Loforðakapphlaup um bóluefni.

Kári Stefánsson telur ólíklegt að nothæft bóluefni gegn COVID-19 verði tilbúið fyrr en seint á á næsta ári. 

Þórólfur Guðnason segir, að við verðum að búa okkur undir að gera meira en að þreyja þorrann og góuna 2021, þetta verði langhlaup. 

Hvorugur þeirra á neitt undir því að gefa sem hagstæðust loforð. 

Erlendis stendur hins vegar ekki einasta yfir kapphlaup um það hver verði fyrstur að framleiða nothæft bóluefni, heldur ekki síður kaupphlaup hver geti auglýst hagstæðustu vonirnar þess efnis. 

Trump sagði í febrúar að veiran væri að hverfa en samt virðist ekkert lát á henni vestra enn sem komið er. 

Hann vill að sjálfsögðu fresta forsetakosningunum í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna; að sögn til að koma í veg fyrir stórfellt kosningasvindl. 

Fyrir síðustu kosningar gaf hann í skyn að hann myndi kæra úrslit þeirra kosninga, nema hann ynni sigur. 

Hann vann, og virðist ætla að nota sterkara afbrigði nú, ef hann vinnur ekki sigur. 

Hann lýsti því yfir í vor að Kínverjar hefðu búið kórónaveiruna til á tilraunastofu í þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir endurkjör hans. 

Öll stefnan í heimsfaraldursmálunum um þessar mundir snýst um mál málanna hjá honum, að verða áfram forseti.  Það gefur auga leið að þar með er það höfuðatriði að sigur á veirunni hafi unnist með bóluefni í tæka tíð. 

Allar þjóðir vilja þá Lilju kveða að verða fyrstar með þessa dýrmætu vöru. 

Miðað við þær upplýsingar, sem liggja fyrir um rússneska bóluefnið, vekur loforð Putins furðu. 

Trump verður væntanlega ekki skotaskuld úr því að fást við Harris, varaforsetaefni Bidens. 

Það sýndi hann í vor með beittri árás sinni á þrjár stjórnmálakonur vestra, sem voru honum ekki að skapi og voru af erlendum uppruna og frekar dökkar á hörund: 

"Hypjið ykkur til þeirra landa, sem þið komið frá!" 

 


mbl.is Bandaríkjastjórn býst við bóluefni í desember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unnið úr stöðu óvissu og málamiðlana. Nú er bara að arka að auðnu.

Sjaldan hefur farþegaflugið í heiminum staðið frammi fyrir annarri eins óvissu og nú. 

Þótt menn setji markið hátt, eru framtíðaráhrif COVID-19 óhjákvæmileg til frambúðar, ef veröldin stendur frammi fyrir nýju ástandi bakslaga og afturfarar til fyrri tíma drepsótta. 

Tveir einfaldar tölur í samningum Icelandair við Boeing; 6:4; sex MAX vélar eftir, 4 í burtu, lykta af málamiðlun og von um að hægt verði að fljúga þessum sex þotum af viðunandi öryggi og eftirsóknarverðri og lífsnauðsynlegri hagkvæmni, sem hreyflarnir nýju bjóða upp á. 

Tal um að skipta yfir í Airbus 320 neo var því miður óraunhæft, líkt og að reyna að skipta um hest í miðri á. 

Slík kaup hefðu kallað á dýra þjálfun flugliða og endurskipulagningu viðhalds. 

Og kaupin á MAX vélunum voru nauðsyn á sínun tímam, bæði af hagkvæmnisástæðum, en líka vegna þess að það var að koma tími á hinar eldri þotur, þótt góðar væru.

Samningarnir við Boeing hafa verið gerðir í tímakapphlaupi, sem var óhjákvæmilegt ef bjarga átti félaginu. Þeir eru bráðnauðsynlegur áfangi í þeirri baráttu.  

Nú er bara að arka að auðnu og vona að þetta erfiða og flókna dæmi gangi upp.  

 


mbl.is Icelandair hefur náð samkomulagi við Boeing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband