Mýtan um álverin og kolaorkuverin í Kína.

Ein af mörgum röksemdum fyrir forgang stóriðjunnar á Íslandi hefur verið sú, að ef ekki sé virkjað í botn og reist sem flest álver á Íslandi og boðið "lægsta orkuverð í heimi" eins og gert var í betlibæklingi fyrir 25 árum, muni í staðinn rísa álver í Kína, sem knúin verði með mengandi kolaorku. 

Þessi röksemd reynist vera mýta þegar á reynir eins og reynsla undanfarinna ára sýnir. Kínverjar eru stórveldi sem hugsa eingöngu um það að framleiða sjálfir sem mest og spá nákvæmlega ekkert í það þegar þeir reisa sín álver og kolaorkuver, hvort nokkur álver rísi á Íslandi eða ekki. 

Mýtan um álverin og kolaorkuverin í Kína hafði líka á sér þá hlið mála, að ef ekki yrði virkjað á Íslandi, væri útilokað að nýta mengunarlitla orkugjafa annars staðar í heiminum. 

Sú fullyrðing er alröng, því að víða í öðrum löndum er að finna endurnýjanlega og hreina orkugjafa, og það hjá þjóðum, sem slík orkuframleiðsla yrði gerbylting í kjörum þjóða, sem eru allt að hundrað sinnum fátækari en við.  

Má nefna Eþíóópíu sem dæmi. 

Eigendur álversins í Straumsvík hótuðu að loka álverinu 2007 nema að þeir fengju að stækka það stórlega. Þessi mikla stækkun og samsvarandi virkjanir voru sagðar alger forsenda fyrir því að hægt væri að reka þarna álver. Til þess hægt væri að stækka álverið þurfti gagngera skipulagsbreytingu, sem hafnað var naumlega í spennandi íbúakosningu 2007.  

Ekkert varð úr stækkuninni, og ekkert varð af því að álverið yrði lagt niður, en ef fylgjendur stækkaðs álvers hefðu fengið nokkur hundruð fleiri atkvæði, hefði álverið væntanlega verið stækkað, og hótun nú um að loka því orðið beittari að sama skapi. 

 


mbl.is „Gæti komið fljótlega til átaka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband