"Snjóboltatrix" frekar en alhliða rannsóknir og niðurstöður.

Eitt þekktasta atvikið í deilunni og rökræðunni um hlýnun loftslags á jörðnni að mannavöldum var það, þegar einn þingmanna á Bandaríkjaþingi kom á þingfund að vetrarlagi með snjóbolta í hendi, kastaði honum á gólfið og sagði þennan snjóbolta vera sönnun þess, að loftslag væri alls ekki að hlýna, heldur þvert á móti að kólna. 

Svipað hefur oft verið notað af skoðansystkinum þessa manns, að leitað hafa verið uppi tölur eða aðstæður, sem eiga að sanna, að það sé ekki hlýnun í gangi, heldur kólnun, en aðferðin líkust því sem segir í vísunni um lastarann, í þessu tilfelli lastara loftslagsvísindamanna; "finni´hann laufblað fölnað eitt / fordæmir hann skóginn."  

Tvö góð dæmi hefur mátt sjá í tveimur Morgunblaðsgreinum, þar sem í báðum eru birtar tölur úr mælingum á sjávarhita og lofthita á völdum mælistöðum á Íslandi og sagt að þær sýni glögglega hverjar hinar raunverulegu staðreyndir séu, engin markverð hlýnun, heldur jafnvel kólnun.  

Tökum fyrst skyldleikann við snjóboltann á Bandaríkjaþingi, stærð jarðarinnar annars vegar og Íslands hins vegar. 

Flatarmál jarðar er 511 milljón kílómetrar, en flatarmál Íslands 0,1 milljón. Ísland er einfaldlega einn fimmþúsundasti hluti af hnettinum. 

Jafnvel þótt svæðið sem Ísland feli í sér landhelgina, er það langt innan við eitt prósent af flatarmáli allrar jarðarinnar. 

Og að sjálfsögðu er ástand lofthjúpsins mælt með því að nota mælitölur frá mörg þúsund mælistöðvum um alla jörð notaðar í heild til að finna út heildarástand lofthjúpsins.  

Á öllum tölvulíkönum, sem síðuhafi hefur séð af hita lofts á jörðinni, hefur mátt sjá tvo til þrjá "ljósbláa fleti" inni í misrauðum loftmössum jarðarinnar. 

Annar rétt fyrir suðvestan Ísland en hinir hinu megin á hnettinum. 

Það hlýnar sem sagt ekki jafn mikið alls staðar. 

Til víðbótar snjóboltatrixinu í þessum tveimur blaðagreinum, eru þessar afmörkuðu og sérvöldu tölur ansi mikið afbakaðar í útskýringum og notkun á þeim.  

Í fyrri greininni er það sett upp sem stórletrað aðalatriði greinarinnar, að íslenskir jöklar hafi gengið fram á árunum 1965 til 1990. 

Þar með er alveg skautað yfir þá staðreynd að jöklarnir hafa í heild rýrnað og minnkað í meira en öld.  

Framhlaupsjöklar svonefndir hlaupa oftast með ákveðnu árabili án beins sambands við veðurlag. 

Af þeim toga eru til dæmis framhlaup Brúarjökuls á miðjum kafla hlýrra ára 1934 og Síðujökuls upp úr 1990. 

Í stað þess að nota ævinlega árshitatölur í blaðagreinunum, er það aðeins gert einu sinni, en annars hyllst til að nota sumarhitatölur, og á línuriti yfir hita, sem sagt er sýna kólnun, blasir greinilega við öllum, sem það vilja sjá, að tímabilið með hæsta hitann hefur verið frá því um síðustu aldamót. 


mbl.is Yfir 20 stiga hiti mældist á Suðurskautslandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitt virkjunarsvæðið í sigti skjálftavirkninnar?

Tvö svæði, sem nýtt eru til gufuaflsvirkjana, eru á ysta hluta Reykjanesskaga, Svartsengi og Reykjanesvirkjun. Undanfarnar vikur hefur verið landris með mikilli skjálftavirkni við fjallið Þorbjörn, en undir svæðinu Svartsengi-Eldvörp er orkuhólf, sem nýtt hefur verið fyrir Svartsengisvirkjun. 

Á þessari loftmynd er horft yfir gígaröðina Eldvörp úr norðaustri og sjást gufureykirnir í Reykjanesvirkjun í fjarska. Eldvörp. Reykjanes fjærst.

Örnefnið Reykjanes er yst á Reykjanesskaga, og er nesið nokkurn veginn ferkantað og vel afmarkað landfræðilega séð, þótt mikil tilhneiging sé til að nafnið sé notað um allan skagann. 

Reykjanesvirkjun er á hinu eiginlega Reykjanesi, en Reykjanestá er allra ysti hluti þess ness.  

Þegar jarðskjálftahrinan við Þorbjörn og landris rétt vestan við það fell, var bent á það hér á síðunni, að nýjar og nákvæmar hæðarmælingar með gps-tækni hefðu sýnt hratt landsig á örfáum árum í kjölfar mikillar dælingar á orku upp úr orkuhólfunum handa gufuaflsvirkjununum. 

Hjá Landmælingum á Akranesi fengust þær upplýsingar í dag, að mælingarnar hefðu byrjað 1993 og landssigið verið 18 sentimetrar á 25 árum, en þar af voru 12 sentimetrar á árunum 2004 til 2012, eða um fimmfalt meiri hraði þau ár sem virkjanirna höfðu byrjað orkunýtingu sína. 

Nú gæti röðin verið komin að Reykjanesinu sjálfu hvað varðar óróa og skjálftavirkni, og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála. 


mbl.is Aukin skjálftavirkni á Reykjanestá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband