Brunnið á við hálfa Danmörku eða fjórðung Íslands.

Fróðlegt er að heyra og sjá staðreyndir varðandi eldana miklu, sem nú hafa leitt eyðileggingu yfir um 18 þúsund ferkílómetra lands á Vesturströnd Bandaríkjanna, en það samsvarar fjórðungi Íslands eða svæði frá sjó upp að línu sem lægi um Hítará, Holtavörðuheiði, Langjökul, Hofsjökul og þaðan í Mýrdalsjökul. 

Eða hálfri Danmörk.

Fróðlegt var að heyra okkar helsta sérfræðing í loftslagsmálum rekja í fréttaviðtali, hvernig vaxandi eldum á þessum slóðum með nýrri og nýrri metúbreiðslu hefur verið spáð í mörg ár, svo að þetta fordæmalausa ástand kemur þeim ekki á óvart.

En áfram halda efasemdarmenn um loftslagsbreytingar að halda hinu gagnstæða fram, að öll hitametin, mælingarnar og myndirnar séu falsanir vísindasamfélags sem þurfi að taka í lurginn á með því að reka alla og ráða nýja "alvöru" vísindamenn, sem komast að "réttum niðurstöðum." 

Þegar Bandaríkjaforseti kom í heimsókn til Kaliforníu í fyrri meteldum til að kynna sér málið, kenndi hann aumingjadómi slökkviliðsins og lélegum brunavörnum í boði demókrata um eldana, en spurning verður hvort hann muni gera svipað nú. 

Honum er þó sjálfsagt alveg óhætt, fylgismanna sinna vegna, að rifja upp fyrri ummæli sín, því að fylgismenn hans hér á landi og erlendis tala áfram í fjölda pistlum og greina um "40 þúsund fífl í París" á loftslagsráðstefnunni 2015 og þá lygi að jöklar minnki og loftslag fari hlýnandi á jörðinni sem heild eins og sjáist best á kuldunum hér á landi.  


mbl.is Yfir hálf milljón flýr eldana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggingar Rómverja, Pentagon og fleiri byggingar: Mikilvægi loftræstingar.

Hermt er að Rómverjar hafi fyrstir áttað sig á mikilvægi þess, að húsakynni mættu ekki vera of breið. Margar erlendar stórbyggingar, bæði frá fyrri öldum og síðari öldum, eru meö álmum, sem eru langar og mjóar.  Pentagon Washington

Í slíkum byggingum þarf ekki endilega að hafa stór og flókin loftræstikerfi til þess að tryggja endurnýjun lofts.  

Eitt þekktasta dæmið frá síðari tímum er Pentagon, bygging bandaríska varnarmálaráðuneytisins í Washington. 

Þessi mikla bygging er byggð upp sem fjórar langar og mjóar álmur, sem liggja í fimmhyrndum hring utan um hverja aðra, en á milli er utanhússrými.  

Þetta var gert til þess að tryggja, að sem minnst þörf væri fyrir sérstaka afldrifna loftræstingu. 

Dæmi um íslenskt hús, þar sem þessi forna regla er víðsfjarri, er Útvarpshúsið.  

Það hús sýnist neðan frá götunni vera fjórar hæðir, en ekki er allt með felldu.Útvarpshúsið Efstaleiti 

Þriðju hæðina vantar að mestu, en sú vöntun sést ekki neðan frá, og fyrir neðan 1. hæð, sem er nokkurs konar jarðhæð eða kjallari, er auka kjallari sem var nauðsynlegur fyrir hið óhemju mikla loftræstikerfi, sem þarf til að dæla lofti um alla þessa víðfeðmu byggingu. 

Húsið er því sex hæðir en akki fjórar eins og sýnist á meðfylgjandi mynd. 

Slík kerfi eru oft söfnunarrými fyrir ryk og bakteríur sjúkdóma, svo sem hermannaveiki, dýr í rekstri og jafnvel bilanagjörn. 

Um það efni á við spakmæli Henry Ford:  "Það sem er ekki í bílnum bilar aldrei." 


mbl.is Léleg loftræsting sökudólgurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafmagnaður orkusparnaður í gríðarlegri fjölbreytni.

Flóra samgöngutækja, sem knúin eru rafmagni, er gríðarmikil.Léttfeti og Náttfari

Allt frá handhægum, samanbrjótanlegum rafhlaupahjólum, sem eru tíu kíló að þyngd og eyða allt niður í 0,15 krónum á ekinn kílómetra, rafreiðhjólum, sem eyða 0,30 krónum á kílómetrann og tveggja sæta rafknúnum léttbifhjólum, sem eyða 0,80 kr/km, ná 70 km/klst hraða og geta náð að komast allt að 130 kílómetra án þess að fara í hleðslu. 

Þetta samsvarar því að fara á slíku hjóli milli Akureyrar og Reykjavíkur með minna en 400 króna orkukostnaði. 

Þessar tölur, innan við króna á ekinn kílómetra, farartæki, sem eyða meira en fimmtán sinnum minni orku en sparneytnustu eldsneytisknúnir bílar, eru sláandi, og þessi orka er öll innlend og vistvæn mestan part.

OMinimo.rkueyðslutölurnar hér á undan hafa verið fundnar út í við íslenskar aðstæður í fjölda rannsóknarferða og tala sínu máli. 

Neðsta myndin á síðunni er tekin í einni slíkri ferð austur fyrir fjall. 

Enn eiga sér stað miklar framfarir á þessu sviði, bæði hvað varðar útskiptanlegar rafhlöður og efnið í rafhlöðunum sjálfum eins og áður hefur verið rakið hér á síðunni. 

Mest spenandi eru tveggja manna rafbílar með útskiptanlegar rafhlöður og fjórðung af orkueyðslu sparneytnustu eldneytisbíla, svo sem SEAT Minimo hjá Volkswagen og Fiat Centivento. Léttfeti á Selfossi 5.9.2020 


mbl.is Yfir 1.100 rafskútur fyrir lok mánaðarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband