Brunniđ á viđ hálfa Danmörku eđa fjórđung Íslands.

Fróđlegt er ađ heyra og sjá stađreyndir varđandi eldana miklu, sem nú hafa leitt eyđileggingu yfir um 18 ţúsund ferkílómetra lands á Vesturströnd Bandaríkjanna, en ţađ samsvarar fjórđungi Íslands eđa svćđi frá sjó upp ađ línu sem lćgi um Hítará, Holtavörđuheiđi, Langjökul, Hofsjökul og ţađan í Mýrdalsjökul. 

Eđa hálfri Danmörk.

Fróđlegt var ađ heyra okkar helsta sérfrćđing í loftslagsmálum rekja í fréttaviđtali, hvernig vaxandi eldum á ţessum slóđum međ nýrri og nýrri metúbreiđslu hefur veriđ spáđ í mörg ár, svo ađ ţetta fordćmalausa ástand kemur ţeim ekki á óvart.

En áfram halda efasemdarmenn um loftslagsbreytingar ađ halda hinu gagnstćđa fram, ađ öll hitametin, mćlingarnar og myndirnar séu falsanir vísindasamfélags sem ţurfi ađ taka í lurginn á međ ţví ađ reka alla og ráđa nýja "alvöru" vísindamenn, sem komast ađ "réttum niđurstöđum." 

Ţegar Bandaríkjaforseti kom í heimsókn til Kaliforníu í fyrri meteldum til ađ kynna sér máliđ, kenndi hann aumingjadómi slökkviliđsins og lélegum brunavörnum í bođi demókrata um eldana, en spurning verđur hvort hann muni gera svipađ nú. 

Honum er ţó sjálfsagt alveg óhćtt, fylgismanna sinna vegna, ađ rifja upp fyrri ummćli sín, ţví ađ fylgismenn hans hér á landi og erlendis tala áfram í fjölda pistlum og greina um "40 ţúsund fífl í París" á loftslagsráđstefnunni 2015 og ţá lygi ađ jöklar minnki og loftslag fari hlýnandi á jörđinni sem heild eins og sjáist best á kuldunum hér á landi.  


mbl.is Yfir hálf milljón flýr eldana
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Byggingar Rómverja, Pentagon og fleiri byggingar: Mikilvćgi loftrćstingar.

Hermt er ađ Rómverjar hafi fyrstir áttađ sig á mikilvćgi ţess, ađ húsakynni mćttu ekki vera of breiđ. Margar erlendar stórbyggingar, bćđi frá fyrri öldum og síđari öldum, eru meö álmum, sem eru langar og mjóar.  Pentagon Washington

Í slíkum byggingum ţarf ekki endilega ađ hafa stór og flókin loftrćstikerfi til ţess ađ tryggja endurnýjun lofts.  

Eitt ţekktasta dćmiđ frá síđari tímum er Pentagon, bygging bandaríska varnarmálaráđuneytisins í Washington. 

Ţessi mikla bygging er byggđ upp sem fjórar langar og mjóar álmur, sem liggja í fimmhyrndum hring utan um hverja ađra, en á milli er utanhússrými.  

Ţetta var gert til ţess ađ tryggja, ađ sem minnst ţörf vćri fyrir sérstaka afldrifna loftrćstingu. 

Dćmi um íslenskt hús, ţar sem ţessi forna regla er víđsfjarri, er Útvarpshúsiđ.  

Ţađ hús sýnist neđan frá götunni vera fjórar hćđir, en ekki er allt međ felldu.Útvarpshúsiđ Efstaleiti 

Ţriđju hćđina vantar ađ mestu, en sú vöntun sést ekki neđan frá, og fyrir neđan 1. hćđ, sem er nokkurs konar jarđhćđ eđa kjallari, er auka kjallari sem var nauđsynlegur fyrir hiđ óhemju mikla loftrćstikerfi, sem ţarf til ađ dćla lofti um alla ţessa víđfeđmu byggingu. 

Húsiđ er ţví sex hćđir en akki fjórar eins og sýnist á međfylgjandi mynd. 

Slík kerfi eru oft söfnunarrými fyrir ryk og bakteríur sjúkdóma, svo sem hermannaveiki, dýr í rekstri og jafnvel bilanagjörn. 

Um ţađ efni á viđ spakmćli Henry Ford:  "Ţađ sem er ekki í bílnum bilar aldrei." 


mbl.is Léleg loftrćsting sökudólgurinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rafmagnađur orkusparnađur í gríđarlegri fjölbreytni.

Flóra samgöngutćkja, sem knúin eru rafmagni, er gríđarmikil.Léttfeti og Náttfari

Allt frá handhćgum, samanbrjótanlegum rafhlaupahjólum, sem eru tíu kíló ađ ţyngd og eyđa allt niđur í 0,15 krónum á ekinn kílómetra, rafreiđhjólum, sem eyđa 0,30 krónum á kílómetrann og tveggja sćta rafknúnum léttbifhjólum, sem eyđa 0,80 kr/km, ná 70 km/klst hrađa og geta náđ ađ komast allt ađ 130 kílómetra án ţess ađ fara í hleđslu. 

Ţetta samsvarar ţví ađ fara á slíku hjóli milli Akureyrar og Reykjavíkur međ minna en 400 króna orkukostnađi. 

Ţessar tölur, innan viđ króna á ekinn kílómetra, farartćki, sem eyđa meira en fimmtán sinnum minni orku en sparneytnustu eldsneytisknúnir bílar, eru sláandi, og ţessi orka er öll innlend og vistvćn mestan part.

OMinimo.rkueyđslutölurnar hér á undan hafa veriđ fundnar út í viđ íslenskar ađstćđur í fjölda rannsóknarferđa og tala sínu máli. 

Neđsta myndin á síđunni er tekin í einni slíkri ferđ austur fyrir fjall. 

Enn eiga sér stađ miklar framfarir á ţessu sviđi, bćđi hvađ varđar útskiptanlegar rafhlöđur og efniđ í rafhlöđunum sjálfum eins og áđur hefur veriđ rakiđ hér á síđunni. 

Mest spenandi eru tveggja manna rafbílar međ útskiptanlegar rafhlöđur og fjórđung af orkueyđslu sparneytnustu eldneytisbíla, svo sem SEAT Minimo hjá Volkswagen og Fiat Centivento. Léttfeti á Selfossi 5.9.2020 


mbl.is Yfir 1.100 rafskútur fyrir lok mánađarins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 11. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband