Bandarísk útgáfa af silfri Egils.

Sagan af þeirri hugmynd Egils Skallagrímssonar að dreifa silfri sínu yfir Alþingi á Þingvöllum, og "myndi þá þingheimur berjast,", honum til mikillar skemmtunar;  hefur löngum verið ein þekkasta "hvað, ef-" sagan af svona tagi í heimsbókmenntunum.

Sagan sýnir áhuga og álit fornkappans á mannlegu eðli, og hin bandaríska útgafa af hugmynd í stíl silfurs Egils, milljóndala fjársjóðskistan í Klettafjöllunum í Norður-Ameríku, hefur raunar sannast í gegnum aldirnar á mörgum stöðum í vestanverðu víðerninu, þar sem rústir eru enn af heilu draugabæjunum og þorpunum, sem risu þegar gullæði af ýmsu tagi rann á þúsundir manna, er þeir flykktust á ímyndaðar eða raunverulegar slóðir mikilla auðæfa í jörðu.  

Egill reiknaði með mannfalli og fjðlda særðra manna í sinni hugsýn, og hinn bandaríski Egill, sem greint er frá í tengdri frétt á mbl.is,  hefði kannski átt að lesa Eglu, áður en hann varð til þess, að vísu óbeint, að fjórir menn létu lífið í misheppnaðri leit að auðæfunum í fjöllunum. 


mbl.is Fann milljón dala fjársjóðskistu á fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snillingamiðstöðin í Banff.

Á ferðalagi forseta Íslands í kanadíska þjóðgarðinn Banff í Klettafjöllunum um síðustu aldamót gafst færi á að skoða sérstaka miðstöð þar, sem var í einu og öllu útbúin með það í huga að lokka þangað skapandi og öfluga listamenn og aðra snillinga á þeim forsendum, að allt umhverfi þeirra væri miðað við það að þarna gætu þeir fengið bestu hugsanlegu aðstæður til þess að sinna krefjandi og skapandi verkefnum sínum.  

Þarna var stórt svæði sérstaklega skipulagt sem eins konar þorp dvalarstaða og bústaða, þar sem frumkvöðlarnir og listafólkið átti aðgang að allri nauðsynlegri þjónustu, svo sem mat og aðstöðu til líkamsræktar og örvandi útivistar og sýningarsala og tónlistarsala í hæsta gæðaflokki. 

Einkum var einn tónleikasalurinn magnaður, þar sem horft var út um risaglugga á háum gafli salarins til ægifagurs fjallalandslags þessa Klettafjallaþjóðgarðs, sem fóstraði þennan dýrlega stað. 

Einn liður í örvun sköpunar og aleflingar andans fólst í þeim  möguleika að hafa samband við annað listafólk og fá þannig fram flæði gagnkvæmrar hugmyndaauðgunar, svo sem með samvinnu tónskálda og ljóðskálda. 

Enn hefur ekkert líkt þessu komið fram hér á landi, en á tíma faraldurs er ferðamannaaðstaða af ofangreindu tagi tilvalin hér á landi einstæðrar náttúru. 


mbl.is Gætum opnað landið fyrir snillingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband