Rímar ekki við kenningarnar um "kólnun".

Af og til birtast blaðagreinar, skreyttar völdum hitatölum, sem eiga að afsanna eða varpa efa á þá meginniðurstöðu vísindamanna að loftslag hafi farið hlýnandi hér við land. 

Í einni þeirra var það gert að aðalatriði að íslenskir jöklar hefðu hlaupið fram á árunum 1965-1990. 

Nú hefur það blasað við hverjum þeim, sem fylgst hefur með jöklum landins síðustu hundrað árin, að þeir hafa í heildina litið minnkað mikið og rýrnað. Svokallaðir framhlaups skriðjöklar eiga það að vísu til að haupa fram a tímabilum hlýnunar, svo sem Brúarjökull 1934, en í meginatriðum er ástandið skýrt varðandi stórfellda rýrnun jöklanna, sem blasir til dæmis einkar vel við séð frá hringveginum sjálfum varðandi Gígjökul, Sólhimajökul, Skeiðarárjökul, Skaftafellsjökul, Svínafellsjökul, Kvíárjökul, Breiðamerkurjökul og Hoffellsjökul. 

Fiskar hafa fært sig norðar og er makríllinn gott dæmi. 

Í einni af nýjustu færslunni um kólnun er gengið svo langt að segja að sjórinn við Ísland sé við það að fyllast af hafís á borð við það sem gerðist á hafísárinu 1968, hvorki meira né minna. 

Birt er línurit sem á að sanna að kuldatímabil hafi ríkt síðan um aldamót, en þegar ritið er skoðað nánar sést, að frá aldamótum er hlýrra samanlagt en á nokkru öðru sambærilegu tímabili. 


mbl.is Far þorsks við Ísland að breytast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband