Unnið úr stöðu óvissu og málamiðlana. Nú er bara að arka að auðnu.

Sjaldan hefur farþegaflugið í heiminum staðið frammi fyrir annarri eins óvissu og nú. 

Þótt menn setji markið hátt, eru framtíðaráhrif COVID-19 óhjákvæmileg til frambúðar, ef veröldin stendur frammi fyrir nýju ástandi bakslaga og afturfarar til fyrri tíma drepsótta. 

Tveir einfaldar tölur í samningum Icelandair við Boeing; 6:4; sex MAX vélar eftir, 4 í burtu, lykta af málamiðlun og von um að hægt verði að fljúga þessum sex þotum af viðunandi öryggi og eftirsóknarverðri og lífsnauðsynlegri hagkvæmni, sem hreyflarnir nýju bjóða upp á. 

Tal um að skipta yfir í Airbus 320 neo var því miður óraunhæft, líkt og að reyna að skipta um hest í miðri á. 

Slík kaup hefðu kallað á dýra þjálfun flugliða og endurskipulagningu viðhalds. 

Og kaupin á MAX vélunum voru nauðsyn á sínun tímam, bæði af hagkvæmnisástæðum, en líka vegna þess að það var að koma tími á hinar eldri þotur, þótt góðar væru.

Samningarnir við Boeing hafa verið gerðir í tímakapphlaupi, sem var óhjákvæmilegt ef bjarga átti félaginu. Þeir eru bráðnauðsynlegur áfangi í þeirri baráttu.  

Nú er bara að arka að auðnu og vona að þetta erfiða og flókna dæmi gangi upp.  

 


mbl.is Icelandair hefur náð samkomulagi við Boeing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband