Umferðin minni á norðurleiðinni en austurleiðinni, bílaraðir í Reykjavík.

Eftir skrepp í gær á vespulaga léttbifhjóli norður á Blönduós og til baka aftur í hinu ágætasta ferðaveðri, virðist umferðin áberandi minni á þeirri þjóðleið til og frá Reykjavík heldur en á leiðinni austur fyrir fjall.  DSC08898

Mikið er um umferð bíla með hjólhýsi á austurleiðinni, og á miðvikudaginn var, var umferðin ansi mikil á stofnbrautum í Reykjavík í allar áttir. 

Enn meiri umferð var innanborgar í rigningunni á föstudag, og langar bílaraðir víða, svo að minnti á umferðina fyrir COVID-19. 

Greinilegt að hinn daufi farsóttartími á útmánuðum hefur valdið því, að sinna þarf mörgum erindum, sem fórrust fyrir á þeim einstaka tíma.  

Líklega munar mestu um umferð í hina fjölmörgu sumarbústaði á Suðurlandi hvað varðar mikla umferð.  

Slangur var af umferð á vélhjólum á austurleiðinni, en minna um slíkt á norðurleiðinni.  DSC08887

Það munar auðvitað gríðarmiklu um hvarf erlendra ferðamanna af íslenskum vegum.  

Myndirnar hér á síðunni eru teknar í gær í Staðarskála og á Blönduósi. 

Það var gott að ferðast í gær og hitta marga kunningja, sem voru á faraldsfæti þrátt fyrir að enn sé þjóðin stödd í baráttu við faraldur, sem á eftir að hafa mikil áhrif hér næstu árin.  

Tilefni ferðarinnar var að vísu dapurlegt, jarðarför Sigurbjargar Hafsteinsdóttur sem bjó í Hvammi en kveður nú eftir langt ævistarf og markar ákveðin kynslóðaskipti í dalnum fagra. DSC08895

En alltaf er jafn gefandi að koma norður í sveitina sína og blanda geði við það góða fólk, sem þar býr. 


mbl.is Eldur við hliðina á Staðarskála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnir hve staðan er tæp.

Sá mikli vandi sem örfáir menn geta valdið varðandi COVID-19 sýnir, hve mikils er um vert að missa ekki tökin á því að hafa stjórn á ástandinu.  

Hugsanlega var það ágætt, úr því að það þurfti að verða, að innrásin tvöfalda með mesta hópsmiti og sóttkví í mánuð varð  að veruleika, að hún gerðist þetta snemma, því að nú er vonandi hægt að ná yfirvegaðri og styrkri stjórn á ástandinu og átta sig betur á þvi, hvað örfáir einstaklingar geta valdið miklum usla. 


mbl.is „Skipulögð glæpastarfsemi“: Annars hóps leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Renna Biden og Trump fyrir forseta?

Íslenskan hefur boðið upp á alls konar möguleika til að túlka tímaskort og það fyrirbæri að falla á tíma. 

En engin takmörk virðast vera fyrir því troða inn enskum hugsanahætti og enskri orðaröð í stað hins íslenska. 

Fyrirsögnin "Chelse að renna út á tíma" er eitt af ótald dæmum um slíkt.

Orðanotkunin er hrá og bein þýðing á ensku setningunni "running out of time" sem er á góðri leið með að útrýma allri þeirri orðanotkun, sem hingað til hefur dugað Íslendingum vel um skort á tíma. 

Stundum virðist hin enskættaða orðanotkun asnaleg í byrjun, en með síbyljunni vinnur hún smám saman sess. 

Næsta skref gæti orðið að segja að þeir Joe Biden og Donald Trump séu að renna fyrir forseta, þ.e. nota hráa þýðingu á "running for president." 

Þýðiningin á "running out of time" minnir á gömlu grínþýðinguna úr íslensku yfir á ensku "hot river this book?", sem vanhugsuð þýðing á íslensku setningunni "hver á þessa bók?" 

Hráum þýðingum fer sífjölgandi eins og sést á því að í tengdri frétt um knattspyrnufélagið sem rennur hvað hraðast út á tíma, er orðið klásúla eingöngu notað um ákvæði  ráðningarsamningi félagsins, sem fjallað er um í fréttinni.

Íslenska orðið ákvæði hefur hingað til verið fullboðlegt, enda á það við eitthvað sem kveðið er á um í samningum eða lögum.  

 


mbl.is Chelsea að renna út á tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamalkunnugt álitamál og byltingarkennd kenning.

Í þeim umbrotum og Skeiðarárhlaupum, sem urðu á fyrri hluta síðustu aldar, urðu til tvær skýringar á þessum atburðum í Grímsvötnum, svo sem árin 1934 og 1937. 

Annars vegar að eldgos undir ísnum hleypti af stað hlaupum úr Grímsvötnum niður Skeiðará, eða öfugt, að farglétting fullra Grímsvatna, sem brytist út um útfallið við austanvert Grímsfjall, hefði þau áhrif á kviku undir vötnunum, að þrýsingsminnkunin framkalla'ði eldgos. 

Kenningin um að fargminnkun íss ofan á eldstöðinni gæti framkallað eldgos þótti afar nýstárleg þegar hún kom fram og umdeilanleg, en smám saman vann hún á var síðar útvíkkuð út í það að þegar ísaldarjökullinn hvarf fyrir 11 þúsund árum hafi eldgosavirkni á jöiulsæðinu orðið allt að 30 sinnum meiri á tímabili en áður. 

Og nú velta vísindmenn vöngum yfir því hvað gerist ef og þegar núverandi jöklar hverfa. 

Öllum mælingum á þessu umbrotasvæði hefur farið svo mikið fram, að núna vefst orsakasamhengið síður fyrir vísindamönnum en áður. 


mbl.is Eldgos brjótist út í lok jökulhlaups
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband