Ósambærileg við drepsóttir fortíðarinnar, en farsótt samt.

Spænska veikin, Stórabóla og Svartidauði eru þekktar farsóttir úr Íslandssögunni og heimssögunni og voru allar svo skæðar drepsóttir, að COVED-19 farsóttin bliknar í samanburðinum. 

Það eina sem bólan og Svartidauði eiga það sameiginlegt með COVED-19 veirunni, að vitað var hver bar sóttina til landsins í hvort skipti. Einar Herjólfsson var smitberinn 1402 og fatnaður Gísla Bjarnasonar 1707. 

Af þessum þremur var Spænska veikin vægust, ef hægt er að nota slíkt orðalag um drepsótt, sem drap fleiri en drepnir voru á vígvöllum Fyrri-heimsstyrjaldarinnar. 

Í Svartadauða, sem barst til landsins 1402, lést helmingur þjóðarinnar og þriðjungur í Stórubólu árin 1707-1709. Þetta eru svo óheyrilegar háar tölur, að það er erfitt að skilja þær. 

Jafnvel heilar byggðir þurrkuðust út. 

1348-1350 hafði Svartidauði geysað í Evrópu en barst ekki til Íslands þá, því að óvart var beitt eina ráðinu til að koma í veg fyrir það: Það var ekkert siglt til Íslands, bæði vegna ástandsins og þess að skipverjar dóu á leiðinni. 

Þótt veikin gengi yfir og rénaði síðan, hvarf hún ekki alveg, og þannig kom það til að hún barst til landsins 1402, hálfri öld eftir hinn megin faraldurinn í Evrópu. 

Tvennt hlaut að gerast nú varðandi COVED-19 veiruna: Að hún bærist til landsins með fyrsta smitberanum. Og að engin leið yrði til að koma í veg fyrir það. 

Að öðru leyti eru aðstæður allar svo margfalt betri nú en áður til að bregðast til varnar, að það er ósambærilegt.  

 


mbl.is Fyrsta tilfelli kórónuveiru greinist á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langhlaup þar sem tölurnar kunna að lokum að ráða úrslitum.

Ýmsir bílaframleiðendur eru þegar með sjálfstýribúnað í þróun í bílum án þess að hafa tekið hann í notkun enn til fulls. 

Hér á landi er helst hægt að hugsa sér, að það verði það einkum slæm akstursskilyrði í myrkri og illviðrum vetrarins, sem mun mun virka hamlandi á framþróunina í þessum málum. 

Almennt má búast við að sjálfstýring bíla þurfi langan þróunartíma þar sem reyndar verði ýmsar útfærslur á blönduðum akstri. 

Allan tímann verðu nauðsynlegt að útvega sem nákvæmastar tölur yfir árangurinn í slíku langhlaupi, sem hægt verði að hafa hliðsjón til við ákvarðanir um einstök skref og afbrigði. 

Bara hér á landi má giska á að bílum sé ekið samtals um 20-30 þúsund milljónir kílómetra á ári svo að þetta er ekkert smámál.  


mbl.is Mannlausir í 32 milljónir km
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rekstur nútíma tæknisamfélags þolir ekki alvöru drepsótt.

Það þarf ekki annað en að líta á tölur um umferð með fólk og vörur í flugvélum, bílum, lestum og skipum til að sjá, að umferðarmagnið er slíkt um allan heim, ekki síst til og frá Íslandi, að það er útilokað að "loka landinu alveg" eins og verið var að ræða um í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. 

Afköst og hagræðíng hrynja ef svo langt er gengið, enda gerir sjálf gerð samfélags og efnahagslífs ekki ráð fyrir slíku. 

Það þýðir ekki að andvaraleysi eða aðgerðarleysi skuli ríkja, en það eru afar miklar líkur á því, að takmörk séu fyrir því hve miklum árangri sé hægt að ná. 

 


mbl.is Beint flug í mikla smithættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband