Herferðin gegn vísindum og sérfræðingunum.

Herferð er stórt orð um fyrirbæri, en þegar farið er yfir það stórflóð andróðurs gegn vísindum vísindamönnum og sérfræðingum sem hefur verið á samfélagsmiðlum og víðar síðustu ár kemur þetta lýsingarorð vel til greina. 

Þegar þessi orð eru skrifuð er verið að sýna heimildarmynd um starfsemi Veðurstofu Íslands í eina öld, sem gefur svolitla nasasjón af því fjölþætta vísindastarfi sem unnið er þar á bæ. 

Síðuhafi hefur farið í ótal leiðangra með náttúruvísindamönnum um allt land í hálfa öld og dáðst að þeim eldmóði og dugnaði, sem þarf að sýna í vísindaleiðöngrum um allt land við hvaða aðstæður, sem er og við hvaða veðurskilyrði sem er. 

Í ljósi þess ómissandi gildis sem vísindastörfin skila verða til tvenns konar tilfinningar við að sjá heimildaþætti á borð við þennan. 

Annars vega gleði og hrifning yfir því hvernig "vísindin efla alla dáðÞ" eins og skáldið orðaði það, en því miður einnig undrun og dapurleiki yfir því hvernig áhrifamiklir skríbentar á netinu sýna þessu vísidastarfi hina megnustu óbeit og fyrirlitningu. 

Það er tll dæmi undarleg tilfinning að sjá á svona mynd eftir ótal ferðir með vísindafólki hvernig í mörgum ummælum og skrifum er leitast við að ófrægja vísindastarfið.

Í myndinni áðan var til dæmis greint frá samfelldari og langvinnari mælingum á jöklum og veðurfari en þekkst hafa annars og rætt við Odd Sigurðsson, sem hefur starfað við þær í meira en aldarþriðjung, en andófsmönnum gegn niðurstöðum vísindamannanna munar ekkert um það að bera lygar og falsanir upp á vísindafólkið varðandi hlýnun loftslags og áhrif hennar á jöklana.

Nú er meira að segja farið að bera á andófi gegn því sem færustu sérfræðingar í sóttvarnarlæknavísindum hafa fram að færa, einmitt þegar mest þarf á þekkingu þeirra og reynslu að halda.

Nú standa jarðarbúar frammi fyrir mörgum árskorunum þar sem lífsnauðsynlegt verður að vinna úr breyttum aðstæðum með rannsóknum og upplýsingum, meðal annars í ljósi COVID-19 faraldursins og áhrifum rányrkju jarðarbúa á fjölmörgum auðlindum, sem koma fram í súrnun hafs og útblásturs koldíoxíðs.

En harðsnúin valdaöfl með harðsnúna forystu, standa fast gegn öllum breytingum, sem vísindasamfélagið getur lagt til.    


mbl.is Faraldurinn mun breyta framtíðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gegn alheimsdrepsótt verður að nota öll bestu fáanlegu úrræði.

Nú má víða sjá í aðgerðum stjórnvalda og stofnana hve mikilvægt það er að taka COVID-19 engum vettlingatökum.  

Í Noregi lagði ríkisstjórnin fram lagafrumvarp um það að þegar brýn nauðsyn krefði þyrfti ríkisstjórnin ekki samþykki þingsins við lög og aðgerðir, sem þyldu ekki bið. 

Heimildin átti að gilda til fjögurra mánaða, en á þinginu heyrðust þær raddir, að með þessu tæki Erna Solberg sér einskonar einræðisvald, sem ekki hefði áður verið tekið þar á friðartímum í meira en tvö hundruð ár. 

Fór svo að gildistíminn var styttur niður í 100 ár og settir varnaglar, en þetta mál sýnir glögglega að einskonar hernaðarástand getur ríkt í baráttunni við vágesti á heimsmælikvarða. 

Í Bandaríkjunum er vaxandi togstreita á milli ríkisstjóra og valdamanna einstakra ríkja og forseta Bandaríkjanna vegna meints forystuleysis þess síðarnefnda. 

Aðgerðir hér á landi hafa notið þess, eins og í Suður-Kóreu, að rösklegar var gengið að verki við skimun og sýnatöku en annars staðar og þess vegna gáfu ítarlegri upplýsingar hér um gang veikinnar betri grundvöll til að taka yfirvegaðar ákvarðanir. 

Það er því slæmt ef hægt er á því átaki, sem hófst svo myndarlega á dögunum. 


mbl.is „Þetta er alveg með ólíkindum — hvað er að?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband