Hitt virkjunarsvæðið í sigti skjálftavirkninnar?

Tvö svæði, sem nýtt eru til gufuaflsvirkjana, eru á ysta hluta Reykjanesskaga, Svartsengi og Reykjanesvirkjun. Undanfarnar vikur hefur verið landris með mikilli skjálftavirkni við fjallið Þorbjörn, en undir svæðinu Svartsengi-Eldvörp er orkuhólf, sem nýtt hefur verið fyrir Svartsengisvirkjun. 

Á þessari loftmynd er horft yfir gígaröðina Eldvörp úr norðaustri og sjást gufureykirnir í Reykjanesvirkjun í fjarska. Eldvörp. Reykjanes fjærst.

Örnefnið Reykjanes er yst á Reykjanesskaga, og er nesið nokkurn veginn ferkantað og vel afmarkað landfræðilega séð, þótt mikil tilhneiging sé til að nafnið sé notað um allan skagann. 

Reykjanesvirkjun er á hinu eiginlega Reykjanesi, en Reykjanestá er allra ysti hluti þess ness.  

Þegar jarðskjálftahrinan við Þorbjörn og landris rétt vestan við það fell, var bent á það hér á síðunni, að nýjar og nákvæmar hæðarmælingar með gps-tækni hefðu sýnt hratt landsig á örfáum árum í kjölfar mikillar dælingar á orku upp úr orkuhólfunum handa gufuaflsvirkjununum. 

Hjá Landmælingum á Akranesi fengust þær upplýsingar í dag, að mælingarnar hefðu byrjað 1993 og landssigið verið 18 sentimetrar á 25 árum, en þar af voru 12 sentimetrar á árunum 2004 til 2012, eða um fimmfalt meiri hraði þau ár sem virkjanirna höfðu byrjað orkunýtingu sína. 

Nú gæti röðin verið komin að Reykjanesinu sjálfu hvað varðar óróa og skjálftavirkni, og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála. 


mbl.is Aukin skjálftavirkni á Reykjanestá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband