Eiga slökkviliðsmenn að vinna með bundið fyrir augun?

Talsmaður aðgerða í sóttvörnum og almannavörnum í erlendu ríki sagði hin augljósu sannindi í sjónvarpi í dag þegar hann var að svara spurningum og ábendingum um gildi mismunandi aðgerða, að það sé erfiðara að hefta eld í umfangsmiklum eldsvoðum, ef slökkviliðsmennirnir eru með bundið fyrir augun.  Svipað væri háttað um sýnatökur og smitmælingar varðandi COVID-19 veiruna. Því fleiri og víðtækari mælingar, því betra, og þeim mun meiri og gagnlegri yfirsýn hægt að fá yfir viðfangsefnið og þar af leiðandi hægt að beita markvissari aðgerðum en ella. 

Svo að haldið sé áfram með samlíkinguna um eld, sem breiðist út, til dæmis í þéttbýlu hverfi, blasir við, að ef allir slökkviliðsmennirnir eru með bundið fyrir augun, sér enginn þeirra neinn eld, og því fleiri, sem þeir eru með bundið fyrir augun, því minna útbreiddur virðist þeim eldurinn vera útbreiddur. 

Þarna var þessi erlendi talsmaður í raun að lýsa því hvernig hundrað sinnum minni smitmælingar Bandaríkjamanna en hjá Íslendingum og Suður-Kóreumönnum fyrstu vikur faraldursins, sýndu að sjálfsögðu margfalt minni útbreiðslu vestra en hún var í rauninni.

Og varpaði ljósi á það hvernig ötular smitmælingar Íslendingar voru það fyrsta sem benti til þess að aðal smitsvæðið á þeim mælingadögum var á Norður-Ítalíu og í Ölpunum.  


mbl.is Hinn kosturinn væri að gera ekki neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama í gildi í 750 ár: Samgöngur við útlönd eru lífæð.

Í lok Sturlungaaldar um miðja 13. öld var svo komið, að Íslendingar gátu ekki af eigin rammleik haldið uppi samgöngum milli Íslands næstu nágrannalanda. 

Skefjalaus rányrkja skóga og gróðurs og linnulaus ófriður innanlands gerði það óhjákvæmilegt að leita á náðir Norðmanna um að tryggja skipasamgöngur og útvega vald utan frá til að slá á ófriðarbálið. 

Misjafnt var hve vel hið erlenda vald rækti að standa við skilmálana sem Íslendingar höfðu samið um. 

Þannig barst Svartidauði ekki til Íslands um miðja 14. öld vegna þess einfaldlega að ekkert var siglt til og frá landinu í þau tvö ár sem drepsóttin stráfelldi íbúa annarra þjóða. 

1402 barst sóttin síðan til Ísland og felldi helming landsmanna. 

Nú má sjá því haldið fram á samfélagsmiðlum að allar þjóðir heims eigi að grípa til þeirra ráða ao múra sig inni hver og ein og leggja niður allar samgöngur við aðrar þjóðir. 

Með ólíkindum er að nútímafólk skuli trúa á slík firn, ekki hvað síst hér á landi, þar sem samgöngur við útlönd eru slík lífæð þjóðarbúskapar okkar, að þðrf landsmanna við gerð Gamla sáttmála bliknar í samanburðinum. 

Því er ástæða til að taka undir það sem Styrmir Gunnarsson skrifar í pistli sínum um þetta mál og málefni íslenskra flugfélaga, sem við verðum að hlúa að og rækta eftir bestu getu.  

Sumir þeir, sem gæla við byggingu múra á milli þjóða sem lausn allra vandamála, segjast halda mjög fram gildi fullveldis okkar, en virðast ekki átta sig á því að yfirráð okkar yfir þeirri lífæð og undirstöðu sem flugið er, er forsenda fyrir raunverulegu fullveldi okkar og velferð og skóp það efnahagsundur, sem reif okkur upp úr öldudal Hrunsins 2008.

Einn bloggarinn notar orðið "skordýr" um ferðafólk almennt og hvetur til þess að þessu meindýrsfyrirbæri verði útrýmt um alla framtíð. 

Það sýnir sérkennilega sýn á fólk að líkja því við skordýr eða rottur. 

Það gerði valdamikill maður fyrir 80-90 árum með hörmulegum afleiðingum. 


mbl.is Mikil óvissa hjá Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband