Einhver flugfélög hljóta samt að verða eftir?

Þegar horft er yfir nöfn þeirra flugfélaga, sem nú telja sig þurfa nýja aðstoð, þrátt fyrir að hafa fengið mikla aðstoð áður, sést, að líklega er ekkert flugfélag enn óhult gegn því að lenda í gjaldþroti. 

Ekki einu sinni stærstu flugfélögin sem eru mörg hver fljúgandi flaggskip sinna þjóða. 

Það þýðir þó varla að ekkert flugfélag verði uppistandandi í lokin, því að varla hrynur öll flugstarfsemi heimsins gersamlega til grunna eins og hún leggur sig. 

Einhver flugfélög hljóta að standa uppi í lokin. En hver?  Það er stóra spurningin. 

Fróðlegt og gagnlegt væri, ef einhver góður fjölmiðlamaður færi í það að rannasaka, hve mikið hlutverk hvert hinna stærstu flugfélaga leikur í efnahagslífi viðkomandi lands. 

Þá kæmi í ljós, hvort hagsmunir Íslendinga af rekstri íslensks flugfélags væru minni eða meiri en gengur og gerist hjá öðrum þjóðum. 

Og þá væri kannski betur hægt að átta sig á því, hve langt eigi að ganga í því að bjarga Icelandair.  


mbl.is „Framtíð þúsunda starfsmanna í húfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkurnar á lífi á öðrum hnöttum óendanlega miklar?

Fréttin um að mögulega sé lífverur að finna á Venusi og þar með líkindi fyrir miklu lífi þar fyrir milljörðum ára er ekkert annað en stórfrétt, ef rétt er. 

Í huga kemur hluti af ljóði, sem ber heitið "Er það? Eða hvað?" og undirtitilinn "Vangaveltur í óendanleikanum." 

 

"Ekkert er ekki til; það er alltaf  eitthvað

eða sitthvað. 

Allt er ekki allt; það er alltaf meira

eða fleira....

 

...Alheimurinn endar hvergi, 

með engin takmörk

né stað. 

Hann sjálfur er staðurinn, 

þar sem allt er, 

allir staðir; 

og allt á sér stað, 

eða hvað?

 

Samkvæmt þessari hugsun, eru ekki aðeins miklir möguleikar á því að líf sé til á öðrum hnöttum, heldur óendanlega miklir möguleikar. 

Það er heillandi tilhugsun. 


mbl.is Vísbendingar um líf á Venusi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistur frá vesturströnd Bandaríkjanna og frá Sahara óskylt hlýnun?

Fyrir tveimur árum fyllti sandmistur, komið frá Sahara, lofthjúpinn yfir Íslandi í mikilli hitabylgju, sem teygði sig norður eftir Evrópu allt til Íslands í marga daga. 

Sýnd voru tölvugerð kort í sjónvarpi af þessu. 

Núna gæti reykmistur frá vestströnd Bandaríkjanna færst yfir Ísland. 

Bandaríkjaforseti og fylgjendur hans, bæði hér á landi og erlendis, hafa afgreitt þetta seinna mistur svona: "Þetta er eingöngu að kenna vanrækslu á hreinsun og grisjun skóganna og lélegu slökkviliði og brunavörnum". 

Sumir hafa bætt því við að demókratar og öfgasamtök hafi kveikt eldana til þess að gera Trump grikk. 

Þessar ásakanir hafa gengið svo langt að jafnvel FBI hefur þurft að eyða í það heilmikilli fyrirhöfn að rannsaka þær og komist að þeirri niðurstöðu, að þær eigi við engin rök að styðjast og að stofnunin hafi orðið að vanrækja önnur verkefni af þessum sökum. 

Áður fyrr hafa þessir kuldatrúarmenn afgreitt hlýnun út af borðinu með því að fullyrða, að vísindasamfélagið eins og það leggur sig falsi mælingar og ljúgi til um veðurfar. 

Skoðum aðeins kenninguna um vanrækslu við hirðingu skóganna. 

Hér er um að ræða skógareldasvæði sem senn verður á stærð við þriðjung af Íslandi og næstum því alla Danmörku. Ekki fer af því neinum sögum að þessir víðlendu skógar hafi verið hirtir neitt betur fyrr á árum heldur en nú. 

Meint vanhirðing þeirra hefur staðið um aldir. Hvers vegna hafa þá ekki orðið svona hrikalegir skógareldar þar fyrr en núna, samhliða því að loftslag hefur hlýnað og orðið þurrara? 

Hvers vegna eru við að upplifa hita- og sandmistur frá Afríku fyrst núna?

 


mbl.is Líklegt að mistur færist yfir landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband