Hvað um Bjarna Ben eldri, Gunnar Thor og Óla Jó? Hvað um A-Þýskaland?

Sú var tíð að prófessorarnir Bjarni Benediktsson, Gunnar Thoroddsen og Ólafur Jóhannesson þóttu fullgildir til vinna faglega að fræðigrein sinni með ritgerðum, álitsgerðum og jafnvell fræðibókum, þótt allir tækju á ítrasta hátt þátt í íslenskum stjórnmálum, yrðu allir forsætisráðherrar á vegum flokka sinna og Bjarni og Ólafur yrðu formenn stærstu stjórnmálaflokka landsins. 

Allir kenndu við Háskóla Íslands og lengi vel voru bækur Ólafs um stjórnskipunar- og stjórnarfarsrétt kennsluefni í lagadeild, enda aldrei efast um né fundið að efni hennar. 

Allir þáðu þeir laun úr ríkissjóði fyrir störf sín á sviði sérgreina sinna, enda vönduðu allir til málatilbúnaðar síns og skildu rækilega á milli faglegra fræðistarfa og þátttöku í stjórnmálum. 

Þótt allir tækju laun úr ríkissjóði datt engum fjármálaráðherra þessara áratuga í hug að svipta þá þessum fræðistörfum á þeim forsendum að refsa yrði þeim fyrir að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt til skoðana- og tjáningarfrelsis, svo framarlega sem framlag þeirra til faglegrar umfjöllunar á sérsviði þeirra væri óhlutdrægt.  

En nú eru aðrir tímar. Tímarit, sem sjálft skilgreinir sig sem grundvöll faglegra hagfræðilegra skoðanaskipta, er skikkað til að hlíta stjórnmálalegu boðvaldi pólitísks ráðherra á þeim forsendum, að hans ráðuneyti styðji starfsemi hins faglega blaðs. 

Og; þá kemur í hugann land í Austur-Evrópu, sem á dögum Bjarna eldri, Gunnars Thor og Óla Jó var undir járnhæl Sovétríkjanna og kommúnista, þ, e, Austur-Þýskaland. 

Þar var við lýði alræðiskomulag, sem í krafti þess að ríkið borgaði laun fyrir hvers kyns fræðastörf, var beitt kúgun til að berja niður allar gagnrýnisraddir.  

Og notuð voru svipuð rök og nú eru komin upp á borðið hér heima, að ef nokkur fræðimaður lét í ljós skoðanir, sem voru ekki í samræmi við skoðun stjórnvalda, var hinn sami fræðimaður útilokaður frá hvers kyns störfum á sínum vettvangi og hrakinn yfir í útskúfun og sultarkjör, af því að hann fékk hvergi neitt að gera. 

Sem betur fer hefur svona alræði einnar valdskenningar aldrei kominst á hér á landi. En aðferðin getur dúkkað víða upp engu að síður.  


mbl.is „Algjört frumhlaup“ að bjóða Þorvaldi starfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hvernig fannst þér Landmannalaugar?" "Hræðilegar; alltof margt fólk."

Þetta voru nokkurn veginn orðaskiptin í sjónvarpsþætti í kvöld um útlending, sem hefur ferðast fótgangandi og berfættur um Ísland. 

Hann rómaði víðernin á hálendinu en þegar hann var spurður um Landmannalaugar, kvað við annan tón. 

"Alltof margt fólk; mikil vonbrigði." 

Okkur Íslendingum virðist það erfitt að skilja það, eftir hverju útlendingar sækjast hér á landi og búið er að auglýsa erlendis. 

Gott dæmi voru ummæli á ráðstefnu um gildi hálendisins hér um árið, þegar maður einn við aldur reis upp í salnum og sagði: "Ég sit ekki lengur hér undir einhverju kjaftæði um auðnir, hraun og eldfjöll á hálendinu. 

"Ég er búinn að eiga heima á Austurlandi í meira en hálfa öld og veit, hvað við eigum að nota til þess að lokka til okkar erlenda ferðamenn. Það er Hallormsstaðaskógur!!"

Með þeim orðum rauk hann á dyr, sannfærður um það að fólk, sem byggi skógi vaxin lönd erlendis myndi flykkjast til Íslands til að skoða Hallormsstaðaskóg. 

Í ummælum um myndir á facebook af Teigsskógssvæðinu á facebook má lesa þau orð, að mikið verði það nú mikil framför að geta þeyst á 90 kílómetra hraða eftir beinni, breiðri og hábyggðri hraðbraut eftir endilangri ströndinni þegar búið verði að mylja hana undir hið glæsilega mannvirki. 

Félag um framfarir setti fyrir nokkrum árum stórskipahöfn í Loðmundarfirði með uppbyggðri hraðbraut þaðan beint strik eftir endilöngu miðhálendinu til Reykjavíkur sem takmark, sem keppa þurfi að. 

Síðan hafa komið fram enn stórbrotnari hugmyndir um svipaða stórskipahöfn í Finnafirði, sem keppi við Bremerhaven um stórskipaflutninga á olíuauðnum, sem dælt verði í stríðum straumum upp úr botni Norðurhafa.  

 

 


mbl.is Leitaði uppi fegurðina eftir veikindi sonarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband