Hvað segja kuldatrúarmenn nú?

Sífellt má sjá á netmiðlum hvernig kuldatrúarmenn koma fram með alls konar fullyrðingar, sem eiga að sanna að tal um hlýnun andrúmslofts á jörðinni sem heild sé bara "rugl úr 40 þúsund fávitum í París."  

Nýjasta sönnunin var gripin upp í síðustu viku, og byggðist á því að hiti í júlí síðatliðnum í Reykjavík hafi verið einn af þremur köldustu júlímánuðum á þessari öld. 

Það er afar grunnt ályktað, svo ekki sé meira sagt, því að einhver af júlímánuðum á hlýjasta 20 ára tímabilinu í sögu mælinga, hlaut að vera svalari en aðrir; í þessu tilfelli þrír.   

Þessi aðferð minnir á þingmanninn á Bandaríkjaþingi,sem kom í ræðustól að vetri til og hendi snjóbolta inn á gólfið með þeim orðum að þarna sæu menn að veðurfar færi kólnandi. 

Kuldatrúarmennirnir taka á svipaðan hátt Reykjavík ekki aðeins sem dæmi um landið allt heldur sem sönnun fyrir allan hnöttinn. 

Nú vill svo til, að það stendur yfir mesta og hlýjasta hlýindatímabil í sögu Síberíu, sem er 130 sinnum stærra land en Ísland. 

Og í augnablikinu er hitabylgja á Austurlandi með methita.  

Auðvitað er fáfengilegt að nota annað viðmið en meðalhitann á allri jörðinni en ekki hitann í  einstökum snjóboltum, héruðum eða löndum þegar verið er að finna út, hvað lofthjópur jarðar er heitur. 


mbl.is 25 stiga hiti á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert minna en stórfrétt ef vel tekst til.

Það er ekkert minna en stórfrétt ef á næsta leiti kunni að vera "byltingarkennt Alzheimerslyf.

Ef rétt er, að í landinu séu um 3-4 þúsund sjúklingar, sem þjást af þessu skæða fyrirbæri, sem sviptir sjúklingana smám saman persónuleika sínum, þá sést umfangið þegar borið er saman við þær tölur, sem eru á sveimi varðandi COVID-19. 

Ef lyfið hefur þau áhrif, sem vonast er til, kallar það á aukna viðleitni til þess að greina einkenni sjúkdómsins sem fyrst, því að á byrjunarstigi munar svo mikið um að gripið sé til lyfsins sem fyrst. 

Það mun hins vegar kalla á eflingu aðgerða til þess að greina hann sem allra fyrst. 


mbl.is Byltingarkennt Alzheimerslyf fær flýtimeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tollastríð við Ameríkuríki "to make America great again."

Forysturíki frelsis í heiminum verður að launum að vera mest og best allra undir kjörorðinu "make America great again." "Gerum Ameríku volduga á ný." 

Það hefur verið stefna núverandi forseta, en fyrir utanaðkomandi verða þeir að líta á hugtakið Ameríku sömu augum og forsetinn. 

Í viðleitninni til þess að uppfylla þetta markmið verður nefnilega að hafa í huga, að vegna þess að Bandaríkin eru tífalt fjölmennari er þetta Ameríkuríki, sem á löng landamæri að Bandaríkjunum, er ekki þess vert að falla í mæltu máli innan hugstaksins Ameríku. 

Í ljós hefur komið, að allir hafa leikið Ameríku grátt og eina leiðin til að efla frelsi í gegnum hina einu sönnu Ameríkumenn er að efna til tollastríðs við sem flesta, þeirra á meðal Ameríkuríkin tvö, Mexíkó og Kanada, sem eiga hin löngu landamæri að Bandaríkjunum. 

Aukið tollastríð við Kanada er rökrétt framhald af tollastríði á flugvélamarkaðnum, sem efnt var til á kjörtímabilinu, þar sem Kanadamönnum var refsað fyrir að framleiða betri farþegaþotur af stærðinni í kringum hundrað farþega en Bandaríkjamenn. 

Refsingin fólst í því með að setja á meira en 200 prósenta toll, sem í reynd samsvarar innflutningsbanni.

Nú er röðin komin að álinu, að vísu með tuttugu sinnum lægri tollur til að byrja með. 

Til þess að gera Ameríku volduga á ný og efna kosningaloforðin áður en kjörtímabilinu lýkur, verður að taka í lurginn á hinu varasama og slóttuga nágrannaríki, sem ógnar Ameríku úr norðri.   


mbl.is Stefnir í tollastríð milli Bandaríkjanna og Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband