"Hlutir á flugbrautinni" geta orðið alvarlegustu atriðin.

Ástand flugbrauta er eitt af mikilvægustu atriðinum í öryggismálum flugsins og getur jafnvel orðið afdrifaríkara en ástand flugvéla, sem hlutir losna og falla af. 

Megin ástæðan er sú, að í flugtakinu og lendingunni sjálfri ná þotur yfir 200 km/klst hraða, og á þeim tímapunkti, getur verið viðkvæmasti hluti alls flugsins. 

Þekktasta dæmið um áhrif "hluta á flugbrautinni" er líklega hlutur úr farþegaþotu, sem féll af henni í lendingu á Parísarflugvelli á undan einhverju mesta og versta slysi flugsögunnar, þegar Concord þota full af farþegum fórst skömmu síðar eftir flugtak á sömu flugbraut, þar sem aðskotahluturinn lá á brautinni. 

Það slys eitt og sér kostaði ekki aðeins líf allra um borð, heldur batt það enda á aldarfjórðungs glæstan feril Concorde þotnanna og þar með á þann kafla flugsögunnar, þegar flogið var með fólk í áætlunarflugi á tvöföldum hraða hljóðsins með öllum þeim kostum, sem slíku flugi gat fylgt. 

Sjálf Concorde þotan var ótrúlega vel heppnuð smíð, en það var dýrt að fljúga með þessari listasmíð.  

Afar umfangsmikil rannsókn slyssins leiddi í ljós, að tiltölulega lítill hlutur losnaði og féll af Douglas þotu á flugbrautina í lendingu og lá þar án þess að hans yrði vart. 

Eins og oft vill verða var það röð ótrúlegra tilviljana, sem olli því að í flugtaki Concorde þotunnar á rakst eitt lendingarhjólanna í þennan hlut, sem lá á brautinni.

Hann var það lítill, að flugstjórarnir sáu hann ekki, en hann sprengdi einn hinna mörgu lendingarhjólbarða undir Concorde vélinni, svo að stór hluti hjólbarðans sogaðist upp í opið hjólahólfið og lenti af nægilegu afli neðan á eldsneytisgeymi, sem þarf var til þess að gat opnaðist á geyminum og eldsneyti streymdi út. 

Það eitt er samt ekki talið hafa getað nægt til að kveikja eld; til þess þurfti neista.

Og rannsóknin í ljós að aðskotahluturinn, sem sprengdi hjólbarðann, skaust upp og lenti á kapli, sem lá út í hjólabúnaðinn og tengdi hann við stjórntækjakerfi vélarinnar. 

Þegar flugstjórinn reyndi að taka hjólin upp, virkaði sambandið ekki og hjólin voru áfram niðri.

Hins vegar stóð neistaflug út úr vírendunum, sem slógust til og frá og lentu saman með neistaflugi sem kveikti í eldsneytinu sem gusaðist aftur af vængnum. 

Of seint var að hætta við flugtakið og þetta gerðist á versta hluta flugtaksins þar sem þotan er á um 300 km/klst hraða og of seint var að hætta við flugtak. 

Eftir strembið flugtak þar sem erfitt var að halda hraða og stefnu við dvínandi vélarafl vinstra megin, og flug á logandi þotunni með vaxandi eldhaf aftur úr vinstri væng, var of löng vegalengd inn til nauðlendingar á Le Bourget flugvelli, sem var aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð. 

Eftir slysið voru gerðar svo gagngerar endurbætur á Concorde þotunum að hafið var flug á þeim að nýju og öryggi þeirra talið borgið.

En hið mikla slys olli því að eftirspurnin eftir flugi með þeim hafði minnkað svo mjög, að saga þeirra var á enda. 

 


mbl.is Hlutir úr hjólastelli fundust á flugbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullmolar og speki á hátíð, sem oft er gagnrýnd fyrir innantómt glys.

Samstarfsmaður Hildar Guðnadóttur við gerð einnar af helstu verðlaunamyndum Óskarshátíðarinnar 2020 flutti þakkarræðu, sem lyfti hátíðinni upp á annað plan en hátíðin hefur stundum verið gagnrýnd fyrir að vera, full af langdregnu og yfirborðskenndu glysi og sjálfhverfu. 

Stemningin í salnum er auðvitað skiljanleg; þetta er árleg uppskeruhátíð fólks, sem hefur lagt á sig ómælt erfiði, oftast áratugum saman, til þess að skapa ómetanleg andleg verðmæti með sjón-og tónlistina að vopni.

Þegar við þetta bætist þakkarræða full af speki þess karlleikara, sem hreppti Óskarinn fyrir bestan leik í aðalhlutverki, auk minnisverðra atriða, sem glöddu huga og hjarta. 

Sem betur fer geta óvæntir gullmolar á Óskarnum orðið ekki síður eftirminnilegir en hinar innihaldsríku verðlaunakvikmyndir, sem þar er hampað.  


mbl.is Sjálfhverf heimsmynd mannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó, Óskar! Listrænt Ólympíugull Íslendings!

Einu sinni vakti maður fram á morgun til að fylgjast með fréttum úr kosningarimmunni milli Kennedys og Nixons. Hildur, Óskar 2. Og heyrði í beinni í Kanaútvarpinu frá heimsmeistarabardögum Floyd Pattersons og Sonny Listons. 

Ekki hefði mann órað fyrir því að sextíu árum síðar yrði vakað eftir því að Íslendingur stæði á samskonar stað og sigurvegari á Ólympíuleikum. 

Og ekki bara það, - í ekta Hollywood stíl var aðdragandinn "hæpaður upp" eins og þeir segja fyrir vestan með Elton John við eldrauðan flygil. Hildur, Óskar 4 

Síðan með kvenstjórnanda hljómsveitarinnar.

Og ekki síst þremur konum til að kynna íslenska sigurvegarann á tónlistarsviðinu, Hildi Guðnadóttur. 

Þessari vökunótt var vel varið alveg eins og vökunóttunum fyrir 60 árum. 

Elton John fylgdi á eftir Hildi og fékk sinn Óskar. 

Myndin á síðunni af hljómsveitarstjóranum er auðvitað hreyfð og ef mynd væri líka af áhorfendum, þá sæist á henni hvernig stemningin hreyfði við öllum.

Hildur Óskar 3. Hildur. Óskar 1.

  


mbl.is Hildur Guðnadóttir hlaut Óskarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mazda var vanmetinn bíll á tímabili hér á landi.

Mazda átti sæmilegu gengi að fagna hér á landi fyrstu árin þegar þetta japanska merki nam hér land. En síðan tóku við erfiðari ár, og ýmis gögn benda til þess að það hafi ekki verið sanngjarnt hvað þetta bílmerki var lengi að öðlast verðskuldaðar vinsældir. 

Mátti orða það svo að þetta væri kannski vanmetnasti bílaframleiðandinn, því að árum saman voru Toyota og Mazda efst á lista yfir þá bíla erlendis, sem sýndu bestu endingu og minnsta bilanatíðni, en á sama tíma seldust margfalt færri Mazda bílar en Toyotabílar. 

 

Á aldar afmæli verksmiðjanna hafa að vísu önnur bílmerki, sótt fram hvað snertir litla bilanatíðni, svo sem jafn ólík merki og Hyundai og Skoda, en hin síðari ár hefur Mazda hrist af sér slenið og getur vel unað sínum hlut hvað snertir góða bíla.   


mbl.is Mazda fagnar 100 ára afmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband