Hvað yrði sagt, ef aðeins ellefu sýni hefðu verið tekin á Íslandi?

Ellefu þúsund sýni í Bandaríkjunum samsvara ellefu sýnum á Íslandi, ef miðað við fólksfjölda landanna, því að Bandaríkjamenn eru þúsund sinnum fleiri en Íslendingar.

En Íslendingar hafa tekið hundrað sinnum fleiri sýni en ellefu, og staðið sig hundrað sinnum betur en Bandaríkjamenn, sem Trump gumaði af í upphafi að væru með besta kerfið í heiminum!

Suður-Kóreumenn hafa tekið 190 þúsund sýni eða 19 sinnum fleiri en Bandaríkjamenn, og miðað við stærð þessara tveggja þjóða; - í Suður-Kóreu búa 50 milljón manns; - hafa Suður-Kóreumenn verið meira en hundrað sinnum duglegri en Bandaríkjamenn við framkvæmd þessarar forsendu fyrir andóf gegn veikinni. 

Veikinnar varð vart á svipuðum tíma í Bandaríkjunum og í Suður-Kóreu, en í stað þess að taka til hendinni strax af festu og afli, eins og Suður-Kóreumenn gerðu, lét Trump reka á reiðanum.      


mbl.is Viðurkennir mistök bandarískra yfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband