13.2.2020 | 10:51
Tregða til að fresta flugi veldur óþarfa vandræðum.
Nú er kominn meira en sólarhringur síðan Icelandair felldi allt millilandaflug sitt til og frá Keflavíkurflugvelli niður á morgun, föstudag.
Þetta var sem sagt gert með tveggja daga fyrirvara og er lofsverð og þörf ráðstöfun, því að það er mikilvægt fyrir marga viðskiptavini að hafa tíma til að gera ráðstafanir til að bregðast við óveðri af því tagi, sem spáð er á morgun og reyna að finna möguleika á flugi annað hvort áður en fárviðrið, eða eftir að því slotar.
Ástæðan hefur blasað við í veðurspám, svo sem um hálf níu leytið í morgun, þar sem spáð var 28 metra meðalvindi á sekúndu á Keflavíkurflugvelli klukkan sex í fyrramálið.
Er ekki algengt að sjá jafn eldrauða aðvörun í spá.
Nú hefur allt innanlandsflug verið fellt niður á morgun, og þess vegna er það undrunarefni að nokkur flugrekandi skuli tregðast við að gera ráðstafanir, heldur standa fast á sínu varðandi áætlunarflug morgundagsins.
En klukkkan hálf níu í morgun var ekki annað að sjá en að SAS ætlaði að standa fast við það að fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið og skapa með slíkri tregðu óvissu hjá mörgum, sem eiga pantað flug með þeirri vél og jafnvel verða til þess að eyðileggja ferðamöguleikana fyrir þeim.
P.S. Nú fyrst, síðdegis á fimmtudegi, þegar við blasir spá um fárviðri, upp á 23-33 m/sek í fyrramálið, er ofangreindu flugi aflýst, of seint fyrir suma, en þeir, sem gátu gert ráðstafanir eldnemma í morgun og flogið í dag, sluppu betur.
![]() |
Aftakavindur í vændum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.