Hvað segja kuldatrúarmenn nú?

Sífellt má sjá á netmiðlum hvernig kuldatrúarmenn koma fram með alls konar fullyrðingar, sem eiga að sanna að tal um hlýnun andrúmslofts á jörðinni sem heild sé bara "rugl úr 40 þúsund fávitum í París."  

Nýjasta sönnunin var gripin upp í síðustu viku, og byggðist á því að hiti í júlí síðatliðnum í Reykjavík hafi verið einn af þremur köldustu júlímánuðum á þessari öld. 

Það er afar grunnt ályktað, svo ekki sé meira sagt, því að einhver af júlímánuðum á hlýjasta 20 ára tímabilinu í sögu mælinga, hlaut að vera svalari en aðrir; í þessu tilfelli þrír.   

Þessi aðferð minnir á þingmanninn á Bandaríkjaþingi,sem kom í ræðustól að vetri til og hendi snjóbolta inn á gólfið með þeim orðum að þarna sæu menn að veðurfar færi kólnandi. 

Kuldatrúarmennirnir taka á svipaðan hátt Reykjavík ekki aðeins sem dæmi um landið allt heldur sem sönnun fyrir allan hnöttinn. 

Nú vill svo til, að það stendur yfir mesta og hlýjasta hlýindatímabil í sögu Síberíu, sem er 130 sinnum stærra land en Ísland. 

Og í augnablikinu er hitabylgja á Austurlandi með methita.  

Auðvitað er fáfengilegt að nota annað viðmið en meðalhitann á allri jörðinni en ekki hitann í  einstökum snjóboltum, héruðum eða löndum þegar verið er að finna út, hvað lofthjópur jarðar er heitur. 


mbl.is 25 stiga hiti á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú, það finnst mér skynsamlegt, að nota meðalhitann.

Það hafa þeir gert í University of Alabama in Huntsville um árabil.

Júlímælingin bendir til 0,14˚C hlýnunar á áratug. Slöppum af.

https://www.nsstc.uah.edu/climate/

download July GTR 

Kv Elló

Elló (IP-tala skráð) 11.8.2020 kl. 17:25

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Mesti hiti á Íslandi sem mælst hefur síðan mælingar hófust er 30,5°C á Teigarhorni í Berufirði 22. júní 1939.

Mesti hiti á Egilsstaðaflugvelli 11.ágúst 2004 var 29,2 ˚C.


Í dag á Egilsstöðum 25 ˚C.


Það þarf ekki mikla starfræðikunnáttu til að sjá hversu kólnandi fer.

Benedikt V. Warén, 11.8.2020 kl. 17:36

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Eins og allir hljóta að sjá, þýðir ˚C. náttúrulega gráður á Celsíus.  Það alveg kýr skýrt.

Benedikt V. Warén, 11.8.2020 kl. 17:41

4 identicon

0,14 gráður Celsius per áratug . 

Elló

Elló (IP-tala skráð) 11.8.2020 kl. 17:49

5 identicon

Innbyggjar eru upp til hópa skelfilegir kjánar hvað varðar vísindi, þykjast vita allt betur. Veit ekki af hverju, en líklega lélegt menntakerfi frekar en pólitískur rétttrúnaður, Trumpismi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.8.2020 kl. 18:01

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Elló. 0,14 gráður per áratug jafngildir 1,4 gráðum á einni öld. Nú þegar er búið að hlýna á jörðinni um eina gráðu og með sömu hlýnun og þarna er nefnd yrði hlýnunin komin í 2,4 gráður við lok aldarinnar. Það er mikil hlýnun á jörðinni í heild þótt ýmsir hér landi myndu sjálfsagt kætast.

Emil Hannes Valgeirsson, 11.8.2020 kl. 18:40

7 identicon

Þegar tveir trúflokkar deila er báðum ljóst hve heimskir hinir eru og rök þeirra máttlaus. Gott að þeir skuli samt geta sammælst um að veður breytist. Verra að annar hópurinn telur sig breyta veðrinu meðan hinn efast um það.

Vagn (IP-tala skráð) 11.8.2020 kl. 20:27

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stóra atriðið, sem er samofið þessu viðfangsefni, er orkukreppan, sem sífjölgandi mannkyn stefnir inn í, því að það er óumdeilt, að jarðefnaeldsneyti, einkum olían, er ekki endurnýjanleg auðlind, og það á um fleiri auðlindir, sem beittar eru sívaxandi rányrkju. 

Meira að segja gufuaflsvirkjanirnar á Reykjanesskaganum sæta rányrkju og standast engar kröfur um sjálfbæra þróun. 

Ómar Ragnarsson, 11.8.2020 kl. 20:56

9 identicon

Það ríkir trúfrelsi á Íslandi. Menn fá að boða trú sína, svo framarlega sem hún skaðar engan.

Það skiptir engu máli hvort menn hér á landi trúa á hamfarahlýnun eða kólnun, þeir sem einhverju gætu um það ráðið munu aldrei hlusta á þá, við skulum því lofa þeim að lifa í sinni trú.

Auðvitað eigum við að kosta kapps um að fara sparlega með allar auðlindir jarðar og vernda umhverfi okkar eftir bestu getu, það er einfaldlega siðaðra manna háttur. En við verðum aldrei forystuþjóð í umhverfismálum og ef við ætlum að skuldbindan okkur þar á alþjóðavettvangi, upp á háar upphæðir, þá er það alveg út í hött.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 11.8.2020 kl. 21:27

10 identicon

" THE EARTH IS ACTUALLY COOLING," NASA says due to low sun activity: Record Plunge despite Rising Co2. The 0.8* C increase over 140 years is too small and within the range of natural variability to constitute human-made global warming.

Þar höfum við það. Eðlileg náttúruleg sveifla!

El lado positivo (IP-tala skráð) 11.8.2020 kl. 21:36

11 identicon

Ómar, sjáðu sóma þinn í því að fjarlægja vitleysur eins og frá þessum "El lado."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.8.2020 kl. 22:05

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þeir segja margt, eins og athugasemdafjöldinn sýnir. Og allt ákaflega skynsamlegt auðvitað.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.8.2020 kl. 23:11

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Fjörtíuþúsund fíflin frá París sögðu bara að hlýnunin væri af mannavöldum en ekki af áhrifum sólar.Þessvegna eru þeir fífl alveg burtséð frá einhverjum sveiflum í hitastigi.

Halldór Jónsson, 12.8.2020 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband