PSA með sama nýja rafbílinn undir tveimur merkjum hér eins og hjá Dönum?

Þegar litið er í dönsku bílaárbókina Bilrevyen 2020 sést að á blaðsíðu 116 er bíllinn Peugeot E-208 rafbíllinn nýi, blái bíllinn á myndinni hér, en aðeins þremur blaðsíðum framar er annar nýr rafbíll, Opel Corsa-e, sem er nánast alveg sami bíll, þessi ljósrauði fyrir neðan, flest mál nákvæmlega þau sömu og sami vélbúnaður með 136 hestafla 300 nm vél og 50 kWst rafhlöðu og byggður á sama CMP undirvagni, þótt útlitið sé ekki alveg eins. Peugeot E-208 (2)Peugeot E-208 Active

Sem sagt; tvíburabílar á svipaðan hátt og Toyota Aygo og Peugeot 108. 

Þetta ætti ekki að koma á óvart, því að PSA-samsteypan er aðaleigandi bæði Peugeot og Opel, og samvinna Opel og Peugeot hófst áður en PSA eignaðist Ópel. 

Nú þegar er komin heilmikil hagræðing á milli Peugeot og Opel í formi sameiginlegra undirvagna og vél- og drifbúnaðar og Opel gerðirnar Karl og Adam eru til dæmis horfnar. Opel Corse-e

Fróðlegt verður að vita hvort og þá hvenær Opel Corsa-e er væntanlegur á markað hér til þess að veita systurbíl sínum samkeppni. 

Í Danmörku er verð þeirra nokkurn veginn hið sama eins og sést, en Opelinn er nýbúinn að fá verðlaun í samkeppnis samanburði rafbíla. 

Báðir þessir rafbílar verða í hörku slag í hraðfjölgandi rafbílum í verðflokki í kringum fjórar millur, þar sem 50 kWst rafhlaða á að geta gefið 330 km drægni við bestu sumaraðstæður samkvæmt WLPT staðli. 

Lausleg forskoðun á bensínbílnum Peugeot 208 leiddi í ljós ágætt rými frammi í en lakara afturí en það er býsna algengt meðal rafbíla, vegna rýmis, sem rafhlöður taka af innanhæðinni aftur í.   

Hjá Opel er Ampera-e að vísu verðflokki ofar en Corsa-e verður, en rými og rafhlaða eru mun meiri í Ampera-e.   

 


mbl.is Hreinn Peugeot rafbíll frumsýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverður munur á veðrinu í Reykjavík og Keflavík í nótt.

Athyglisvert er að sjá tölurnar um veðrið á tveimur flugvöllum í nótt.Keflavík, flugveður

Þetta voru Keflavíkurflugvöllur og einn af varaflugvöllum hans, Reykjavíkurflugvöllur. 

Á Keflavíkurflugvellli var loft alveg rakamettað, eða 100 prósent og uppgefið skyggni 0,8 km og vindur allt að 36 m/sek í hviðum, og 30 m/sek á meðan 100 prósent rakinn var, sem þýðir fárviðri og hámarks raki.

Þetta ástand varaði í meginatriðum frá miðnætti fram á sjötta tímann.  

Á Reykjavíkurflugvelli var raki í lofti á sama tíma milli 80 og 90 prósent og í einni af athugununum fór skyggni niður í þrjá kílómetra. Reykjavík, flugveður.

Í flugveðurspá klukkan sjö í morgun var spáð allt að 100 hnútum eða um 50 m/sek í 5000 feta hæð.  

Í fluginu er gefið út svonefnt sigmet ef vindurinn fer í 25 hnúta eða meira (meira en 50 hnúta). 

Ástæðan fyrir þessu er einföld:  Reykjanesfjallgarðurinn, allt að 700 metra hár, sem austanvindurinn fer yfir á leið sinni til Reykjavíkur, en fer framhjá á leið sinni til Keflavíkur.  

Rakamassinn skellur af fullum þunga á Suðurnesjum, en Hengill, Vífilsfell, Bláfjöll og Langahlíð rífa rakann úr massanum, í svo að mestur hluti hans fellur þar upp frá sem úrkoma. 


mbl.is Öll nýjustu tíðindi af ofsaveðrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband