Rekstur nútíma tæknisamfélags þolir ekki alvöru drepsótt.

Það þarf ekki annað en að líta á tölur um umferð með fólk og vörur í flugvélum, bílum, lestum og skipum til að sjá, að umferðarmagnið er slíkt um allan heim, ekki síst til og frá Íslandi, að það er útilokað að "loka landinu alveg" eins og verið var að ræða um í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. 

Afköst og hagræðíng hrynja ef svo langt er gengið, enda gerir sjálf gerð samfélags og efnahagslífs ekki ráð fyrir slíku. 

Það þýðir ekki að andvaraleysi eða aðgerðarleysi skuli ríkja, en það eru afar miklar líkur á því, að takmörk séu fyrir því hve miklum árangri sé hægt að ná. 

 


mbl.is Beint flug í mikla smithættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þó svo að lokað sé á almennt farþegaflug til landsins, þá lokast landið engan veginn.

Innflutningur/útflutningur heldur áfram.

Póstsamgöngur halda áfram.

Það eina sem stöðvast er innflutningur á krónaveirum kommúnustaflokks.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2020 kl. 02:51

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og þess fyrir utan hélt ég að ný og betri tækni "tæknisamfélags" gerði hungurferðalög í fljúgandi sýklatúbum til útlanda ekki eins nauðsynleg.

Engar vörur koma fljúgandi til landsins. Þær sigla.

Engar vörur fara fljúgandi frá landinu. Þær sigla.

Þessi nýja tækni hefur kostað sitt. Hvernig væri að nota hana?

Verstu staðir jarðar þessi árin eru flugvellir - og flugvélar - og útlönd.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2020 kl. 03:10

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svartidauði kom sjóleiðina til Íslands 1402. 

Ómar Ragnarsson, 28.2.2020 kl. 18:00

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Ómar og þess vegna er óþarfi að endurtaka samskiptatæknina sem var þá, og láta öll skip vera að minnsta kosti 14 daga á sjó áður en þau fá að koma að landi, eins og Kyrrahafsfloti Bandaríkjanna skipaði fyrir um í gær. Og þess vegna verður að stöðva allt almennt farþega flug til landsins. Immed!

Meðgöngutími Svarta dauða var 2-3 vikur. Hann ferðaðist því óhindrað 30 km á dag og náði upp til Lapplands á þremur mánuðum, frá Suður-Ítalíu. Og smitaði á milli manna.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2020 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband