Herferðin gegn vísindum og sérfræðingunum.

Herferð er stórt orð um fyrirbæri, en þegar farið er yfir það stórflóð andróðurs gegn vísindum vísindamönnum og sérfræðingum sem hefur verið á samfélagsmiðlum og víðar síðustu ár kemur þetta lýsingarorð vel til greina. 

Þegar þessi orð eru skrifuð er verið að sýna heimildarmynd um starfsemi Veðurstofu Íslands í eina öld, sem gefur svolitla nasasjón af því fjölþætta vísindastarfi sem unnið er þar á bæ. 

Síðuhafi hefur farið í ótal leiðangra með náttúruvísindamönnum um allt land í hálfa öld og dáðst að þeim eldmóði og dugnaði, sem þarf að sýna í vísindaleiðöngrum um allt land við hvaða aðstæður, sem er og við hvaða veðurskilyrði sem er. 

Í ljósi þess ómissandi gildis sem vísindastörfin skila verða til tvenns konar tilfinningar við að sjá heimildaþætti á borð við þennan. 

Annars vega gleði og hrifning yfir því hvernig "vísindin efla alla dáðÞ" eins og skáldið orðaði það, en því miður einnig undrun og dapurleiki yfir því hvernig áhrifamiklir skríbentar á netinu sýna þessu vísidastarfi hina megnustu óbeit og fyrirlitningu. 

Það er tll dæmi undarleg tilfinning að sjá á svona mynd eftir ótal ferðir með vísindafólki hvernig í mörgum ummælum og skrifum er leitast við að ófrægja vísindastarfið.

Í myndinni áðan var til dæmis greint frá samfelldari og langvinnari mælingum á jöklum og veðurfari en þekkst hafa annars og rætt við Odd Sigurðsson, sem hefur starfað við þær í meira en aldarþriðjung, en andófsmönnum gegn niðurstöðum vísindamannanna munar ekkert um það að bera lygar og falsanir upp á vísindafólkið varðandi hlýnun loftslags og áhrif hennar á jöklana.

Nú er meira að segja farið að bera á andófi gegn því sem færustu sérfræðingar í sóttvarnarlæknavísindum hafa fram að færa, einmitt þegar mest þarf á þekkingu þeirra og reynslu að halda.

Nú standa jarðarbúar frammi fyrir mörgum árskorunum þar sem lífsnauðsynlegt verður að vinna úr breyttum aðstæðum með rannsóknum og upplýsingum, meðal annars í ljósi COVID-19 faraldursins og áhrifum rányrkju jarðarbúa á fjölmörgum auðlindum, sem koma fram í súrnun hafs og útblásturs koldíoxíðs.

En harðsnúin valdaöfl með harðsnúna forystu, standa fast gegn öllum breytingum, sem vísindasamfélagið getur lagt til.    


mbl.is Faraldurinn mun breyta framtíðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvaðan kemur Ómari Ragnarssyni sú viska að hans vísindamenn séu trúverðugri en okkar Trumps? Er Judith Curry og allir hinir bara ómerkingar í þínum augum í samanburði við Grétu Thunberg og AlGore?

Halldór Jónsson, 23.3.2020 kl. 21:46

2 identicon

Það eru ekki vísindamennirnir sem skipta máli heldur þær staðreyndir og rök sem þeir hafa fram að færa. Það er algert aukaatriði hvort þeir styðja Trump eða AlGore. Jafnvel stúlkubarnið, Gréta Thunberg, kemur þessu máli ekkert við.

Harald Lesch skiptir heldur ekki máli, aðeins það sem hann hefur fram að færa:                  Corona-Tote: Was verraten die Zahlen? | Harald Lesch               

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 23.3.2020 kl. 22:34

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Trump hóf feril sinn með því að lýsa því yfir að það yrði að reka allt vísindasamfélagið eins og það legði sig og ráða "alvöru" vísindamenn, væntanlega Judith Curry og vísindamenn þína og Trumps.  

Pistill minn fjallar um íslenska vísindamenn, en ekki um Gretu Thunberg eða Al Gore.  Í pistli mínum er harmað, að íslenskir vísindamenn skuli bornir þeim sökum að fara með rangfærslur og lygar. 

Ómar Ragnarsson, 23.3.2020 kl. 22:50

4 identicon

Halldór hann heitir Síðuhafi Ragnarsson, ekki Ómar. Þér er betur að fara rétt með… 🤣 🙄 

Nonni (IP-tala skráð) 23.3.2020 kl. 23:56

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hmm, er einhver í herferð gegn Veðurstofunni? Held ekki enn, en það gæti farið að koma að því ef þeir fara ekki að hafa aðeins skárra veður.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2020 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband