Sama í gildi í 750 ár: Samgöngur við útlönd eru lífæð.

Í lok Sturlungaaldar um miðja 13. öld var svo komið, að Íslendingar gátu ekki af eigin rammleik haldið uppi samgöngum milli Íslands næstu nágrannalanda. 

Skefjalaus rányrkja skóga og gróðurs og linnulaus ófriður innanlands gerði það óhjákvæmilegt að leita á náðir Norðmanna um að tryggja skipasamgöngur og útvega vald utan frá til að slá á ófriðarbálið. 

Misjafnt var hve vel hið erlenda vald rækti að standa við skilmálana sem Íslendingar höfðu samið um. 

Þannig barst Svartidauði ekki til Íslands um miðja 14. öld vegna þess einfaldlega að ekkert var siglt til og frá landinu í þau tvö ár sem drepsóttin stráfelldi íbúa annarra þjóða. 

1402 barst sóttin síðan til Ísland og felldi helming landsmanna. 

Nú má sjá því haldið fram á samfélagsmiðlum að allar þjóðir heims eigi að grípa til þeirra ráða ao múra sig inni hver og ein og leggja niður allar samgöngur við aðrar þjóðir. 

Með ólíkindum er að nútímafólk skuli trúa á slík firn, ekki hvað síst hér á landi, þar sem samgöngur við útlönd eru slík lífæð þjóðarbúskapar okkar, að þðrf landsmanna við gerð Gamla sáttmála bliknar í samanburðinum. 

Því er ástæða til að taka undir það sem Styrmir Gunnarsson skrifar í pistli sínum um þetta mál og málefni íslenskra flugfélaga, sem við verðum að hlúa að og rækta eftir bestu getu.  

Sumir þeir, sem gæla við byggingu múra á milli þjóða sem lausn allra vandamála, segjast halda mjög fram gildi fullveldis okkar, en virðast ekki átta sig á því að yfirráð okkar yfir þeirri lífæð og undirstöðu sem flugið er, er forsenda fyrir raunverulegu fullveldi okkar og velferð og skóp það efnahagsundur, sem reif okkur upp úr öldudal Hrunsins 2008.

Einn bloggarinn notar orðið "skordýr" um ferðafólk almennt og hvetur til þess að þessu meindýrsfyrirbæri verði útrýmt um alla framtíð. 

Það sýnir sérkennilega sýn á fólk að líkja því við skordýr eða rottur. 

Það gerði valdamikill maður fyrir 80-90 árum með hörmulegum afleiðingum. 


mbl.is Mikil óvissa hjá Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Hver er að leggja til að samgöngur verði aflagðar, ekki nema þá Gréta og hennar trúarsöfnuður??

Sestu nú niður í rólegheitum nafni minn og lestu þér til um sóttvarnaraðgerðir í löndum eins og til dæmis Taivan og Singapúr, ég skal setja inn linka hér fyrir neðan sem þú getur lesið.

Það er til dæmis engin eymd í Singapúr, landið er ekki einangrað frá umheiminum, það er aðeins einangrað gagnvart smiti frá sýktum svæðum.

Gamla fólkið og fólk með undirliggjandi sjúkdóma, er þar öruggt þó landið hefði mikil samskipti við Kína, enda um 75% þjóðarinnar af kínverskum ættum.

Hvað hefur þú á móti þessu öryggi??

Finnst þér þessi lýsing á ástandinu í Frakklandi þóknanlegri;

"Að sögn Jerome Salomon land­lækn­is hef­ur staðfest­um smit­um fjölgað veru­lega und­an­farna daga en síðustu þrjá daga hef­ur fjöldi þeirra tvö­fald­ast á hverj­um degi. Hann seg­ir í viðtali við France In­ter í morg­un að hundruð sjúk­linga séu á gjör­gæslu­deild­um og mjög al­var­lega veik­ir".

Þetta er vissulega val, en eru frjáls ferðalög þess virði??

Er það þess virði að gefa skít í allar sóttvarnir og leyfa þjóðum að sýkjast hindrunarlaust??

Ég veita allavega ef menn hefðu þekkt til sóttkvíar 1402, hefðu þeir svarað að lifið væri einnar sóttkvíar virði.

Kveðja að austan.

https://en.wikipedia.org/wiki/2020_coronavirus_pandemic_in_Singapore

https://jamanetwork.com/journals/jama/fullarticle/2762689

Og hérna getur þú lesið þér til um af hverju það þarf að skera á smitleiðir, af hverju það virkaði í löndum Austur Asíu, og af hverju kínversk stjórnvöld voru nauðbeygð til að grípa til þess að loka á öll samskipti fólks innan Hubei héraðs, og við héraðið.

https://medium.com/@tomaspueyo/coronavirus-act-today-or-people-will-die-f4d3d9cd99ca

Ómar Geirsson, 16.3.2020 kl. 12:05

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Sammála þér Ómar, alveg hárrétt athugað. Hugsanir manna að þeir geta búrað sig inni og sloppið heilir á húfi, er firra af hæðsta tagi.

Besta dæmið, er þegar spánverjar hentu teppi sem veikur maður hafði notað. Til indiána og létust 70% þeirra.

Að loka sig af, setur barta ósköpin á biðlista en sjúkdómurinn og veiran mun stökkbreitast í hverju manni sem hefur fengið hana. Að halda að sjúkdómurinn bara "hverfi", er fólk sem heldur að flensan komi aldrei aftur.

Örn Einar Hansen, 16.3.2020 kl. 15:57

3 identicon

Ég vildi sjá m.a. útspil hjá Icelandair að þeir biðu almenningi að kaupa hlutabréf í félaginu þannig að hver og einn getur keypt fyrir eins mikið og viðkomandi er tilbúinn til með það í huga að taba ef illa fer Ég er ekki með þessu að finna upp hjólið þetta er sama speki og Davíð Oddsson ráðlagði þjóðinni í den þegar Síminn var seldur það mátti Davíð eiga að leiðbeina fólki að hugsa rétt þegar kemur að kaupa hlutabréf

Eg er sem dæmi tilbúinn að breyta flugmiða mínum í hlutabréf ef þeir hætta við flugið vegna þessa óveðurský sem nú spannar allan sjóndeildarhringinn hjá flugfélögum vítt og brett á Jörðinni

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 16.3.2020 kl. 15:58

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

Baldvin, við erum ekki að tala um hlutabréf, né gróða fyrirtækja eða einstaklinga.

Við erum að tala um líf fólks.

Veistu hvað er að gerast í Hubei? Fólk sveltur þar, á sér ekki farborða. Fólk hefur hent sér út, með fjölskyldu sinni í örvilnan. Maður varð veikur og settur á spítala. Þegar hann kom heim, var öll fjölskyldan látin. Hann framdi sjálfsmorð, brenndi sig inni af örvilnan.

Yfirmaður Wuhan kom í heimsókn í eitt hús, og sýndi í sjónvarpi að hann væri að færa fólki mat. Fólk um alla borgina, öskraði út um gluggana að þetta væri lygi ... engin matvælabirgðaflutningar áttu sér stað.

Hvað heldur þú, að sér meira virði ... sjúkdómur, sem veldur dauð 2% manna ... eða að allt landið svelti, vegna matvælaskorts. Lestu mankynsöguna, og sjáðu hvað svelti hefur ollið miklum skandala, bæði hér og erlendis.

Við munum sigrast á þessum sjúkdómi ... en við sigrumst ekki á honum, með því að gefast upp ... og fela okkur, eins og raggeitur.

Örn Einar Hansen, 16.3.2020 kl. 17:03

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Gréta og hennar söfnuður" leggja ekki til að samgöngur verði aflagðar, heldur vilja þau að útblástur frá þeim verði minnkaðr með því að notkun óendurnýjanlegra orkugjafa hætt. 

Þeir, sem nú leggja til múra á milli þjóða með áframhaldandi samgöngubanni eru hins vegar mikið lesnir og öflugir bloggarar síðustu dægrin, eins og glögglega má sjá. 

Ómar Ragnarsson, 16.3.2020 kl. 20:06

6 identicon

Ég geri mér grein fyrir alvarleika veirunar hún er dauðans alvara ekki spurning sem betur fer eru þau mál í öruggum höndum yfirvalda.

Eg treysti mér ekki til að vera leiðbeinandi í veirumálum nema jú gerum það sem okkur er gert að gera sem í okkar valdi er að berjast gegn veirunni og annað ég fagna því að Kári er kominn að þessum málum meira hef ég ekki um þetta að segja í dag a.m.k.

Ég var bara að koma með minn vinkil við fréttina í mbl.is með fyrirsögninni ..Mikil óvissa hjá Icelandair''sem síðuhöfundur bloggaði um og ég þú gerðum athugasemd við hver á sinn hátt sem dæmi

Ég vil nota tækifærið og koma að leiðréttingu því ég ætlaði að segja í framhaldi á þessari tilvitnun....,,það mátti Davíð eiga að leiðbeina fólki að hugsa rétt þegar kemur að kaupa hlutabréf '' að segja fólki taka ekki lán fyrir kaupum á hlutabréfum nota bara eigið fé sem viðkomandi er tilbúinn að sjá eftir þó trúin sé að fjárfestingin verði arðvænleg eins langt og augað sér. 

Margt smátt gerir eitt stórt það dugði ti að stofna Eimskip 17.j anúar 1914 árið sem fyrri heimstyrjöldin byrjaði þá komu hátt í 500 manns í Fríkirkjunni í Reykjavík að úr varð Óskabarn þjóðarinar enda lifibrauð margra íslendinga í gegnum tíðina til gamans var fyrsti framkvæmdastjóri Eimskips Emil Nielsen  :)

Þurfum við ekki annað svona grettistak þegar horft er á stöðu mála með Icelandair ?  Ég á ervitt með að sjá að ríkisaðstoð geti komið að þessum málum með því að kaupa hlut sem dæmi í flugfélagi því EES leyfir það ekki því miður.

,,Saman stöndum við sundraðir föllum við'' Eimskip á sínum tíma sannaði þessa kenningu

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 16.3.2020 kl. 20:26

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Gott að heyra nafni, þá er enginn að leggja til samgöngubann á milli landa, nema sem liður í sóttvörn gagnvart drepsótt.

Því valkosturinn er annað hvort er henni leyft að drepa, eða þjóðir verja sig.

Samkvæmt reynslunni frá Hubei héraði má reikna að það taki 6-8 vikur að útrýma þessum vírus með allsherjar lokun samfélaga, en það er eina leiðin ef útbreiðslan er orðin stjórnlaus.

Eftir það þarf aðeins að setja fólk sem kemur frá smituðum löndum í 14 daga sóttkví áður en það fær inngöngu í landið.

Spáðu í nýjustu tölur nafni, og lestu svo linkana sem ég sendi þér.

Ítalía með 349 dauðsföll síðastliðin sólarhring, á meðan Taivan er með samtals 1, Singapúr 0, Japan 27 og Hong Kong 4, það er samtals.  Allt lönd sem settu á ferðabann á sýkt svæði, eða gera kröfu um 14 daga sóttkví.  Kína er svo með skráð (munum fyrirvarann) 14, Ítalir fara framúr þeim fyrir helgi.

Fólk þarf ekki að deyja ef rétt er brugðist við, og nógu snemma.  Og ef það hefur mistekist, þá er hægt að stöðva veiruna með lokun samfélaga.

Ég veit ekki um þig, þú ert kannski sáttur, en ég er það ekki.  Mamma mín, 87 ára gömul býr ennþá til rétti eins og fiskibollur og ítalskan kjötrétt sem er besti matur í heimi, og ég sé enga ástæðu til þess að strákarnir mínir eigi á hættu að missa ömmu sína sem hefur svo mikið að gefa, og gefur svo mikið.  Nógu slæmt var að þeir misstu afa sinn fyrir aldur fram, rétt rúmlega áttræðan.

Við sem þjóð eigum ekki að sætta okkur við mannfall, ekki á meðan það eru til leiðir til að stöðva slíkt, og hafa verið farnar í öðrum löndum.

Allsherjar ferðabann um ókomna tíð er mýta sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum.  Það er alltaf tímabundið á meðan einstök lönd ná tökum á veirusmitinu.  Það má vel vera að það takist ekki í öllum, sökum fátæktar eða vanhæfni stjórnvalda.  Þá er það bara með þau eins og það er með lönd þar sem ýmsir hættulegir sjúkdómar eru landlægir, menn fara ekki þangað án bólusetningar, og ef bólusetning er ekki til, og menn fara samt, þá sæta þeir sóttkví þegar þeir snúa til baka.

Og þó máttur Moggabloggara geti verið mikill, þá er hann ekki það mikill að þeir beri ábyrgð á ferðatakmörkum í heiminum í dag. 

Þær eru viðbrögð við drepsótt sem stjórnvöld einstakra ríkja vilja ekki að fái að ferðast á fyrsta farrými um lönd þeirra, breiðandi út smit og dauða.

Við búum hins vegar ekki í Norður Kóreu, það er bæði hægt, og má, að afla sér réttra upplýsinga um þessa veirusýkingu og viðbrögð einstakra þjóða við henni. 

Og benda síðan á það sem miður fer í manns eigin landi.

Vinnubrögð sem ég tel að þú hafir stundað ágætlega í gegnum árin, ég man ennþá eftir þætti þínum sem þú gerðir um Yellowstone þjóðgarðinn í USA, sem áminningu um að það væri hægt að nýta óbyggðir á annan hátt en að drekkja þeim í aur og drullu.

Þá minnir mig að margir hafi verið það heimaaldnir að þeim fannst það fjarstæða mikil, og héldu að þar með færu þeir allir aftur fyrir steinöld.

Svo??

Kveðja að austan.

Ps.  Ég hélt að það væri ígildi samgöngubanns ef fólk mætti aðeins ferðast á seglskipum auðkýfinga vina sinna.  Bæði eru seglskipin ekki mörg, sem og það þekkja ekki margir auðkýfinga sem eiga þau.

Ómar Geirsson, 16.3.2020 kl. 23:03

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Aðdragandi ferðar Grétu yfir hafið var sá, að þeir sem bruðla vilja sem allra mest með óendurnýjanlegar auðlindir, gagnrýndu hana og annað umhverfisverndarfólk harkalega með upphrópunum um að það ferðaðist sjálft í lúxus í sínum erindagjörfðum og væru þar með spilltir hræsnarar. 

Þar á ofan var sífellt talað niður til hennar sem geðsjúkan stelpukrakkavitleysing og aumingja, meira að segja hér á íslenska blogginu. 

Gréta sló aðeins á þennan óhróður að hluta til með ferð sinni og lestarferðum, þegar þeim var komið við á landi, en fyrirlitnarorðin um geðveiki, sjónskerðingu, unglingsaldur og ógöfugt kyn hafa haldið áfram. 

Ómar Ragnarsson, 17.3.2020 kl. 23:41

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Gréta skaut sig í fótinn, hvort sem það er æsku hennar að kenna eða lélegri ráðgjöf.

Venjulegt fólk upplifir firringu elítu sem er ekki í nokkrum tengslum við lífsbaráttu vinnandi fólks sem lifir á mörkum fátæktargildrunnar.  Að samsinna sig þessum hópi er ófyrirgefanleg mistök því það gaf lofslagsafneiturum banvænt vopn uppí höndina, tækifæri til að færa umræðu frá aðalatriði til aukaatriðis.

Og ef það er ekki lúxus að ferðast með lúxusskútu, hvað er þá lúxus??

Treysti hún sér ekki til að nota nútímann, leiðir hins venjulega manns, þá átti hún að vera heim hjá sér, og nota Skype eins og allir gera í dag.

En ég var hins vegar að stríða þér nafni, fá þig til að hugsa um alhæfinguna sem þú gafst þér sem forsendu.

Frá því að þessi pistill var birtur, eru komin lokuð landamæri út um allt.

Alveg eins og í Austur Asíu, nema að hér í Evrópu og Bandaríkjunum er fólk sýkt innan þeirra, en ósýkt í Austur Asíu.

Á því eru skýringar sem við þurfum að skilja ef við ætlum að lifa af svona pestarfaraldra í framtíðinni.

Veirur er hægt að sigra á fyrstu dögum útbreiðslu þeirra, að því gefnu að þær séu ekki dauðaveirur sem berast með andrúmslofti.  Þetta er ekki fullyrðing heldur staðreynd sem vísar í raunveruleikann.

En ábyrgðin snýr af yfirvöldum, að vera tilbúin með aðgerðaáætlun frá fyrsta degi.  Ég las það í Buisness Insider að lærdómur stjórnvalda í Taivan af SAR veirunni (vona að ég skrifi rétt eftir minni) þar sem hún náði að fella fólk vegna þess að kerfið var óviðbúið, hafi verið sá að vera tilbúin með einmitt slíka aðgerðaráætlun þegar næsti faraldur kæmi.

Mistök voru gerð, en mistök endurtaka sig ef þau eru ekki viðurkennd, hvað þá að staðreyndum sé afneitað.

Það fórust margir bátar við Íslandsstrendur vegna þess þess að kerfið heyktist á að takast á við yfirhleðslu eða lélegan stöðugleika.  Eftir að átak var gert, heyrir slíkt til undantekninga, þó einn bátur fyrir vesta fyrir nokkrum árum.

Eitt að lokum, veirur blossa ekki upp aftur nema þær lifi sjálfstæðu lífi í umhverfinu, það er ekki talið að Covid veiran geri það, ekki ennþá.

Takk fyrir spjallið, og fyrirgefðu mér stríðnina með hana Grétu.  Ég er algjörlega sammála baráttu ykkar, en algjörlega á móti þeim leiðum sem frjálshyggjan negldi inní aðferðafræðina, að draga úr eftirspurn með því að skattleggja hina fátæku.

Ég trúi á mannsandann og sigur hans á vandamálum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2020 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband