Eyjafjallajökull tók sér áratug. Hvað um Öræfajökul og Eldvörp?

Skömmu fyrir síðustu aldamót fór í gang svipað fyrirbæri og hefur verið við fjallið Þorbjörn á þessu ári. Hægfara kvikuinnskot, landris, gerð almannavarnaáætlana og kynningarfundir með íbúum komust á dagskrá. Gerðist með mislöngum hléum, en heildarmyndin sýndi útþenslu í fjallinu. 

Rúmum áratug síðar braust út gos á Fimmvörðuháls, sem stóð frekr stutt, en síðan hófst hið heimsfræga gos í toppgíg fjallsins, sem truflaði millilandaflug á heimsvísu. 

Nú hefur Öræfajökull byrjað í rólegheitum á einhverju svipuðu, en enginn veit hvort eða hve lengi fjallið muni taka sér tíma í að gjósa. 

Svipuð fyrirbæri í gangi, almannavarnaáætlanir og fundir, vel fylgst með. 

Og við Þorbjörn hefur nú bæst við svæði með skjálftum, kvikuinnskotum og tilheyrandi almannavarnaáætlunum, fundum og mælingum. 

Hvað gerist þar og hve lengi mun aðdragandinn standa?  Mun gjósa til hliðar við fjallið, í hrauninu nálægt Eldvörpum, líkt og gerðist á Fimmvörðuhálsi?

Reykjanesskagi er búið að vera óskrifað blað í margar aldir og engar heimildir til um aðdraganda eldgosanna þar fyrir um sex öldum og enn fyrr en þar. 

 


mbl.is Land mögulega að rísa við Þorbjörn að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta land er ríkt af eldfjöllum og spámönnum. Eldfjöllin gjósa nokkuð oft en spámennirnir spá sjaldan rétt.

Vagn (IP-tala skráð) 30.5.2020 kl. 04:29

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Skarplega athugað Ómar. Allt saman í samhengi.

Halldór Jónsson, 30.5.2020 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband