Mýtan um álverin og kolaorkuverin í Kína.

Ein af mörgum röksemdum fyrir forgang stóriðjunnar á Íslandi hefur verið sú, að ef ekki sé virkjað í botn og reist sem flest álver á Íslandi og boðið "lægsta orkuverð í heimi" eins og gert var í betlibæklingi fyrir 25 árum, muni í staðinn rísa álver í Kína, sem knúin verði með mengandi kolaorku. 

Þessi röksemd reynist vera mýta þegar á reynir eins og reynsla undanfarinna ára sýnir. Kínverjar eru stórveldi sem hugsa eingöngu um það að framleiða sjálfir sem mest og spá nákvæmlega ekkert í það þegar þeir reisa sín álver og kolaorkuver, hvort nokkur álver rísi á Íslandi eða ekki. 

Mýtan um álverin og kolaorkuverin í Kína hafði líka á sér þá hlið mála, að ef ekki yrði virkjað á Íslandi, væri útilokað að nýta mengunarlitla orkugjafa annars staðar í heiminum. 

Sú fullyrðing er alröng, því að víða í öðrum löndum er að finna endurnýjanlega og hreina orkugjafa, og það hjá þjóðum, sem slík orkuframleiðsla yrði gerbylting í kjörum þjóða, sem eru allt að hundrað sinnum fátækari en við.  

Má nefna Eþíóópíu sem dæmi. 

Eigendur álversins í Straumsvík hótuðu að loka álverinu 2007 nema að þeir fengju að stækka það stórlega. Þessi mikla stækkun og samsvarandi virkjanir voru sagðar alger forsenda fyrir því að hægt væri að reka þarna álver. Til þess hægt væri að stækka álverið þurfti gagngera skipulagsbreytingu, sem hafnað var naumlega í spennandi íbúakosningu 2007.  

Ekkert varð úr stækkuninni, og ekkert varð af því að álverið yrði lagt niður, en ef fylgjendur stækkaðs álvers hefðu fengið nokkur hundruð fleiri atkvæði, hefði álverið væntanlega verið stækkað, og hótun nú um að loka því orðið beittari að sama skapi. 

 


mbl.is „Gæti komið fljótlega til átaka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Sjáðu nú til,

1. 85% þess áls sem framleitt er í heiminum er framleitt með jarðefnaeldsneyti,Það þýðir að allt ál sem framleitt er á ísland er með sem því nemur minna kolefnisspor og er því tiltölulega umhverfisvæn starfsemi með tilliti til þess.

Þú þarft að finna eitthvað annað sem hægt væri að gera við orkuna í Straumsvík sem sparar meira jarðefnaeldsneyti (meira en 85%) Til að mýtukenning þín haldi.

2. Það er verið að loka þessu álveri vegna þess að stækkunin 2007 var felld.  

Guðmundur Jónsson, 12.2.2020 kl. 15:22

2 identicon

Er ekki líklegt að ef álverið hefði fengið að stækka 2007 að afkoma þess væri betri?

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 12.2.2020 kl. 17:33

3 identicon

Kínverjar framleiða nærri 60% af öllu áli í heiminum. Um 90% prósentum af orkunni sem þeir nota kemur frá kolum. Það segir það að sú trú sem menn höfðu að hrein orka hefði einhvern forgang í þessu tilliti og bremsa af þá sem nota óhreinni orku. Sem er alger firra. Það eru koladrifnu álver Kínverja sem drífa áfram offramleiðslu áls. Og það sem skondið er, að ofurframleiðsla Kínverja heima fyrir er að drepa kínverska álverið í Staumsvík, og í því ljósi er eiginlega hálfgalið að velta upp þeirri hugmynd sem heyrst hefur, að Íslendingar eigi að „lagfæra“ raforkuverðið fyrir þetta fyrirtæki. Það þarf ekki að fjölyrða um skriðuna sem á eftir kæmi. Eflaust geta öll íslensk fyrirtæki hugsað sér lægra raforkuverð.

Arnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.2.2020 kl. 21:32

4 identicon

Þú sem talar niður vellaunuð störf,sem krefjast menntunar  á öllum sviðum,þa er þetta ekki gleðiefni fyrir þig.Hefur þú kynnt þér þá fólksfjölgun  á Reyðarfirð,Fjarðabyggð og Fljotsdalshéraði sem var með tilkomu stóriðju á Austurlandi.Veistu hversu margir vinna hjá ALCOA og hversu mörg afleiddu störfin eru.Þú hefur auðvitað enga samúð með þein nokkur hundruða starfsfólks sem gætu misst vinnu og lífsviðurværi ef lokað er í Straumsvík.Er fólk  sem vinnur í stóriðju að þínu mati skítugir illa gefnir einstklingar.

https://www.austurfrett.is/frettir/stendur-ekki-til-adh-draga-ur-framleidhslu-hja-fjardhaali

xxx (IP-tala skráð) 12.2.2020 kl. 21:50

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur íbúum Austlands fækkað um 500 síðan 1990 og eru álíka margir nú og 2010. 

Íbúum Norðurlands eystra hefur hins vegar fjölgað jafnt og þétt, og eru 17 prósent fleiri nú en 1990. 

Ég hef aldrei haldið því fram að "fólk, sem vinnur við stóriðju, séu skítugir illa gefnir einstaklingar." 

Ómar Ragnarsson, 13.2.2020 kl. 00:08

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ekki ætla ég að rengja að íbúum Austurlands hafi fækkað um 500 síðan 1990, eða þeir séu álíka margir nú og árið 2010.

Segir það eitthvað um hvort að álverið fyrir austan hafi skilað störfum austur eða ekki?

Segir það eitthvað um það hver staðan væri í dag ef álverið hefði ekki verið reist?

Vill Ómar Ragnarsson fullyrða að íbúum á Austurlandi hefði fjölgað ef álverið hefði ekki komið?

Hefði ef til vill orðið enn meiri fækkun frá 1990, ef álver hefði ekki komið?

Treystir Ómar Ragnarsson sér til að fullyrða að svo hefði ekki orðið?

Eyðilagði álverið einhverja möguleika fyrir íbúum Austurlands?

Eyðilagði álverið í Straumsvík einhverja möguleika fyrir íbúum Hafnarfjarðar og hefðu þeir verið betur komnir án þess?

G. Tómas Gunnarsson, 13.2.2020 kl. 01:01

7 identicon

Já, mýtan um að aðgerðir okkar í loftslagsmálum skipti einhverju máli er mörgum hugleikin. Og að umbreyta útlendum regnskógum í uppistöðulón svo vernda megi Íslenskar örfoka perlur er áhugamál einhverra. Og ef maður ætlar að sýna áhrif einhverra framkvæmda á búsetu vilja sumir bæta við nokkrum árum fyrir tíma framkvæmda svo niðurstaðan verði eftir pöntun og viðhalda megi þráhyggjunni. Geðveiki tekur á sig ýmsar myndir.

Vagn (IP-tala skráð) 13.2.2020 kl. 01:33

8 identicon

Mig minnir að það hafi líka legið við lokun í Straumsvík þegar Rússar hófu sölu á heimsvísu á sínu áli?

Álverið í Straumsvík hafi eingöngu bjargast vegna áherslu þess á gæðaál meðan hið mikla álmagn frá Rússunum var lélegra.

Grímur (IP-tala skráð) 13.2.2020 kl. 02:50

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Með Kárahnjúkavirkjun var framkvæmd stærsta jarðvegseyðing Íslandssögunnar, sem hægt var að framkvæma í einu stökki.  Þetta stóra gróðurlendi með margra metra þykkum jarðvegi kallar Vagn "örfpka íslenskar perlur." 

Ómar Ragnarsson, 13.2.2020 kl. 10:38

10 identicon

Ég minntist ekki einu orði á Kárahnjúkavirkjun. En þú ert sérfræðingur í því að leggja mönnum orð í munn. Er það eitthvað sem þú tileinkaðir þér í fréttamennskunni eða var það í trúðshlutverkinu sem þú vandir þig á það?

Vagn (IP-tala skráð) 13.2.2020 kl. 19:37

11 identicon

þessi fækkun á Austurlandi ver bara eðlileg þegr uppbyggun Álvers ALCOA lauk fóru fækkaði.þeir sem unnu við uppbyginguna voru flestir með lögheimili í Fjarðabyggð.Það er skrítið hvað þú húkir á fjósbitanum og gleðs yfir fækkun.Þú hefur aldrei talað á jákvæðum nótum um þá miklu atvinnu uppbyggingu sem varð hér á reyðarfirði og reynda öllu austurlandi með til komu ALCOA.Þarna hafa fleiri hundruð manns lífsfsafkomu sína af þessum flotta vinnustað.Þarna vinna verk og tæknfræðingar iðaðarmenn verkafólk ofl..Værir þú til í að kynna þér viðhorf íbúa Austurlands til þessa.Ur öllum þéttbýliskjörnum Fjarðabyggða aka rútur með starfsfólk á leið til vinnu á Reyðarfirði og einnig frá Seyðisfirði og Fljótsdalthéraði.Er að ekki frábært.

XXX (IP-tala skráð) 15.2.2020 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband