Risavaxinn "drápsgeitungur" á ferðinni í dag? Vonandi ekki.

Mjög óvenjulegt fyrirbæri á þessum tíma árs flaug afar nálægt mér í dag, þar sem ég var á ferð á léttbifhjóli mínu (oftast kölluð vespur hér á landi) í Borgartúninu á um 20 km hraða: Risastór geitungur! Geitungur, dráps-geitungur

Hann flaug vinstra megin fram úr mér á ská frá vinstri og yfir til hægri rétt við nefið á mér, en með lokaðan hjálm á höfði var engin hætta á að hann lenti framan í andlitinu á mér. 

En það munaði ekki miklu. Aðeins í seilingarfjarlægð. 

Í tengdri frétt á mbl.is er sagt frá risageitungum, sem geti komist á milli landa í skipum eða öðrum farartækjum, og eigi það til að drepa fólk. 

Séu þess vegna kallaðir "drápsgeitungar." Léttir við bekk og útidyr.

Í fréttinni er sagt að þessir geitungar komist frá heimkynnum sínum í Asíu til Ameríku og Evrópu í gámaflutningaskipum og eigi það til að valda miklum usla í býflugnabúum og gera þau að heimkynnum sínum. 

Og þeir éti einnig smærri geitunga með góðri lyst. 

Að öðru leyti hafa hinir fyrstu góðu maídagar á Hondunni verið yndislegir með hressandi útiveru í frískandi vorblænum og sólinni.  

Og njóta fjölhæfni svona farartækis og góðrar plássnýtingu. Stutt að fara til að setjast á bekk sleikja sólskinið. 

Geitungarnir heita vespur á erlendu máli, og kannski hefur þessi vespa verið svona hrifin af minni vespu?

Vonandi er þessi óvænta stóra furðufluga, sem birtist á svona eftirminnilegan hátt í dag, íslenskur geitungur, sem hefur lifnað svona rækilega við í sólskini þessara fyrstu maídaga. 

Og skondin sú tilviljun að sjá frétt um drápsgeitunga á mbl.is þegar heim var komið.  


mbl.is Mönnum og býflugum stafar ógn af „drápsgeitungum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

COVID-19: Ein átakanlegasa útgáfan af sögunni "úlfur! Úlfur!"

Umfjöllun vandaðra fjölmiðla um COVID-19 veiruna sýnir átakananlega en einfalda mynd: Strax í desemberlok var þessi veira komin á kreik og byrjuð að dreifast um heiminn í takti við ferðir flugfarþega, sem eru alls 4000 milljónir á hverju ári. 

Í bandaríska sjónvarpsþættinum "60 mínútur" sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi, voru ítarleg, upplýsiandi og átakanleg viðtöl við það vísindafólk og kunnáttufólk, sem best gat vitað um þetta mál frá upphafi vega í krafti nýjustu tækni, sem hefur gert smitrakningar mögulegar allt niður í skipan flugfarþega í sæti hjá flugfélögunum. 

Aðrir fjölmiðlar hafa víða kafað ofan í málið og smám saman verður smitrakningarferlið og eðli málsins ljósara:  Það gátu liðið allt að tvær vikur frá smiti þar til sjúklingarnir fundu einhver einkenni, og til dæmis reyndist meirihluti 800 hermanna á bandarísku flugmóðurskipinu Roosevelt vera með smit þegar það var loks mælt! 

Allar aðvörunarbjöllur hersins hringdu. Aflýst var stærstu heræfingu NATO frá því í Kalda stríðinu.

Nýtt stríð var hafið við ósýnilegan óvin. Stórbrotin útgáfa af gömlu sögunni "Úlfur! Úlfur!, þar sem úlfurinn kemur, einmitt þegar andvaraleysið gagnvart honum er mest og verst.  

Talsmaður hersins í þættinum sagði: "Stríðinu við veiruna verður ekki lokið fyrr en enginn mælist með smit!"  

Mælingin á flugmóðurskipinu sýndi glögglega, hvaða firru var frá upphafi víða haldið fram, að fjöldi þekktra smita gæti rétta mynd af faraldrinum. Þvert á móti gátu alltof fáar sýnatökur, eins og fyrstu vikurnar í Bandaríkjunum og víðar, gefið alranga mynd, sem varð auðvitað til þess að alrangar aðgerðir eða öllu heldur aðgerðaleysi urðu niðurstaðan. 

Í upphafi var hægt að áætla það út frá tölvugögnum fyrirfram að New York myndi fara illa út úr faraldrinum með því að rekja það, hvert flugfarþegar frá Wuhan fóru. 

Viðbrögð Kínverja voru í fyrstu þau, að nýta alræðisvaldið í Peking til að fjarlægja myndir, myndatökumenn og aðra, sem reyndu árangurslitið að kalla "úlfur! Úlfur!"

Síðan, en alltof seint, sáu valdhafarnir, að þetta gekk ekki upp, og þá dugði ekkert minna en að reisa, til dæmis, heilan spítala frá grunni á tveimur dögum! Til að sýna mátt hins mikla stórveldis, sem einmitt var að sýna vanmátt og galla alræðiskerfis. 

Tölvutæknifyrirtækið bandaríska, sem rakti ferilinn frá upphafi með því að fá upplýsingar um ferðafélaga þeirra, sem voru á smitleið með veiruna um heiminn, sendu aðvaranir strax í janúar til einstakra ríkja, meðal annars einstakra ríkja í Bandaríkjunum. 

Þar í landi þráaðist forsetinn við vikum saman, við að gefa yfirlýsingar, þvert ofan í þessar aðvaranir og aðvaranir sinna nánustu ráðgjafa og sérfræðinga, með því að endurtaka í sífellu í beinum útsendingum og upptökum: "Við höfum algera stjórn á þessu! Það er engin veira í gangi. Hún er horfin!  Hafið engar áhyggjur!". 

Hann setti að vísu ferðabann á flugferðir frá Kína til Bandaríkjanna, en í þættinum 60 mínútum í gær afhjúpaðist þröngsýni hans varðandi það að lúskra á Kínverjum, sem væru að sögn Trumps síðar, að reyna að koma í veg fyrir endurkjör hans með því að hrinda af stað heimsfaraldri. 

Í 60 mínútum í nótt sást, að meginstraumur smita frá Wuhan hlaut samt að liggja til Bandaríkjanna, þótt það færi ekki alltaf beina leið. 

Eina ríkið, sem tók mark á aðvörununum þegar þeirra var mest þörf, var Kalifornía, sem setti strax á ferðabann og fleiri aðgerðir, sem gerðu því ríki kleyft að skera sig úr í hópi fjölmennustu ríkjanna í BNA með margfalt færri dauðsföll en ríki eins og New York. 

Margt fróðlegt kom fram í 60 mínútum í nótt. 

Tækni sem gerir það kleyft að sjálfvirk aðvörun fari í gang ef tveggja metra reglan er brotin. Hægt að fylgjast samstundis með ferðum hvers einasta farsíma heims. Stóri bróðir í framkvæmd, en því þó lofað, að alger persónuvernd sé í gildi, líkt og hjá Íslenskri erfðagreiningu hjá okkur. 

Til dæmis það sem flugfélagið Emirates hefur í hyggju, að taka sýni af flugfarþegum með aðferð, sem tekur aðeins tíu mínútur. 

Einnig það, sem Kanarnir hafa kunnað betur en nokkrir aðrir og var full ástæða fyrir Trump að hreykja sér af, að breyta á undraskömmum tíma einstæðri getu sinni til að framleiða bíla í milljónatali í það að framleiða hergögn, í þessu tilfelli öndunarvélar og annan búnað, sem er lífsnauðsynlegur fyrir heilbrigðisþjónustuna, eigi hún ekki að hrynja. 

Forsagan er glæsileg.  Á aðeins tveimur mánuðum, í desember og janúar 1941-42 var bílaverksmiðjum í BNA breytt í framleiðendur hergagna, svo sem flugvélar og skriðdreka. Í Willow Run streymdu B-24 sprengjuflugvélar þúsundum saman eftir færiböndunum. 

50 þúsund herflugvélar á ári!  Hitler dró dár að þessu í fyrstu sem fjarstæðu, en síðan viðurkenndi hann að að hann eða aðra hefði aldrei getað órað fyrir þessu, og þaðan af síður, að Sovétmenn gætu flutt hergagnaverksmiðjur sínar þúsund kílómetra leið austur fyrir Úrafjöll og framleitt 30 þúsund herflugvélar á ári og alls 84 þúsund stykki af besta skriðdreka stríðsins. 

Packard Merlin hreyflar skiptu til dæmis sköpum fyrir flugvélar eins og Mustang og Lancaster. 

Núna stendur til að framleiða 30 þúsund öndunarvélar í verksmiðjum GM og Ford þar sem áður runnu pallbílar af færiböndum.  

Ekki veitir af.  30 þúsund öndunarvélar vestra jafngilda um 30 hér á landi.

Mikið væri gott ef hægt væri að endursýna á góðum áhorfstíma hina stórgóðu þætti frá kunnáttufólkinu í 60 mínútum, og þá helst í beinni og ótruflaðri útsendingu.  

 

 

 

 


mbl.is Var veiran í Evrópu í desember?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband