24.2.2020 | 23:05
Það á ekki af Icelandair að ganga.
Stundum eru fyrirtæki of stór fyrir einstök lönd til þess að hægt sé að láta þau falla.
Bæði Loftleiðir og Icelandair áttu í miklu erfiðleikum þegar atburðir í Miðausturlöndum urðu til þess að félögin urðu fyrir miklu rekstrartapi.
Þá var neyðarlausnin að sameina þau með ríkisins hjálp.
Bæði Wow Air og Icelandair áttu lentu í hremmingum og eftir að Wow Air féll með braki og brestum má íslenskt flug ekki við því að Icelandair fari sömu leið.
Að vísu er munurinn sá í þetta sinn, að fjöldi erlendra flugfélaga heldur uppi miklu flugi til Íslands, en þannig var það ekki á tímum Loftleiða og Flugfélags Íslands (Icelandair).
En á móti kemur að íslensk ferðaþjónusta er margfalt stærri núna og má varla við meiri áföllum.
Eins og er, eru það ekki aðeins hinar nýju hremmingar vegna Covid-9 veirunnar, sem hafa slæm áhrif, heldur eru þþr fréttir dæmalaustar, að í helmingi af þeim eldsneytisgeymum Max-vélanna, sem skoðaðir hafa verið, hafi verið fullt af aðskotahlutum.
Nóg er nú baslið samt búið að vera út af þeim flugvélum.
Gengi hlutabréfa Icelandair hríðfellur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2020 | 13:18
Ekki rímar þetta vel við fullyrðingar um minnkun Sahara.
Á blogginu og öðrum samfélagsmiðlum má af og til sjá fullyrðingar um ágæti hækkandi hitastigs á jörðinni á þann hátt að hærri hiti stuðli að framsókn gróðurlendis.
Er eyðimerkurbeltið í Afríku og Asíu tekið sem dæmi um aukna gróðursæld og fréttir um aukna þurrka og hita kallaðar falsfréttir og heilaspuna "40 þúsund fífla í París 2015."
Í fyrra komst þó rekmettað loft frá Sahara alla leið til Íslands í nokkra daga, og í Suður-Evrópu þýðir þurrara og heitara loft, sem meðal annars berst norður yfir Miðjarðarhafið frá Sahara einfaldlega það, að gróður á erfiðara uppdráttar en áður.
Enn bið á flugi frá Tenerife | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)