Stærsti jólasveinn heims í Norður-Noregi og pálmatré í vogum í stað Spánarferða.

"Margt er líkt með skyldum" segir máltækið, og þetta kemur oft upp í hugann þegar ferðast er um Noreg, einkum um vesturströndina og norður úr. 

Milli Tromsö og Alta nyrst í Noregi var hægt að velja um tvær leiðir, þefar síðuhafi var þar á ferð fyrir rúmum 20 árum.  

Önnur leiðin er beinni og styttri en hin, en farið í ferju yfir einn fjarðanna. 

Sú leið varð fyrir valinu af því að það er viss hvíld í því á því ógnarlanga ferðalagi, sem liggur um þetta langa land, að hvíla sig lítillega á akstri bílsins og fara hæfilega langa vegalengd á ferju. 

Þegar komið er að landi blasir við ferðafólkinu furðulegt mannvirki á hafnarbakkanum, tilsýndar eins og turn. 

Þegar nær kemur, sést hvað þetta er: "Stærsti jólasveinn í heimi" og það í meira en 20 stiga hita í júlí. 

Ætti kannski frekar að vera nefndur stærsti "júlísveinn" í heimi. 

Ó, hvað þetta er innilega íslenskt, samanber fyrirætlanirnar um krókódílagarð á Húsavík hér um árið og væntanlegu pálmatrén í Vogabyggðinni. 

Kannski hefðu þau átt að vera komin fyrr, svo að landinn gæti flykkst þangað til þess að bæta sér upp allar niðurfelldu ferðirnar til Spánar.. 

 


mbl.is Pálmatrén á Vörputorgi í raunhæfismat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin kyrrláta fegurð fær að njóta sín áfram um hríð.

Grímsvötn búa yfir svo stórbrotnum andstæðum, að það fer fram langt fram úr ímyndunaraflinu.1213195 

Síðan í gosinu 2011 hefur eldstöðin breyst úr gíg vestarlega undir Svíahnjúkum, fullan af vatni og umlukinn íshömrum að hálfu í þurran gíg með hringlaga stalli í miðjunni, þar sem þurrt yfirborðið þyrlaðist upp í hringlaga leirfok sem snerist um miðju gígsins líkt og lægð á veðurkorti. 

Síðan sótti mörg hundruð metra þykk íshella Vatnajökuls rólega að, og á mynd RAX, sem fylgir fréttinni um seinkun hlaups úr vötnunum á mbl.is virðist ísinn hafa unnið fullnaðarsigur við að fylla upp lægðina af frera og drekkja gígunum í honum. DSC00600

En það er ekki allt sem sýnist, því að undir ísnum kraumar en sjóðheitur jarðhiti, sem nýtur góðs af því, að undir vötnunum er öflugt kvikuhólf, sem er hluti af öðrum af tveimur stærstu möttulstrókum heims, en hinn er undir Havaieyjum í Kyrrahafi. 

Á myndunum, sem teknar voru í gær í flugi yfir Grímsvötnum og settar inn í bloggpistil í nótt, sést, hvernig heitt vatnið bræðir ísiinn og glóir íslaust eða með íshrafl á yfirborðinu. DSC00586

Og líklegt er talið að hringrásin gjóska-ís, sem áður var lýst stuttlega, snúist næsta hálfhring sinn á þessu ári. 

Þar með yrði hægt að segja að árið kæmist á svipaðan stall og árið 1918 þegar enn skæðari drepsótt en COVID-19 sótti landið heim á sama ári og Katla gaus svipuðu öskugosi og Grímsvötn gerðu 2011. DSC00585      


mbl.is Hlaup er ekki hafið í Grímsvötnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsileg og einstæð eldstöð á heimsvísu.

Það var ekki amalegt að fljúga austur yfir Vatnajökul síðdegis og skoða það sem fyrir augun bar í afar björt veðri. Svíahnjúkar, eins og fjallsraninn við suðurmörk vatnanna er stundum kallaður, nær í meira en 1700 metra hæð og því sækir jökullinn  sífellt á eldstöðina. 

En slíkur er hitinn undir þykkri íshellunni, að á nokkrum stöðúm nær jarðhitinn að bræða sig í gegn svo að það glampar á vatnið niðri í hinum sjóheitu og um leið ísköldu iðrum! 

DSC00600

Í ferðinni mátti sé vel, hvers megnugur hinn mikli átta þúsund ferkílómetra íssskjöldur og freraflykki Vatnajökull er oft á tíðum við að búa til alveg sérstakt veðurkerfi fyrir sig. 

Bæði fyrir norðan jökulinn og sunnan ríkti bálhvass vestlægur vindur með sandfoki á sama tíma og inni á jöklinum var miklu hægari vindur og skjannabjart. 

Her er flogið úr austri í att til Grímsvatna og sést vel af hverju Grímsvötn heita sínu nafni.DSC00585

Því að meðfram Grímsfjalli við útfallið úr vötnunum, sást í gegnum jökulinn niður á vatn á nokkrum stöðum og var vatnið fagurblátt í austasta "íspottinum" en hins vegar gulleitara vestar. 

Á myndunum má sjá móta fyrir skálunum uppi á fjallinum, og í bakaleiðinni glampaði á þá í kvöldsólinni.  DSC00602

Stærðarhlutföllin sjást vel og gefa hugmynd um það kraftaverk, að Bryndís Brandsdóttir jarðfræðingur, skyldi lifa það af ásamt aðstoðarmanni sínum, að steypast á Toyota Hi-lux pallpíl fram af hengifluginu og fara í klessu við lendinguna, en samt lifa meiðslin af. DSC00586

Þegar gýs, gerist það vestar í vötnunum, og sjónarspilið í gosunum og enn meira,  magnaðra og fjöldbreytilegri atburðarás í myndun gíga og vatna eftir gosin, eiga sér enga hliðstæðu annars staðar í veröldinni.  

Nú verður raðað inn nokkrum myndum, sem voru teknar í Grímsvötnum í flugferðinni á vit ofvirkasta eldfjalls Íslands með 140 gos hið minnsta frá landnámi. 

Myndunum hér er raðað í þeirri röð, sem myndefnið birtist á flugi frá austri til vesturs í þeim hluta vatnanna, þar sem eldgos koma upp. DSC00587

Erfitt að velja á milli þess, sem fyrir ber á svona stað. 

Sjáið þið til dæmis hið risavaxna andlit í snjónum vinstra megin, sem hallar undir flatDSC00588t út á vinstri vanga á neðstu myndinni?DSC00606

DSC00608


mbl.is Hlaup líklega að hefjast í Grímsvötnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hertar kröfur byggjast nú á reynslunni.

Það gildir svipað með sóttvarnarkröfur og bóluefni, að nauðsynlegt er að byggja á reynslunni.  

Nú er búið að prófa bæði harðar kröfur hér á landi og að losa um kröfur, og í ljósi afleiðinganna af því síðarnefnda, verður augljóslega að herða þær aftur. 

En það er líka hagur í því að geta skoðað einstök atriði í báðum aðferðum og finna útfærslu, sem dugar betur í því ljósi. 


mbl.is Hagkvæmara að herða kröfur en losa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband