30.5.2020 | 20:57
Aðeins 160 kílómetra flugdrægni, en samt mikilvægur áfangi.
Þótt stærsta rafknúna flugvél heims hafi farið í 160 kílómetra langa flugferð og boðið upp á tíu farþegasæti, er það víðsfjarri því að vera nóg til að umbylta strax flugsamgöngum.
Aðeins 5% allra flugferða í farþegaflugi eru 160 kílómetrar eða styttri, sem þýðir, að vélin kemst að vísui til Vestmannaeyja í einum áfanga en ekki lengra en til Víkur í Mýrdal og dregur ekki til Blönuduóss.
Og hin skamma drægni gerir að verkum að flug í hærri hæðum er ekki inni í myndinni.
En þetta er aðeins upphaf á löngu framfaraferli framundan, þar sem skoðaðir verða möguleka á flugi tvinn-flugvéla með lengri drægni og afköstum.
Þetta er hljóðlaust og mengunarlaust flug og viðhald rafhreyflanna kostar brot af viðhaldi annarra hreyflagerða, auk þess sem orkukosstnaðurinn er aðeins 5 prósent af orkukostnaði í þotuflugi.
Rafgeymarnir, endurnýjun þeirra í lok notkunartímans, að ekki sé talað um þann mikla ókost þeirra að vera níðþungir og jafnþungir frá upphafi flugs til lendingar, verður langstærsta hindrunin í vegi fyrir millilandaflugi og flugi yfir höf.
Eldsneyti hefur nefnilega þann kost fram yfir raforku, að orkuforði eldsneytis í upphafi flugs er margfalt léttari í lok flugs en í upphafi flugs; eldsneytið hefur brunnið á leiðinni.
Cessna Caravan sem varð fyrir valinu sem fyrsta bitastæða rafflugvélinm er þrautreynd flugvél og hefði getað nýst afar vel í innanlandsflugi hér á landi, eins og sköpuð fyrir íslenskar aðstæður og með yfirburða hagkvæmni.
En þröngsýni réði því að af því varð aldrei.
![]() |
Jómfrúarferð stærstu rafmagnsflugvélarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.5.2020 | 13:55
Faraldurinn hófst upphaflega á tveimur fyrstu smitunum.
COVID-19 faraldurinn hófst upphaflega fyrr í vetur á tveimur fyrstu smitunum. Það sýndist ekki mikið þá, en Íslendingar voru samt vel viðbúnir eftir að sóttvarnarlæknir og lið hans hafði unnið störf sína frá því tveimur mánuðum fyrr í samræmi við það að um þann heimsfaraldur væri að ræða, sem síðar varð raunin.
Óg árangurinn hefur blasað við, en forseti Bandaríkjanna trúði því hins vegar að veikin væri ekki og yrði ekki til í Bandaríkjunum og þrástagaðist á því dögum og vikum saman.
Yfirmaður í Bandaríkjaher hefur hins vegar lýst því yfir, að baráttan við COVID-19 faraldurinn jafngildi stríði, sem Bandaríkjaher heyi og ljúki ekki fyrr en ekkert smit finnist.
Ef smit fara að færast aftur í aukana hér, er reynslan af bylgjunni í vetur vonandi dýrmæt til að hafa stjórn á atburðarásinni á leiðinni til eðlilegs þjóðlífs.
![]() |
Eitt nýtt smit virk smit nú tvö |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2020 | 02:01
Eyjafjallajökull tók sér áratug. Hvað um Öræfajökul og Eldvörp?
Skömmu fyrir síðustu aldamót fór í gang svipað fyrirbæri og hefur verið við fjallið Þorbjörn á þessu ári. Hægfara kvikuinnskot, landris, gerð almannavarnaáætlana og kynningarfundir með íbúum komust á dagskrá. Gerðist með mislöngum hléum, en heildarmyndin sýndi útþenslu í fjallinu.
Rúmum áratug síðar braust út gos á Fimmvörðuháls, sem stóð frekr stutt, en síðan hófst hið heimsfræga gos í toppgíg fjallsins, sem truflaði millilandaflug á heimsvísu.
Nú hefur Öræfajökull byrjað í rólegheitum á einhverju svipuðu, en enginn veit hvort eða hve lengi fjallið muni taka sér tíma í að gjósa.
Svipuð fyrirbæri í gangi, almannavarnaáætlanir og fundir, vel fylgst með.
Og við Þorbjörn hefur nú bæst við svæði með skjálftum, kvikuinnskotum og tilheyrandi almannavarnaáætlunum, fundum og mælingum.
Hvað gerist þar og hve lengi mun aðdragandinn standa? Mun gjósa til hliðar við fjallið, í hrauninu nálægt Eldvörpum, líkt og gerðist á Fimmvörðuhálsi?
Reykjanesskagi er búið að vera óskrifað blað í margar aldir og engar heimildir til um aðdraganda eldgosanna þar fyrir um sex öldum og enn fyrr en þar.
![]() |
Land mögulega að rísa við Þorbjörn að nýju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)