Enn ferðast Guðmundur um og vígir.

Það var ánægjuleg stund, sem boðið var upp á síðdegis í dag þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra undirritaði friðlýsingu Búrfellsgjár og næsta nágrennis. DSC08998

Úr þessu litla, en afar merka eldfjalli rann mikið hraun um magnaða hrauntröð fyrir um 8000 árum og linnti ekki látum fyrr en komið var ofan í Skerjafjörð þar sem sá hluti hraunsins heitir Gálgahraun.  

Myndirnar hér á síðunni voru teknar við þetta tækifæri. 

Leitun er að bæjarfélagi á borð við Garðabæ, þar sem jafn stór hluti byggilegs svæðis hefur verið friðlýst. 

Viðstaddir fóru í göngu frá Heiðmerkurvegi að eldstöðinni og á þeirri göngu mátti heyra og sjá margt merkilegt og skemmtilegt.DSC09003 

Eitt af því var þegar einn göngumanna minnti á það hvernig Guðmundur biskup hinn góði á Hólum ferðaðist um og vígði merka staði, svo sem Drangey.  

Nú tíðkuðust athafnir, sem væru að mörgu leyti hliðstæðar, að friðlýsa merk náttúruverðmæti, og enn héti sá Guðmundur, sem ferðaðist um til þeirra verka. 

DSC09011


Sýnir áhrif drepsóttarinnar.

Stövðun kísilversins á Bakka er dæmi um, að áhrifin af COVID-19 eru bara að byrja að koma í ljós. Þeirra gætti að sjálfsögðu fyrst hjá ferðaþjónustunni í heiminum, en stöðvun hennar stöðvaði næstum milljón flugvélar, og áhrifin af þeirr stöðvun breiðast síðan víðar út. 

Hliðstætt á við ótal atriði, og það er ljóst, að þetta er bara byrjunin. 

Það munu líða mörg ár þar til öll kurl eru komin til grafar og kannski verður veröldin aldrei alveg hin sama á ný. 


mbl.is Framleiðslan stöðvuð og starfsfólki sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband