglur tiltækt. 

Með innan við 10 megavatta virkjunum er komist hjá því að falla undir rammaáætlun. 

Það sýnir hina einhliða sýn á þær, að umhverfisáhrif eigi að meta og flokka eftir stærð túrbína en ekki eftir umhverfisáhrifum. 

Á sínum tíma komu til dæmis fram áform um virkjun Hverfisfljóts og umturnun Skaftáreldahrauns, en með svonefndri Hnútuvirkjun (enn eitt bullið, það á að virkja Hverfisfljót en ekki Hnútu) sem á að verða 9,3 megavött og búið að setja á skipulag hreppsins, er komist hjá öllu því sem þarf að sinna varðandi virkjanir, sem eru stærri en 9,9 megavött.  

Þegar búið verður að renna þessari virkjun í gegn, verður hugsanlega hægur vandi að halda áfram með að virkja fljótið í áföngum,  svo framarlega sem viðbótarvirkjanirnar verða ekki stærri en 9,9 megavött hver. 

Og allt er þetta gert með þeirri röksemd, að með því sé bætt úr raforkuskorti hjá almenningi. 

Samt eru núna framleidd um 200 megavött umfram það sem hægt er að selja. 


mbl.is Þórdís: Vindorkan væntanlega betri kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nálgumst við "háska´um páska"?

Þetta lítur ekki vel út ef faraldurinn hér á landi er á hliðstæðu róli við það þegar það var "háski um páska" í vor. 

Sé faraldurinn á því róli er ekki annað í boði en að að "berja á þessari veiru" eins og það hefur verið orðað núna. 

Núna erum við reynslunni ríkari og vonandi verður hægt að nýta sér það í sóttvarnaraðgerðum og læknismeðfer, þótt þessi veira sé fjandans ótugt eins og hún amma mín hefði orðað það. 

Sjá má framfarir í ummönnun og meðferð þeirra sjúklinga þar sem hætt er á því að ofvirkni ónmæmiskerfisins dragi hann til dauða.    


mbl.is Rauð flögg alls staðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að sinna EFTA- og EES-málum vel.

Það er að mörgu leyti erfiðara fyrir litlar þjóðir en stórar að sinna öllum þeim mörgu málum, sem koma óhjákvæmilega inn á borð í smáu og stóru varðandi alþjóða skuldbindingar, sem gilda í smáu og stóru.  

Gildir þá  einu hverju þessar skuldbindingar tengjast eða hvaðan þær koma. 

Um alla samninga gilda yfirleitt ákvæði um það, hvernig skuli bera sig að varðandi beiðnir um undantekningar, einkum vegna sérstakra aðstæðna. 

Það er misskilningur að slík frávik séu óæskileg eða að það þurfi að vera merki um þrákelkni og ósamvinnuþýða hegðun að taka slík mál til meðferðar.  

Síðuhafi þekkir til nokkurra dæma varðandi vélknúin hjól og flugvélar, þar sem aðrar þjóðir hafa fengið framgengt að hafa fráviki í reglum, einfaldlega með því að fara rétta leið við að fá þau viðurkennt. 

Hins vegar hafa þeir sem taka við þessum reglum hér á landi í of mörgum tilfellum annað hvort ekki haft tíma til þess að sinna hagsmunum okkar eða látið það undir höfuð leggjast. 

Slíkt er slæmt fyrir orðspor samvinnu þjóða. 


mbl.is Ísland fær lokaviðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband