"Sænska leiðin" seinfær ef hjarðónæmi er æskilegt. "Ef" og "kannski" um bóluefni.

Ástandið í Svíþjóð varðandi COVID-19 faraldurinn vekur vaxandi athygli vegna hins háa dánarhlutfalls, sem þar er, meira en 300 manns á hverja milljón íbúa á sama tíma og hlutfallið hér á landi er 27 á hverja milljón.  

Sem sagt: Ellefufaldur munur.     P.S. Að kvöldi 21. maí er munurinn orðinn fimmtánfaldur. 

Fregnir hafa borist af því að ein ástæðan fyrir hinni háu tíðni meðal Svía sé sú, að mörgum af þeim, sem voru aldraðir eða með undirliggjandi sjúkdóma; eða hvort tveggja; hafi einfaldlega verið látnir deyja drottni sínum, einkumm á hjúkrunarheimilum. 

Í upphafi framkvæmdar "sænsku leiðarinnar" var það talið til kosta út af fyrir sig ef mikið yrði um smit og þar með andlát, því að þá myndu til dæmis Stokkhólmsbúar mynda hjarðónæmi, sem virkaði líkt og bóluefni. 

Nú hefur ný könnun á því máli varpað stórum efa á það að hjarðónæmi muni nást. 

Þar með beinist athyglin að því að styttra verði í það að bóluefni verði tilbúið en vonast var til, og má benda á upplýsingar á bloggsíðu Halldórs Jónssonar um góðan gang í starfi fyrirtækisins Moderna í því efni. 

Í þessum upplýsingum fyrirtækisins er greint frá gangi mála í fyrsta hluta starfsins, sem út af fyrir sig gæti orðið fyrirboði þess að nothæft bólefni finnist. 

En í seinni hluta yfirlýsingarinnar er samt sem áður eytt allmiklu máli í að lýsa ýmsum vafaatriðum og efasemdum, sem gætu komið upp og tafið vinnuna, og orð eins og "ef" og "kannski" kunni eiga eftir að verða oftar notuð en æskilegt væri. 

Þessi varfærni fyrirtækisins er skiljanleg í ljósi þess hve mörg óvissuatriði og rannsóknaratriði gætu komið upp, og að gott sé að hafa allan varann á varðandi þá ábyrgð, sem hvíli á lyfjafyrirtækjum og sérfræðilæknum og lyfjafræðingum. 

Moderna er í kapphlaupi við nokkur önnur fyrirtæki og veltur á miklu hverjar lyktir verða í því kapphlaupi. 

Þótt flugvélasmíði og lyfjaframleiðsla teljist kannski ekki beint hliðstæð fyrirbæri, má geta þess að síðustu tuttugu ár hefur mikið kapphlaup Airbus og Boeing orðið til þess, að síðarnefnda fyrirtækið flýtti sér einum um of, og sýpur nú seyðið af því. 

Hefði betur gætt betur að því að stytta sér ekki um of leið að settu marki.  

 


mbl.is Einungis 7,3% Stokkhólms myndað mótefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig geta kosningar beðið ósigur?

Viðeigandi er að óska Daða og félögum innilega til hamingju með þá einstöku velgengni, sem þeir hafa notið. 

Þessi pistill fjallar hins vegar um eitt af mörgum dæmum um það hvernig fyrirbæri, sem kalla má málleti af slæmri gerð; órökréttri orðanotkun, sem sífellt færist í aukana.  

Sögnin að sigra hefur hingað til haft eina rökrétta merkingu. Hún felur í sér lýsingu á úrslitum viðureignar, þar sem við eigast keppendur, tveir eða fleiri. 

Séu keppendur eða andstæðingar tveir, sigrar annar keppandanna hinn keppandann, sem beið ósigur. 

Sá, sem sigrar, er sigurvegari, en hinn keppandann, sem bíður lægri hlut eða ósigur, má kalla tapara. 

Séu keppendur fleiri en tveir er einnig hægt að tala um að sá, sem sigraði, sé sigurvegari. 

Einnig er hægt að tala um að annar keppandinn hafi orðið hlutskarpari, og ef keppendur eru fleiri en tveir, að hann hafi orðið hlutskarpastur. 

Það, að einn sigri, veldur því að keppinautur hans eða keppinautar, ef fleiri keppa, hafi beðið ósigur. Sigur og ósigur fylgjast að. 

Það er hins vegar órökrétt að keppnin eða kosningarnar bíði ósigur fyrir sigurvegaranum. 

Sé svo, hafa allar kosningar, styrjaldir eða átök frá upphafi vega beðið ósigur fyrir sigurvegurunum. 


mbl.is Daði vinsælastur í flestum löndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðfangsefni: Andrými.

Þetta, að því er virðist, einfalda fyrirbæri, andrými og andrúmsloft, virðist vera mál málan hvað snertir íverustaði fólks, þar sem takmarkað rými gerir það að vandleystu verkefni að flytja fólk með samgöngutækjum eða að þjóna því í takmörkuðum húsakynnum. 

Allir kannast við það fyrirbæri, að fólk, sem er kallað andfúlt, hefur áhrif á þá sem næstir því eru. 

Viðfangsefnið andrými er tæknilegs eðlis, og það hlýtur að vera hægt að leysa það á tækniöld á tæknilegan hátt.  


mbl.is SAS andæfir tómum miðsætum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband