Ofangreind lýsingarorð mælti erlendur göngumaður, sem fór með tjald sitt í gönguferð yfir austanverðan Vatnajökul fyrir allmmörgum árum, týndist í aftakaveðri en fannst nær dauða en lífi við jökulröndina í Hornafirði og var stálheppinn að lifa af.
Myndin hér á síðunni er af umfjöllun um aðra og miklu lengri gönguferð um hálendið 2001, en ljúkum fyrst frásögninni af hinum örmagna erlenda göngumanni.
Þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði farið í þá miklu óvissu, sem hann hefði verið marg aðvaraður við, svaraði han:
"Ég gat ekki ímyndað mér eftir jmargra ára æfingar við hin erfiðustu skilyrðí í háfjöllum og á jöklum annars staðar, en að í þessari ferð myndi öll mín mikla reynsla duga.
En það var tvennt sem kom mér gersamlega á óvart, sem ég hafði hvergi annars staðar upplifað:
Vindurinn og snjórinn."
Beðinn um nánari útskýringar sagði hann, að hann hefði fyrsta lagi aldrei geta ímyndað sér annars eins veðurofsa, heldur ekki síður hvernig útilokað hefði verið að verjast hinni einstæðu gerðar af snjó, sem vindurinn notaði til að sprengja fyrir honum tjaldið og rífa í sundur, því að engin leið var að koma í veg fyrir að þessi fíngerði snjór; - eins og fínt hveiti, - smygi alls staðar inn og fyllti allt upp.
Frakki þessi kom ekki aftur til Íslands, en fór síðan í gönguferð á skíðum sínum frá nyrstu ströndum Kanada og hugðist ganga á norðurpólinn.
Fréttist ekkert af honum eftir það.
Eftir að hafa heyrt svona lýsingu á íslenskri gönguferð á þorra er óhjákvæmilegt að hrollur sæki að manni þegar annar útlendingur ætlar að bjóða íslenskum vindi og snjó byrginn í sinni hrikalegustu mynd.
Vonandi bjargar skálinn í Laugafelli Lukaszi Supergan frá því að hljóta örlög Frakkans frakka hér um árið.
Eins gott að hann hafi allan varann á geri ferðina ekki að neinu gönuhlaupi eða supergani.
Þess má geta að á útmánuðum 2001 gekk Guðmundur Eyjólfsson aleinn á skíðum frá Hornvík á Hornströndum austur á Vopnafjörð og vann það afrek að komast alla leið án þess að ganga nokkurn tíma nærri byggð.
Þessu voru gerð skil í fjölmiðlum, eins og sjá má á myndum og umfjöllun í Morgunblaðinu á sínum tíma.
Á neðstu myndinni má sjá talverðan mannfjölda sem tók á móti honum á leiðarenda.
Hann endurnýjaði kostinn þegar hann gekk þvert yfir veginn á Holtavörðuheiði, og síðan einu sinni eftir það.
Hann lenti í óveðri einu sinni á leiðinni, og gisti þá í Laugafelli eins og Supergan nú.
Var þessi ganga hans mikil þrekraun og verður varla hægt að bæta það, einkum ef gengið er alla þessa óralöngu leið alla í óbyggðum.
![]() |
Bíður af sér veðrið á hálendinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2020 | 10:51
Tregða til að fresta flugi veldur óþarfa vandræðum.
Nú er kominn meira en sólarhringur síðan Icelandair felldi allt millilandaflug sitt til og frá Keflavíkurflugvelli niður á morgun, föstudag.
Þetta var sem sagt gert með tveggja daga fyrirvara og er lofsverð og þörf ráðstöfun, því að það er mikilvægt fyrir marga viðskiptavini að hafa tíma til að gera ráðstafanir til að bregðast við óveðri af því tagi, sem spáð er á morgun og reyna að finna möguleika á flugi annað hvort áður en fárviðrið, eða eftir að því slotar.
Ástæðan hefur blasað við í veðurspám, svo sem um hálf níu leytið í morgun, þar sem spáð var 28 metra meðalvindi á sekúndu á Keflavíkurflugvelli klukkan sex í fyrramálið.
Er ekki algengt að sjá jafn eldrauða aðvörun í spá.
Nú hefur allt innanlandsflug verið fellt niður á morgun, og þess vegna er það undrunarefni að nokkur flugrekandi skuli tregðast við að gera ráðstafanir, heldur standa fast á sínu varðandi áætlunarflug morgundagsins.
En klukkkan hálf níu í morgun var ekki annað að sjá en að SAS ætlaði að standa fast við það að fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið og skapa með slíkri tregðu óvissu hjá mörgum, sem eiga pantað flug með þeirri vél og jafnvel verða til þess að eyðileggja ferðamöguleikana fyrir þeim.
P.S. Nú fyrst, síðdegis á fimmtudegi, þegar við blasir spá um fárviðri, upp á 23-33 m/sek í fyrramálið, er ofangreindu flugi aflýst, of seint fyrir suma, en þeir, sem gátu gert ráðstafanir eldnemma í morgun og flogið í dag, sluppu betur.
![]() |
Aftakavindur í vændum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)